Býður 130 þúsund krónur í Rannsóknarskýrslu Alþingis innbundna í sauðskinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. nóvember 2015 11:49 Virkilega eigulegur gripur. mynd/gallerí fold Innbundið eintak af Rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna árið 2008 og tengda atburði er nú til sölu á uppboði sem bókabúðin bókin stendur fyrir. Hæsta boð stendur nú í 130 þúsund krónum en uppboðinu lýkur þann 13. desember næstkomandi. Að því er fram kemur á vef uppboðsins, sem Gallerí Fold stendur að fyrir hönd Bókarinnar, er rannsóknarskýrslan bundin í þrjár bækur en bandið er skreytt íslensku sauðskinni. „Einnig er vegleag askja, klædd sauðskinni og skreytt með íslenskum krónum. Stórglæsilegt bókbandsverk og ekki spillir innihaldið,“ eins og segir orðrétt í uppboðslýsingunni. Bókbandsmeistarinn heitir Ragnar Einarsson. „Hann tók skýrsluna þarna í allsherjaryfirhalningu og bjó bara til listaverk úr henni. Hver bók er bundin í sauðskinn og svo kallar hann þetta Íslendingasögur II – Gleðisögur Mammons,“ segir Ari Gísli Bragason, framkvæmdastjóri Bókarinnar, í samtali við Vísi. Rannsóknarskýrslan kom út í apríl 2010 í 9 bindum. Ritstjórn skýrslunnar skipuðu þau Páll Hreinsson, Sigríður Benediktsdóttir og Tryggvi Gunnarsson. Mest lesið SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Sjá meira
Innbundið eintak af Rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna árið 2008 og tengda atburði er nú til sölu á uppboði sem bókabúðin bókin stendur fyrir. Hæsta boð stendur nú í 130 þúsund krónum en uppboðinu lýkur þann 13. desember næstkomandi. Að því er fram kemur á vef uppboðsins, sem Gallerí Fold stendur að fyrir hönd Bókarinnar, er rannsóknarskýrslan bundin í þrjár bækur en bandið er skreytt íslensku sauðskinni. „Einnig er vegleag askja, klædd sauðskinni og skreytt með íslenskum krónum. Stórglæsilegt bókbandsverk og ekki spillir innihaldið,“ eins og segir orðrétt í uppboðslýsingunni. Bókbandsmeistarinn heitir Ragnar Einarsson. „Hann tók skýrsluna þarna í allsherjaryfirhalningu og bjó bara til listaverk úr henni. Hver bók er bundin í sauðskinn og svo kallar hann þetta Íslendingasögur II – Gleðisögur Mammons,“ segir Ari Gísli Bragason, framkvæmdastjóri Bókarinnar, í samtali við Vísi. Rannsóknarskýrslan kom út í apríl 2010 í 9 bindum. Ritstjórn skýrslunnar skipuðu þau Páll Hreinsson, Sigríður Benediktsdóttir og Tryggvi Gunnarsson.
Mest lesið SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Sjá meira