Plan óskast! Brynhildur Björnsdóttir skrifar 18. febrúar 2015 07:00 Að vera atvinnurekandi eða stjórnandi fyrirtækis á Íslandi er dálítið eins og að leika aukahlutverk í spennumynd – að manni óspurðum og án þess að hafa fengið handritið í hendurnar. Í stað þess að geta gert langtímaplön og áætlanir – fer mesta púðrið í að spyrja sig: „Hvað gerist næst?“ Atvinnurekstur krefst þess að hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir – þar sem forsendur og leikreglur gilda í meira en eitt ár eða í besta falli eitt kjörtímabil. Raunin er þó sú að stjórnvöld skrifa leikreglur atvinnurekenda jafnóðum og halda þeim þannig í magnþrunginni spennu um hvað sé næst á stefnuskránni. Sem dæmi herma nýjustu fréttir að nú sé aftur á döfinni að slíta formlega aðildaviðræðum við Evrópusambandið. Þó það séu auðvitað skiptar skoðanir á kostum og göllum aðildar innan atvinnulífsins telja um 60% aðildafyrirtækja innan Félags atvinnurekenda og Samtaka atvinnulífsins að halda skuli áfram viðræðum – áður en valmöguleikinn sé sleginn út af borðinu. Þá telja aðeins 19% félagsmanna í FA telja íslensku krónuna geta verið framtíðargjaldmiðil landsins. Af augljósum ástæðum. Samningaviðræður eru einn af máttarstólpum viðskipta og samfélagsins í heild sinni. Hvort sem það fjallar um matseðil vikunnar á heimilinu, launakröfur starfsmanna, samstarf fyrirtækja eða þjóða. Til þess að skapa víðtæka sátt – þarf að fara fram samtal. Ávinningurinn af því að slíta viðræðum áður en niðurstaða liggur fyrir – er enginn. Þvert á móti útilokar það alla möguleika leikmanna á að fá tækifæri til að meta heildaráhrif mögulegs samnings sem myndi mögulega draga úr óvissu íslenskra atvinnurekenda, auka tiltrú erlendra fjárfesta á íslenskum fyrirtækjum og gefa okkur einhverja mynd af því hvernig sviðsmyndin myndi líta út næstu árin. Til að íslenskt atvinnulíf geti verið samkeppnishæft til framtíðar þarf að auka útflutningsverðmæti í greinum sem byggja ekki bara á takmörkuðum auðlindum. Til þess að þessi fyrirtæki geti náð að blómstra og skila samfélaginu virðisauka – þurfum við heildstæða stefnu. Framtíðarsýn sem nær lengra en eitt kjörtímabil. Sem leikmaður í þessari spennusögu óska ég því eftir handritinu. Hvað er planið?! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Að vera atvinnurekandi eða stjórnandi fyrirtækis á Íslandi er dálítið eins og að leika aukahlutverk í spennumynd – að manni óspurðum og án þess að hafa fengið handritið í hendurnar. Í stað þess að geta gert langtímaplön og áætlanir – fer mesta púðrið í að spyrja sig: „Hvað gerist næst?“ Atvinnurekstur krefst þess að hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir – þar sem forsendur og leikreglur gilda í meira en eitt ár eða í besta falli eitt kjörtímabil. Raunin er þó sú að stjórnvöld skrifa leikreglur atvinnurekenda jafnóðum og halda þeim þannig í magnþrunginni spennu um hvað sé næst á stefnuskránni. Sem dæmi herma nýjustu fréttir að nú sé aftur á döfinni að slíta formlega aðildaviðræðum við Evrópusambandið. Þó það séu auðvitað skiptar skoðanir á kostum og göllum aðildar innan atvinnulífsins telja um 60% aðildafyrirtækja innan Félags atvinnurekenda og Samtaka atvinnulífsins að halda skuli áfram viðræðum – áður en valmöguleikinn sé sleginn út af borðinu. Þá telja aðeins 19% félagsmanna í FA telja íslensku krónuna geta verið framtíðargjaldmiðil landsins. Af augljósum ástæðum. Samningaviðræður eru einn af máttarstólpum viðskipta og samfélagsins í heild sinni. Hvort sem það fjallar um matseðil vikunnar á heimilinu, launakröfur starfsmanna, samstarf fyrirtækja eða þjóða. Til þess að skapa víðtæka sátt – þarf að fara fram samtal. Ávinningurinn af því að slíta viðræðum áður en niðurstaða liggur fyrir – er enginn. Þvert á móti útilokar það alla möguleika leikmanna á að fá tækifæri til að meta heildaráhrif mögulegs samnings sem myndi mögulega draga úr óvissu íslenskra atvinnurekenda, auka tiltrú erlendra fjárfesta á íslenskum fyrirtækjum og gefa okkur einhverja mynd af því hvernig sviðsmyndin myndi líta út næstu árin. Til að íslenskt atvinnulíf geti verið samkeppnishæft til framtíðar þarf að auka útflutningsverðmæti í greinum sem byggja ekki bara á takmörkuðum auðlindum. Til þess að þessi fyrirtæki geti náð að blómstra og skila samfélaginu virðisauka – þurfum við heildstæða stefnu. Framtíðarsýn sem nær lengra en eitt kjörtímabil. Sem leikmaður í þessari spennusögu óska ég því eftir handritinu. Hvað er planið?!
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar