Mútaði löggu með BMW X6 Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2015 15:22 BMW X6 jeppinn er eigulegur bíll. Fyrir nokkrum dögum stöðvaði lögreglumaður ökumann í Rúmeníu vegna gruns um ölvun og sá grunur reyndist á rökum reistur. Til þess að losna undan handtöku, sekt og ökuskírteinismissi reyndi hinn seki að múta lögreglumanninum með engu minna en heilum bíl og það ekki af verri gerðinni. Hann átti að fá BMW X6 bíl fyrir það eitt að sleppa honum. Lögreglumaðurinn var hinsvegar ekki ginkeyptur fyrir tilboð þess drukkna og nú sætir hann vænni sekt og 30 daga fangelsisvist. Við frekari rannsókn á þessum örláta en drykkfellda ökumanni kom í ljós að þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann er tekinn ölvaður undir stýri, en nú er hann ökuskírteinislaus. Hann er þó ef til vill einum BMW X6 ríkari og gæti fengið einhvern til að skutla sér á honum héðan í frá. Það að múta lögreglumönnum í Rúmeníu er vafalaust ekki óalgengt en kannski óalgengara að múta þeim með glæsikerrum. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent
Fyrir nokkrum dögum stöðvaði lögreglumaður ökumann í Rúmeníu vegna gruns um ölvun og sá grunur reyndist á rökum reistur. Til þess að losna undan handtöku, sekt og ökuskírteinismissi reyndi hinn seki að múta lögreglumanninum með engu minna en heilum bíl og það ekki af verri gerðinni. Hann átti að fá BMW X6 bíl fyrir það eitt að sleppa honum. Lögreglumaðurinn var hinsvegar ekki ginkeyptur fyrir tilboð þess drukkna og nú sætir hann vænni sekt og 30 daga fangelsisvist. Við frekari rannsókn á þessum örláta en drykkfellda ökumanni kom í ljós að þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann er tekinn ölvaður undir stýri, en nú er hann ökuskírteinislaus. Hann er þó ef til vill einum BMW X6 ríkari og gæti fengið einhvern til að skutla sér á honum héðan í frá. Það að múta lögreglumönnum í Rúmeníu er vafalaust ekki óalgengt en kannski óalgengara að múta þeim með glæsikerrum.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent