Er Golf R betri í braut en Audi RS3? Finnur Thorlacius skrifar 5. ágúst 2015 11:10 Tveir af athygliverðustu „hot hatch“ bílum sem fá má í dag eru Audi RS3 og Volkswagen Golf R, en báðir þessir bílar tilheyra stóru Volkswagen bílafjölskyldunni og sitja þeir báðir á sama undirvagni. Audi RS3 er 367 hestafla kraftaköggull en Golf R er 300 hestöfl. Þarna munar slatta af hestöflum en dugar það Audi RS3 til að slá við Golf R í brautarakstri? Þetta lék breska bílatímaritinu EVO forvitni á að vita og tók þá báða til kostanna á aksturbraut til að finna út hvor þeirra væri sneggri í slíkum akstri og hvor þeirra væri skemmtilegri. Til að gera langa sögu stutta þá náði Volkswagen Golf R betri tíma í brautinni þrátt fyrir talsvert minna afl og reynsluökumanni bílanna beggja fannst hann að auki skemmtilegri bíll, með betri skiptingu, betri bremsur, undirstýrir minna, er með betri stýringu og betur uppsettri fjöðrun. Þetta er ekki slæmur dómur fyrir bíl sem kostar talsvert minna en Audi RS3, en í Bretlandi munar um 10.000 pundum á bílunum í verði, eða um 2 milljónum króna. Sjá má brautarakstur bílanna beggja og dóm reynsluökumanns þeirra í myndskeiðinu hér að ofan. Bílar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent
Tveir af athygliverðustu „hot hatch“ bílum sem fá má í dag eru Audi RS3 og Volkswagen Golf R, en báðir þessir bílar tilheyra stóru Volkswagen bílafjölskyldunni og sitja þeir báðir á sama undirvagni. Audi RS3 er 367 hestafla kraftaköggull en Golf R er 300 hestöfl. Þarna munar slatta af hestöflum en dugar það Audi RS3 til að slá við Golf R í brautarakstri? Þetta lék breska bílatímaritinu EVO forvitni á að vita og tók þá báða til kostanna á aksturbraut til að finna út hvor þeirra væri sneggri í slíkum akstri og hvor þeirra væri skemmtilegri. Til að gera langa sögu stutta þá náði Volkswagen Golf R betri tíma í brautinni þrátt fyrir talsvert minna afl og reynsluökumanni bílanna beggja fannst hann að auki skemmtilegri bíll, með betri skiptingu, betri bremsur, undirstýrir minna, er með betri stýringu og betur uppsettri fjöðrun. Þetta er ekki slæmur dómur fyrir bíl sem kostar talsvert minna en Audi RS3, en í Bretlandi munar um 10.000 pundum á bílunum í verði, eða um 2 milljónum króna. Sjá má brautarakstur bílanna beggja og dóm reynsluökumanns þeirra í myndskeiðinu hér að ofan.
Bílar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent