Fórnarlömb Dyflinnarkerfisins Toshiki Toma skrifar 10. febrúar 2015 07:00 Ég hef verið að fylgjast með málum nokkurra einstaklinga frá Afríku sem hafa sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Mál hvers og eins er sjálfstætt og einstakt en samt eru nokkur atriði sem þau eiga sameiginleg. Annars vegar sóttu allir um hæli áður í öðru Evrópulandi og hins vegar hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að vísa þeim á brott eftir tveggja eða þriggja ára dvöl á Íslandi. Einn þeirra er nú þegar búinn að fá dóm frá héraðsdómi sér í óhag. Dómstólum ber að fara eftir núgildandi lögum og ég hef svo sem ekkert um það að segja. En ég hef mikið að segja um Dyflinnarkerfið sjálft en að mínu mati hefur það allt of marga og veigamikla galla og virkar ekki lengur eins og það ætti að gera. Grikkland og Ítalía geta þar af leiðandi ekki sinnt þeim gríðarlega fjölda flóttamanna sem þar eru. Í Noregi og Svíþjóð er kerfið að verða erfiðara fyrir flóttamenn af pólitískum ástæðum. Noregur er núna að senda flóttafólk aftur til heimalands síns þar sem það á á hættu að verða ofsótt en það er bersýnilega brot á grunnreglunni um „non-refoulement“ sem alþjóðlegi sáttmálinn um réttarstöðu flóttamanna frá 1951 kveður á um.Á borði þingmanna Dyflinnarkerfið hvetur aðildarríki til að vanda til verka og fjalla um hælisumsóknir af sanngirni og vandvirkni. En sú er ekki raunin í dag. Samkynhneigður maður frá Afríku eyddi níu árum á Ítalíu og sótti þar um hæli án árangurs, þótt ofbeldi og fordómar í garð samkynhneigðra sé þekkt vandamál í hans heimalandi. Annar maður frá Nígeríu sem misst hafði bróður sinn vegna Boko Haram eyddi tveimur árum í Svíþjóð og sótti þar um hæli án árangurs, þótt allir þekki til voðaverka Boko Haram. Við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd að Dyflinnarkerfið er gallað þó að ég gangi ekki svo langt að segja að það sé alslæmt. Það sem ég tel hvað alvarlegast er að Dyflinnarkerfið veldur því að einstaklingar fá ekki almennilega meðferð hælisumsóknar sinnar og verða „fórnarlömb“ kerfisins. Ég veit að endurskoðun Dyflinnarsamstarfs Íslands við ESB er komin á borð alþingismanna. Af því tilefni, vil ég skora á þá sem geta breytt kerfinu, að einblína á að styrkja flóttamannastefnu landsins og beina sjónum að því sem skiptir máli, þ.e. að bjarga fólki í neyð og virða alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar sínar, en ekki að fylgja Dyflinnarreglugerðum í blindni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Toshiki Toma Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef verið að fylgjast með málum nokkurra einstaklinga frá Afríku sem hafa sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Mál hvers og eins er sjálfstætt og einstakt en samt eru nokkur atriði sem þau eiga sameiginleg. Annars vegar sóttu allir um hæli áður í öðru Evrópulandi og hins vegar hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að vísa þeim á brott eftir tveggja eða þriggja ára dvöl á Íslandi. Einn þeirra er nú þegar búinn að fá dóm frá héraðsdómi sér í óhag. Dómstólum ber að fara eftir núgildandi lögum og ég hef svo sem ekkert um það að segja. En ég hef mikið að segja um Dyflinnarkerfið sjálft en að mínu mati hefur það allt of marga og veigamikla galla og virkar ekki lengur eins og það ætti að gera. Grikkland og Ítalía geta þar af leiðandi ekki sinnt þeim gríðarlega fjölda flóttamanna sem þar eru. Í Noregi og Svíþjóð er kerfið að verða erfiðara fyrir flóttamenn af pólitískum ástæðum. Noregur er núna að senda flóttafólk aftur til heimalands síns þar sem það á á hættu að verða ofsótt en það er bersýnilega brot á grunnreglunni um „non-refoulement“ sem alþjóðlegi sáttmálinn um réttarstöðu flóttamanna frá 1951 kveður á um.Á borði þingmanna Dyflinnarkerfið hvetur aðildarríki til að vanda til verka og fjalla um hælisumsóknir af sanngirni og vandvirkni. En sú er ekki raunin í dag. Samkynhneigður maður frá Afríku eyddi níu árum á Ítalíu og sótti þar um hæli án árangurs, þótt ofbeldi og fordómar í garð samkynhneigðra sé þekkt vandamál í hans heimalandi. Annar maður frá Nígeríu sem misst hafði bróður sinn vegna Boko Haram eyddi tveimur árum í Svíþjóð og sótti þar um hæli án árangurs, þótt allir þekki til voðaverka Boko Haram. Við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd að Dyflinnarkerfið er gallað þó að ég gangi ekki svo langt að segja að það sé alslæmt. Það sem ég tel hvað alvarlegast er að Dyflinnarkerfið veldur því að einstaklingar fá ekki almennilega meðferð hælisumsóknar sinnar og verða „fórnarlömb“ kerfisins. Ég veit að endurskoðun Dyflinnarsamstarfs Íslands við ESB er komin á borð alþingismanna. Af því tilefni, vil ég skora á þá sem geta breytt kerfinu, að einblína á að styrkja flóttamannastefnu landsins og beina sjónum að því sem skiptir máli, þ.e. að bjarga fólki í neyð og virða alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar sínar, en ekki að fylgja Dyflinnarreglugerðum í blindni.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun