900 milljónir í kaupauka Stefán Árni Pálsson skrifar 9. apríl 2015 11:19 Íslandsbanki og Arion banki gjaldfærðu tæplega einn milljarða í kaupauka fyrir árið 2014. vísir Arion banki gjaldfærði 542 milljónir króna á síðasta ári vegna kaupauka til starfsmanna en þetta kemur fram í ársreikningi bankans. Greiðslur vegna kaupauka árið áður námu 494 milljónum króna og 78 milljónum fyrir árið 2012. Hjá Íslandsbanka voru gjaldfærðar 358 milljónir vegna kaupauka til starfsfólks fyrir árið 2014 en 271 milljónir árið áður. Samtals er því um 900 milljónir að ræða hjá bönkunum tveimur. Hjá Landsbankanum er ekkert sérstakt kaupaukakerfi en árið 2013 fengu starfsmenn bankans aftur á móti tæplega eitt prósent hlut í bankanum. Reglur Fjármálaeftirlitsins segja til um að fjármálafyrirtækin geta samt sem áður ekki greitt út allan kaupaukann fyrr en eftir þrjú ár. Hér má sjá skjáskot frá ársreikningum bankanna.vísirReglur um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja voru samþykktar af stjórn Fjármálaeftirlitsins árið 2011. Í reglunum segir að á ársgrundvelli megi kaupauki starfsmanns ekki nema hærri fjárhæð en 25 prósent af árslaunum viðkomandi án kaupauka. Fresta skuli greiðslu hluta af kaupauka um að lágmarki þrjú ár, þannig að unnt sé að taka tillit til sveiflna í viðskiptalífinu og hagkerfinu sem geta haft áhrif á árangur. Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir í samtali við fréttastofu að starfsfólk bankans megi ekki selja sinn hlut fyrr en eftir þrjú ár og vísar til reglna FME.Sjá einnig: 100 starfsmenn Arion banka skipta með sér tæpum 400 milljónumReglurnar leggja einnig bann við tryggðum kaupauka, þ.e.a.s. kaupauka sem starfsmaður fær óháð árangri í starfi. Einnig er mælt fyrir um lækkun, afturköllun eða endurgreiðslu kaupauka þegar mælikvarða um árangur í starfi er ekki náð. Nú liggur fyrir frumvarp inn á þingi frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um að bónusgreiðslur nemi í mesta lagi 25,5 prósent af árslaunum hjá yfirstjórn og lykilstarfsmönnum fjármálafyrirtækja. Í Kastljósi RÚV í gærkvöldi kom fram að Samtök fjármálafyrirtækja leggjast gegn frumvarpinu á vissum sviðum og vilja geta greitt allt að 200 prósent árslauna í kaupaauka eins og evrópskur lagarammi segir til um. Tengdar fréttir 100 starfsmenn Arion banka skipta með sér tæpum 400 milljónum Lykilstarfsmenn fengu margfalt hærri kaupauka en árið 2012. 17. september 2014 11:54 Til varnar kaupaukakerfi Það skýtur skökku við að hinir sömu spámenn og gagnrýna kaupaukakerfi, brynna einnig músum vegna hækkandi launa hjá fjármálafyrirtækjum. Hækkandi laun eru þó líklegast afleiðing hinna ströngu reglna um kaupaukakerfi. 7. janúar 2015 10:30 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Arion banki gjaldfærði 542 milljónir króna á síðasta ári vegna kaupauka til starfsmanna en þetta kemur fram í ársreikningi bankans. Greiðslur vegna kaupauka árið áður námu 494 milljónum króna og 78 milljónum fyrir árið 2012. Hjá Íslandsbanka voru gjaldfærðar 358 milljónir vegna kaupauka til starfsfólks fyrir árið 2014 en 271 milljónir árið áður. Samtals er því um 900 milljónir að ræða hjá bönkunum tveimur. Hjá Landsbankanum er ekkert sérstakt kaupaukakerfi en árið 2013 fengu starfsmenn bankans aftur á móti tæplega eitt prósent hlut í bankanum. Reglur Fjármálaeftirlitsins segja til um að fjármálafyrirtækin geta samt sem áður ekki greitt út allan kaupaukann fyrr en eftir þrjú ár. Hér má sjá skjáskot frá ársreikningum bankanna.vísirReglur um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja voru samþykktar af stjórn Fjármálaeftirlitsins árið 2011. Í reglunum segir að á ársgrundvelli megi kaupauki starfsmanns ekki nema hærri fjárhæð en 25 prósent af árslaunum viðkomandi án kaupauka. Fresta skuli greiðslu hluta af kaupauka um að lágmarki þrjú ár, þannig að unnt sé að taka tillit til sveiflna í viðskiptalífinu og hagkerfinu sem geta haft áhrif á árangur. Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir í samtali við fréttastofu að starfsfólk bankans megi ekki selja sinn hlut fyrr en eftir þrjú ár og vísar til reglna FME.Sjá einnig: 100 starfsmenn Arion banka skipta með sér tæpum 400 milljónumReglurnar leggja einnig bann við tryggðum kaupauka, þ.e.a.s. kaupauka sem starfsmaður fær óháð árangri í starfi. Einnig er mælt fyrir um lækkun, afturköllun eða endurgreiðslu kaupauka þegar mælikvarða um árangur í starfi er ekki náð. Nú liggur fyrir frumvarp inn á þingi frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um að bónusgreiðslur nemi í mesta lagi 25,5 prósent af árslaunum hjá yfirstjórn og lykilstarfsmönnum fjármálafyrirtækja. Í Kastljósi RÚV í gærkvöldi kom fram að Samtök fjármálafyrirtækja leggjast gegn frumvarpinu á vissum sviðum og vilja geta greitt allt að 200 prósent árslauna í kaupaauka eins og evrópskur lagarammi segir til um.
Tengdar fréttir 100 starfsmenn Arion banka skipta með sér tæpum 400 milljónum Lykilstarfsmenn fengu margfalt hærri kaupauka en árið 2012. 17. september 2014 11:54 Til varnar kaupaukakerfi Það skýtur skökku við að hinir sömu spámenn og gagnrýna kaupaukakerfi, brynna einnig músum vegna hækkandi launa hjá fjármálafyrirtækjum. Hækkandi laun eru þó líklegast afleiðing hinna ströngu reglna um kaupaukakerfi. 7. janúar 2015 10:30 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
100 starfsmenn Arion banka skipta með sér tæpum 400 milljónum Lykilstarfsmenn fengu margfalt hærri kaupauka en árið 2012. 17. september 2014 11:54
Til varnar kaupaukakerfi Það skýtur skökku við að hinir sömu spámenn og gagnrýna kaupaukakerfi, brynna einnig músum vegna hækkandi launa hjá fjármálafyrirtækjum. Hækkandi laun eru þó líklegast afleiðing hinna ströngu reglna um kaupaukakerfi. 7. janúar 2015 10:30