Skattafrádráttur til hlutabréfakaupenda Sæunn Gísladóttir skrifar 14. desember 2015 06:00 Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, vill að skattaívilnanir nái til fjárfestinga í félögum sem skráð eru á markaði, eins og Nasdaq First North. vísir/gva Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp um skattaívilnanir til einstaklinga vegna kaupa á hlutabréfum í litlum fyrirtækjum í vexti á þessum vetri. Kauphöllin vill innleiða skattafrádrátt fyrir einstaklinga til hlutabréfakaupa í skráðum félögum og er fjármálaráðuneytið með það mál í vinnslu. Í ræðu sinni á tækni- og hugverkaþingi þann 4. desember síðastliðinn sagðist Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafa skoðað mögulegar útfærslur á beitingu skattaívilnana vegna hlutabréfakaupa í sprotafyrirtækjum.Bjarni Benediktsson hyggst leggja fram frumvarp um skattafrádrátt til hlutabréfakaupa í sprotafyrirtækjum núna í vetur. Fréttablaðið/GVA„Ég hef skoðað mögulegar útfærslur á beitingu slíkra ívilnana, sérstaklega hvernig hægt sé að koma í framkvæmd skattaívilnunum til einstaklinga vegna kaupa á hlutabréfum í litlum fyrirtækjum í vexti en í okkar vinnu komu fram hugmyndir að tilteknum skilyrðum, sem slík fjárfesting þarf að uppfylla, sem snúa að fjárfestingunni sjálfri, formi félagsins sem fjárfest er í og svo skilyrðum sem einstaklingurinn sjálfur þarf að uppfylla til að fá afsláttinn," sagði hann á þinginu. Unnið verður að gerð frumvarps á grunni vinnu starfshóps um þessi mál og er það áætlun Bjarna að leggja það fyrir þingið á þessum vetri. Fram kom á síðasta ári í skýrslu Kauphallarinnar, Aukin virkni og gagnsemi íslensks verðbréfamarkaðar, um tillögu á úrbótum að áhugi væri á því að endurvekja skattafrádrátt fyrir einstaklinga vegna hlutabréfakaupa sem ríkti fyrir hrun. Þar segir að skattafrádráttur væri til þess fallinn að hvetja til sparnaðar og fjárfestingar í íslensku atvinnulífi og að einstaklingar héldu hlutabréfum til lengri tíma. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, telur tillögur starfshópsins vera skref í rétt átt og að skattafrádráttur fyrir einstaklinga vegna hlutabréfakaupa væri til hagsbóta fyrir bæði almenning og atvinnulíf. „Að okkar mati er eðlilegt að ákvæðin um ívilnanir endurspegli leiðbeiningar eftirlitsstofnunar ETFTA þar sem bent er á að þær ættu að ná til fjárfestinga í félögum sem skráð eru á markaðstorgum, eins og Nasdaq First North. Þannig yrðu allar nauðsynlegar upplýsingar uppi á borðum fyrir fjárfesta. Þessi aðgerð myndi greiða fyrir aðgangi fyrirtækja að fjármagni og stuðla að vexti. Hún yki að sama skapi sparnaðarmöguleika fjárfesta og hvetti til langtímafjárfestingar. Auk þess er gert ráð fyrir að um tiltölulega lágar fjárhæðir yrði að ræða fyrir hvern einstakling þannig að áhættu yrði stillt í hóf,“ segir Páll. Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp um skattaívilnanir til einstaklinga vegna kaupa á hlutabréfum í litlum fyrirtækjum í vexti á þessum vetri. Kauphöllin vill innleiða skattafrádrátt fyrir einstaklinga til hlutabréfakaupa í skráðum félögum og er fjármálaráðuneytið með það mál í vinnslu. Í ræðu sinni á tækni- og hugverkaþingi þann 4. desember síðastliðinn sagðist Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafa skoðað mögulegar útfærslur á beitingu skattaívilnana vegna hlutabréfakaupa í sprotafyrirtækjum.Bjarni Benediktsson hyggst leggja fram frumvarp um skattafrádrátt til hlutabréfakaupa í sprotafyrirtækjum núna í vetur. Fréttablaðið/GVA„Ég hef skoðað mögulegar útfærslur á beitingu slíkra ívilnana, sérstaklega hvernig hægt sé að koma í framkvæmd skattaívilnunum til einstaklinga vegna kaupa á hlutabréfum í litlum fyrirtækjum í vexti en í okkar vinnu komu fram hugmyndir að tilteknum skilyrðum, sem slík fjárfesting þarf að uppfylla, sem snúa að fjárfestingunni sjálfri, formi félagsins sem fjárfest er í og svo skilyrðum sem einstaklingurinn sjálfur þarf að uppfylla til að fá afsláttinn," sagði hann á þinginu. Unnið verður að gerð frumvarps á grunni vinnu starfshóps um þessi mál og er það áætlun Bjarna að leggja það fyrir þingið á þessum vetri. Fram kom á síðasta ári í skýrslu Kauphallarinnar, Aukin virkni og gagnsemi íslensks verðbréfamarkaðar, um tillögu á úrbótum að áhugi væri á því að endurvekja skattafrádrátt fyrir einstaklinga vegna hlutabréfakaupa sem ríkti fyrir hrun. Þar segir að skattafrádráttur væri til þess fallinn að hvetja til sparnaðar og fjárfestingar í íslensku atvinnulífi og að einstaklingar héldu hlutabréfum til lengri tíma. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, telur tillögur starfshópsins vera skref í rétt átt og að skattafrádráttur fyrir einstaklinga vegna hlutabréfakaupa væri til hagsbóta fyrir bæði almenning og atvinnulíf. „Að okkar mati er eðlilegt að ákvæðin um ívilnanir endurspegli leiðbeiningar eftirlitsstofnunar ETFTA þar sem bent er á að þær ættu að ná til fjárfestinga í félögum sem skráð eru á markaðstorgum, eins og Nasdaq First North. Þannig yrðu allar nauðsynlegar upplýsingar uppi á borðum fyrir fjárfesta. Þessi aðgerð myndi greiða fyrir aðgangi fyrirtækja að fjármagni og stuðla að vexti. Hún yki að sama skapi sparnaðarmöguleika fjárfesta og hvetti til langtímafjárfestingar. Auk þess er gert ráð fyrir að um tiltölulega lágar fjárhæðir yrði að ræða fyrir hvern einstakling þannig að áhættu yrði stillt í hóf,“ segir Páll.
Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun