Höfum við efni á að semja ekki við hjúkrunarfræðinga? 22. júní 2015 10:14 Undanfarnar vikur hef ég, líkt og aðrir, fylgst með kjarabaráttu heilbrigðisstarfsmanna og umræðunni sem fylgt hefur í kjölfarið. Ég get ekki orða bundist yfir þeirri skammsýni sem einkennir viðhorf íslenskra stjórnvalda. Ég er undrandi á viðmóti þeirra og þeirri lítilsvirðingu sem hjúkrunarfræðingum, og öðrum heilbrigðisstéttum hefur verið sýnd. Framkoman hefur á köflum verið með ólíkindum svo ekki sé minnst á ummæli ákveðinni einstaklinga. Nú þegar stjórnvöld tjá okkur, enn og einu sinni, að ekki sé til fjármagn til að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga og því ekki hægt að mæta þeim kröfum sem settar hafa verið fram langar mig að varpa fram spurningunni hvort ríkið hafi raunverulega efni á því að semja ekki við hjúkrunarfræðinga. Hvort ríkið hafi virkilega efni á því að missa þá hjúkrunarfræðinga sem nú eru starfandi í íslensku heilbrigðiskerfi – marga hverja mjög sérhæfða, með menntun sem tekur mörg ár að afla auk þess að kosta margar milljónir. Það gera sér allir grein fyrir því að fólk hættir ekki að vera veikt og fólk hættir ekki að slasast. Börn muna halda áfram að fæðast og gamla fólkið lifir lengur en nokkru sinni. Öll viljum við eiga kost á bestu mögulega meðferð þegar við þurfum á að halda. Í umræðunni hafa komið fram ýmsar hugmyndir um það hvernig leysa megi vandann án þess að verða við kröfum hjúkrunarfræðinga. Það sem allar þessar hugmyndir eiga sameiginlegt er að þær fela í sér aukinn kostnað þegar uppi er staðið og því veltir maður fyrir sér hver raunverulegur tilgangur þeirra sé. Er það orðið að aðalatriði að semja ekki við hjúkrunarfræðinga yfirhöfuð? Hver hagnast á því? Til að mynda hugmyndir um að ráða inn hjúkrunarfræðinga frá öðrum löndum í stað þeirra íslensku. Það er mjög tímafrekt að læra íslensku og verður auk þess að teljast harla ólíklegt að stórir hópar sjái hag sinn í því að leggja á sig mikla vinnu við að læra tungumál sem aðeins er talað af 320.000 manns, ekki síst í ljósi þess að þessum sömu hjúkrunarfræðingum stendur væntanlega líka til boða að starfa á hinum Norðurlöndunum þar sem launin eru þó hærri og vinnuaðstæður ásættanlegri. Af hverju ættu þau að velja Ísland? Þau eru útlensk, ekki vitlaust! Ef við lítum á Norðurlöndin sem við viljum gjarnan bera okkur saman við og læra af má glögglega sjá að flótti úr stéttinni er ekki einskorðaður við Ísland. Við vitum flest að norska heilbrigðiskerfið er að miklu leyti rekið með hjúkrunarfræðingum sem eru ráðnir inn á vegum starfsmannaleiga vegna skorts. Staðan stefnir hraðbyri í sömu átt í Svíþjóð og er talið að á næstu 10 árum muni vanta um 30.000 hjúkrunarfræðinga þar í landi. Nú þegar er ástandið það slæmt að víða er talað um neyðarástand og eru heilu og hálfu deildirnar lokaðar á ákveðnum sjúkrahúsum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Útlitið er ekki bjart og hefur ástandið farið versnandi frá ári til árs. Í þessu samhengi má t.d. nefna að af þeim 4000 hjúkrunarfræðingum sem útskrifast árlega í Svíþjóð fara u.þ.b. 1600 beint til starfa í Noregi. Helstu ástæðurnar fyrir því að þessir hjúkrunarfræðingar skila sér ekki út í sænska heilbrigðiskerfið eru lág laun (sem þó eru töluvert hærri en hérlendis), afleitur vinnutími og gríðarlegt vinnuálag – sem er nákvæmlega það sama og íslenskir hjúkrunarfræðingar hafa bent á að sé að hérlendis. Til að mæta þessum vanda og geta haldið kerfinu gangandi neyðast heilbrigðisstofnanir til að ráða inn hjúkrunarfræðinga í gegnum starfsmannaleigur sem bjóða hærri laun og sveigjanlegri vinnutíma. Þetta hefur verið reynt á Íslandi og á árunum fyrir hrun voru það íslenskar starfsmannaleigur sem sáu um að manna heilu og hálfu deildirnar á LSH með tilheyrandi kostnaði. Þeir hjúkrunarfræðingar sem störfuðu fyrir þessar leigur höfðu töluvert meira upp úr krafsinu heldur en við hin sem vorum fastráðin, þeir gátu líka stjórnað sínum vinnutíma sjálfir og voru m.a. lausir við símtöl og tölvupósta þar sem krafist var svara um hvort viðkomandi vildi vinna jól eða áramót. En kostnaðurinn við þetta fyrirkomulag er gríðarlegur og í nágrannalöndunum fer hann vaxandi – er í dag nær milljarður sænskra króna á ári í Svíþjóð. Með þessu móti getur hjúkrunarfræðingur aftur á móti tvöfaldað laun sín en auk launakostnaðar bætist síðan við kostnaður vegna þriðja aðila sem er starfsmannaleigan. Eins og staðan er í dag getur kostnaðurinn við að ráða inn hjúkrunarfræðinga á þennan hátt verið allt að 400% meiri en ella og þá er ekki verið að tala um sérhæfða hjúkrunarfræðinga sem kosta yfirleitt ennþá meira. Ef við heimfærum þetta á íslenskt samfélag myndi það þýða að yfir erfiðustu mánuðina gæti kostnaðurinn orðið allt að 1.760.000.- á mánuði fyrir hvern hjúkrunarfræðing sem væri ráðinn á þennan hátt. Í ljósi þess að ekki eru til fjármunir til að mæta kröfum íslenskra hjúkrunarfræðinga um launaleiðréttingu hlýtur maður að spyrja sig hvort þetta sé þess þá heldur sú þróun sem við höfum efni á? En það er ekki bara aukinn launakostnaður sem þetta hefur í för með sér. Áhrifanna gætir víða og má í því samhengi nefna öryggi sjúklinga og samfellu í meðferð – sem flýtir fyrir bata og útskrift og er því kostnaðarlega hagkvæm – auk þjálfunnar nýrra starfsmanna og svo mætti lengi telja. Læknasamtök í Svíþjóð hafa í vaxandi mæli reynt að vekja máls á þeim vanda sem kerfið þar í landi stendur frammi fyrir og benda jafnframt á að það sem ógnar öryggi sjúklinga mest á sjúkrahúsunum í dag er skorturinn á hjúkrunarfræðingum. Þetta virðast ráðamenn oft á tíðum eiga erfitt með að skilja, eða þá að þeir gera sér ekki grein fyrir þeirri ábyrgð sem þeir bera í þessu sambandi, nema hvort tveggja sé. Það sama á við á Íslandi eins og staðan er í dag, og ekki er útlitið bjart ef samningar nást ekki. Þetta er sá veruleiki sem nágrannaþjóðir okkar standa frammi. Ef fer sem horfir get ég ekki séð í hendi mér að það sé ástæða til annars en að búast megi við sömu þróun á Íslandi – íslenskir hjúkrunarfræðingar eru eftirsóttir víða, ekki bara í Noregi. Það er auðveldara fyrir gott að fólk að fá vinnu en það er fyrir sjúkt kerfi að fá til liðs við sig gott fólk. Spurningin sem íslensk stjórnvöld standa frammi fyrir er því einföld – höfum við virkilega efni á að semja ekki við hjúkrunarfræðinga? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hef ég, líkt og aðrir, fylgst með kjarabaráttu heilbrigðisstarfsmanna og umræðunni sem fylgt hefur í kjölfarið. Ég get ekki orða bundist yfir þeirri skammsýni sem einkennir viðhorf íslenskra stjórnvalda. Ég er undrandi á viðmóti þeirra og þeirri lítilsvirðingu sem hjúkrunarfræðingum, og öðrum heilbrigðisstéttum hefur verið sýnd. Framkoman hefur á köflum verið með ólíkindum svo ekki sé minnst á ummæli ákveðinni einstaklinga. Nú þegar stjórnvöld tjá okkur, enn og einu sinni, að ekki sé til fjármagn til að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga og því ekki hægt að mæta þeim kröfum sem settar hafa verið fram langar mig að varpa fram spurningunni hvort ríkið hafi raunverulega efni á því að semja ekki við hjúkrunarfræðinga. Hvort ríkið hafi virkilega efni á því að missa þá hjúkrunarfræðinga sem nú eru starfandi í íslensku heilbrigðiskerfi – marga hverja mjög sérhæfða, með menntun sem tekur mörg ár að afla auk þess að kosta margar milljónir. Það gera sér allir grein fyrir því að fólk hættir ekki að vera veikt og fólk hættir ekki að slasast. Börn muna halda áfram að fæðast og gamla fólkið lifir lengur en nokkru sinni. Öll viljum við eiga kost á bestu mögulega meðferð þegar við þurfum á að halda. Í umræðunni hafa komið fram ýmsar hugmyndir um það hvernig leysa megi vandann án þess að verða við kröfum hjúkrunarfræðinga. Það sem allar þessar hugmyndir eiga sameiginlegt er að þær fela í sér aukinn kostnað þegar uppi er staðið og því veltir maður fyrir sér hver raunverulegur tilgangur þeirra sé. Er það orðið að aðalatriði að semja ekki við hjúkrunarfræðinga yfirhöfuð? Hver hagnast á því? Til að mynda hugmyndir um að ráða inn hjúkrunarfræðinga frá öðrum löndum í stað þeirra íslensku. Það er mjög tímafrekt að læra íslensku og verður auk þess að teljast harla ólíklegt að stórir hópar sjái hag sinn í því að leggja á sig mikla vinnu við að læra tungumál sem aðeins er talað af 320.000 manns, ekki síst í ljósi þess að þessum sömu hjúkrunarfræðingum stendur væntanlega líka til boða að starfa á hinum Norðurlöndunum þar sem launin eru þó hærri og vinnuaðstæður ásættanlegri. Af hverju ættu þau að velja Ísland? Þau eru útlensk, ekki vitlaust! Ef við lítum á Norðurlöndin sem við viljum gjarnan bera okkur saman við og læra af má glögglega sjá að flótti úr stéttinni er ekki einskorðaður við Ísland. Við vitum flest að norska heilbrigðiskerfið er að miklu leyti rekið með hjúkrunarfræðingum sem eru ráðnir inn á vegum starfsmannaleiga vegna skorts. Staðan stefnir hraðbyri í sömu átt í Svíþjóð og er talið að á næstu 10 árum muni vanta um 30.000 hjúkrunarfræðinga þar í landi. Nú þegar er ástandið það slæmt að víða er talað um neyðarástand og eru heilu og hálfu deildirnar lokaðar á ákveðnum sjúkrahúsum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Útlitið er ekki bjart og hefur ástandið farið versnandi frá ári til árs. Í þessu samhengi má t.d. nefna að af þeim 4000 hjúkrunarfræðingum sem útskrifast árlega í Svíþjóð fara u.þ.b. 1600 beint til starfa í Noregi. Helstu ástæðurnar fyrir því að þessir hjúkrunarfræðingar skila sér ekki út í sænska heilbrigðiskerfið eru lág laun (sem þó eru töluvert hærri en hérlendis), afleitur vinnutími og gríðarlegt vinnuálag – sem er nákvæmlega það sama og íslenskir hjúkrunarfræðingar hafa bent á að sé að hérlendis. Til að mæta þessum vanda og geta haldið kerfinu gangandi neyðast heilbrigðisstofnanir til að ráða inn hjúkrunarfræðinga í gegnum starfsmannaleigur sem bjóða hærri laun og sveigjanlegri vinnutíma. Þetta hefur verið reynt á Íslandi og á árunum fyrir hrun voru það íslenskar starfsmannaleigur sem sáu um að manna heilu og hálfu deildirnar á LSH með tilheyrandi kostnaði. Þeir hjúkrunarfræðingar sem störfuðu fyrir þessar leigur höfðu töluvert meira upp úr krafsinu heldur en við hin sem vorum fastráðin, þeir gátu líka stjórnað sínum vinnutíma sjálfir og voru m.a. lausir við símtöl og tölvupósta þar sem krafist var svara um hvort viðkomandi vildi vinna jól eða áramót. En kostnaðurinn við þetta fyrirkomulag er gríðarlegur og í nágrannalöndunum fer hann vaxandi – er í dag nær milljarður sænskra króna á ári í Svíþjóð. Með þessu móti getur hjúkrunarfræðingur aftur á móti tvöfaldað laun sín en auk launakostnaðar bætist síðan við kostnaður vegna þriðja aðila sem er starfsmannaleigan. Eins og staðan er í dag getur kostnaðurinn við að ráða inn hjúkrunarfræðinga á þennan hátt verið allt að 400% meiri en ella og þá er ekki verið að tala um sérhæfða hjúkrunarfræðinga sem kosta yfirleitt ennþá meira. Ef við heimfærum þetta á íslenskt samfélag myndi það þýða að yfir erfiðustu mánuðina gæti kostnaðurinn orðið allt að 1.760.000.- á mánuði fyrir hvern hjúkrunarfræðing sem væri ráðinn á þennan hátt. Í ljósi þess að ekki eru til fjármunir til að mæta kröfum íslenskra hjúkrunarfræðinga um launaleiðréttingu hlýtur maður að spyrja sig hvort þetta sé þess þá heldur sú þróun sem við höfum efni á? En það er ekki bara aukinn launakostnaður sem þetta hefur í för með sér. Áhrifanna gætir víða og má í því samhengi nefna öryggi sjúklinga og samfellu í meðferð – sem flýtir fyrir bata og útskrift og er því kostnaðarlega hagkvæm – auk þjálfunnar nýrra starfsmanna og svo mætti lengi telja. Læknasamtök í Svíþjóð hafa í vaxandi mæli reynt að vekja máls á þeim vanda sem kerfið þar í landi stendur frammi fyrir og benda jafnframt á að það sem ógnar öryggi sjúklinga mest á sjúkrahúsunum í dag er skorturinn á hjúkrunarfræðingum. Þetta virðast ráðamenn oft á tíðum eiga erfitt með að skilja, eða þá að þeir gera sér ekki grein fyrir þeirri ábyrgð sem þeir bera í þessu sambandi, nema hvort tveggja sé. Það sama á við á Íslandi eins og staðan er í dag, og ekki er útlitið bjart ef samningar nást ekki. Þetta er sá veruleiki sem nágrannaþjóðir okkar standa frammi. Ef fer sem horfir get ég ekki séð í hendi mér að það sé ástæða til annars en að búast megi við sömu þróun á Íslandi – íslenskir hjúkrunarfræðingar eru eftirsóttir víða, ekki bara í Noregi. Það er auðveldara fyrir gott að fólk að fá vinnu en það er fyrir sjúkt kerfi að fá til liðs við sig gott fólk. Spurningin sem íslensk stjórnvöld standa frammi fyrir er því einföld – höfum við virkilega efni á að semja ekki við hjúkrunarfræðinga?
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun