Handbók fyrir þolendur nauðgana Þórdís Valsdóttir skrifar 26. nóvember 2015 15:00 Vegna nýfallinna dóma í kynferðisafbrotamálum finnst mér tilefni til að ræða þá hugmynd að gefin verði út handbók fyrir þolendur nauðgana, nokkurs konar sjálfshjálparbók. Í máli sem mikið var fjallað um í síðustu viku um hópnauðgun í Breiðholti var tekið fram í dómi héraðsdóms að brotaþoli hafi ekki verið í sjáanlegu uppnámi þegar hún gekk út úr íbúðinni þar sem atburðurinn átti sér stað. Ákærðu voru sýknaðir. Í dómi héraðsdóms Vestfjarða var manni gefið að sök að hafa nauðgað 14 ára þroskaskertri stúlku og var niðurstaðan meðal annars byggð á því að ósannað hafi verið að hann hafi vitað að hún væri 14 ára. Hann vissi hins vegar fæðingarár hennar og tekið var fram að ákærði hafi breytt framburði sínum varðandi þetta og að sá framburður væri ótrúverðugur. Ákærði var sýknaður. Í dómi héraðsdóms Vesturlands fundust lífsýni ákærða á brotaþola og sálfræðingur bar einnig vitni um einkenni áfallastreituröskunar hjá henni. Hins vegar var litið til þess að engir líkamlegir áverkar voru á henni. Einnig tók dómurinn fram að hún hafi látið líða einn og hálfan sólarhring þar til hún sagði vinum og fjölskyldu frá atburðinum. Þar að auki hafi hún ekki verið í sjáanlegu uppnámi að sögn vitna. Jafnframt var rakið að hún hafi verið í góðum samskiptum við ákærða í langan tíma fyrir kvöldið örlagaríka og að ákærði hafi verið viss um að hún væri kynferðislega spennt fyrir honum. Ákærði var sýknaður.Þessir dómar eru einungis brotabrot af þeim kynferðisbrotadómum þar sem sömu sjónarmið eru lögð til grundvallar. Eftir að hafa kynnt mér þessa dóma þá gætu fyrstu drög handbókarinnar verið á þessa leið:1. Betra er að nauðgari tuski mann svolítið til, svo af hljótist sjáanlegir áverkar. Mikið virðist vera litið til þess konar áverka.2. Muna skal að hringja beint í alla vini og vandamenn eftir að nauðgun á sér stað og segja frá atburðinum. Þá er ekki hægt að nota það gegn manni að maður hafi ekki sagt frá. Það er jafnvel tilefni til að skrifa færslu á Facebook um atvikið svo það nái til sem flestra.3. Gott er að vera í mikilli geðshræringu eftir atburðinn, svo sjáanlegt sé. Lagt er til að baða út höndum og hlaupa um grátandi. Þannig er líklegra að tekið verði mark á manni.4. Varast skal að eiga vini eða kunningja af hinu kyninu. Þá er ekki hægt að nota það gegn manni að samskiptin við nauðgarann hafi verið góð fyrir nauðgunina. Svo skaltu ekki voga þér að eiga samskipti við nauðgara þinn á samfélagsmiðlum eftir atvikið, ekki svo mikið sem eitt like.5. Ef þú ert yngri en 15 ára þegar nauðgun á sér stað er gott að sýna nauðgara skilríki svo ekki sé hægt að byggja sýknudóm á gáleysi hans um aldur þinn. Með enn frekari rannsóknarvinnu væri hægt að gera bókina enn ítarlegri.Því miður er of seint að þessi bók verði með í jólabókaflóðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vegna nýfallinna dóma í kynferðisafbrotamálum finnst mér tilefni til að ræða þá hugmynd að gefin verði út handbók fyrir þolendur nauðgana, nokkurs konar sjálfshjálparbók. Í máli sem mikið var fjallað um í síðustu viku um hópnauðgun í Breiðholti var tekið fram í dómi héraðsdóms að brotaþoli hafi ekki verið í sjáanlegu uppnámi þegar hún gekk út úr íbúðinni þar sem atburðurinn átti sér stað. Ákærðu voru sýknaðir. Í dómi héraðsdóms Vestfjarða var manni gefið að sök að hafa nauðgað 14 ára þroskaskertri stúlku og var niðurstaðan meðal annars byggð á því að ósannað hafi verið að hann hafi vitað að hún væri 14 ára. Hann vissi hins vegar fæðingarár hennar og tekið var fram að ákærði hafi breytt framburði sínum varðandi þetta og að sá framburður væri ótrúverðugur. Ákærði var sýknaður. Í dómi héraðsdóms Vesturlands fundust lífsýni ákærða á brotaþola og sálfræðingur bar einnig vitni um einkenni áfallastreituröskunar hjá henni. Hins vegar var litið til þess að engir líkamlegir áverkar voru á henni. Einnig tók dómurinn fram að hún hafi látið líða einn og hálfan sólarhring þar til hún sagði vinum og fjölskyldu frá atburðinum. Þar að auki hafi hún ekki verið í sjáanlegu uppnámi að sögn vitna. Jafnframt var rakið að hún hafi verið í góðum samskiptum við ákærða í langan tíma fyrir kvöldið örlagaríka og að ákærði hafi verið viss um að hún væri kynferðislega spennt fyrir honum. Ákærði var sýknaður.Þessir dómar eru einungis brotabrot af þeim kynferðisbrotadómum þar sem sömu sjónarmið eru lögð til grundvallar. Eftir að hafa kynnt mér þessa dóma þá gætu fyrstu drög handbókarinnar verið á þessa leið:1. Betra er að nauðgari tuski mann svolítið til, svo af hljótist sjáanlegir áverkar. Mikið virðist vera litið til þess konar áverka.2. Muna skal að hringja beint í alla vini og vandamenn eftir að nauðgun á sér stað og segja frá atburðinum. Þá er ekki hægt að nota það gegn manni að maður hafi ekki sagt frá. Það er jafnvel tilefni til að skrifa færslu á Facebook um atvikið svo það nái til sem flestra.3. Gott er að vera í mikilli geðshræringu eftir atburðinn, svo sjáanlegt sé. Lagt er til að baða út höndum og hlaupa um grátandi. Þannig er líklegra að tekið verði mark á manni.4. Varast skal að eiga vini eða kunningja af hinu kyninu. Þá er ekki hægt að nota það gegn manni að samskiptin við nauðgarann hafi verið góð fyrir nauðgunina. Svo skaltu ekki voga þér að eiga samskipti við nauðgara þinn á samfélagsmiðlum eftir atvikið, ekki svo mikið sem eitt like.5. Ef þú ert yngri en 15 ára þegar nauðgun á sér stað er gott að sýna nauðgara skilríki svo ekki sé hægt að byggja sýknudóm á gáleysi hans um aldur þinn. Með enn frekari rannsóknarvinnu væri hægt að gera bókina enn ítarlegri.Því miður er of seint að þessi bók verði með í jólabókaflóðinu.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar