Mútaði löggu með BMW X6 Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2015 15:22 BMW X6 jeppinn er eigulegur bíll. Fyrir nokkrum dögum stöðvaði lögreglumaður ökumann í Rúmeníu vegna gruns um ölvun og sá grunur reyndist á rökum reistur. Til þess að losna undan handtöku, sekt og ökuskírteinismissi reyndi hinn seki að múta lögreglumanninum með engu minna en heilum bíl og það ekki af verri gerðinni. Hann átti að fá BMW X6 bíl fyrir það eitt að sleppa honum. Lögreglumaðurinn var hinsvegar ekki ginkeyptur fyrir tilboð þess drukkna og nú sætir hann vænni sekt og 30 daga fangelsisvist. Við frekari rannsókn á þessum örláta en drykkfellda ökumanni kom í ljós að þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann er tekinn ölvaður undir stýri, en nú er hann ökuskírteinislaus. Hann er þó ef til vill einum BMW X6 ríkari og gæti fengið einhvern til að skutla sér á honum héðan í frá. Það að múta lögreglumönnum í Rúmeníu er vafalaust ekki óalgengt en kannski óalgengara að múta þeim með glæsikerrum. Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent
Fyrir nokkrum dögum stöðvaði lögreglumaður ökumann í Rúmeníu vegna gruns um ölvun og sá grunur reyndist á rökum reistur. Til þess að losna undan handtöku, sekt og ökuskírteinismissi reyndi hinn seki að múta lögreglumanninum með engu minna en heilum bíl og það ekki af verri gerðinni. Hann átti að fá BMW X6 bíl fyrir það eitt að sleppa honum. Lögreglumaðurinn var hinsvegar ekki ginkeyptur fyrir tilboð þess drukkna og nú sætir hann vænni sekt og 30 daga fangelsisvist. Við frekari rannsókn á þessum örláta en drykkfellda ökumanni kom í ljós að þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann er tekinn ölvaður undir stýri, en nú er hann ökuskírteinislaus. Hann er þó ef til vill einum BMW X6 ríkari og gæti fengið einhvern til að skutla sér á honum héðan í frá. Það að múta lögreglumönnum í Rúmeníu er vafalaust ekki óalgengt en kannski óalgengara að múta þeim með glæsikerrum.
Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent