Krabbameinsleit í ristli og endaþarmi á að vera til gagns Kristján Oddsson skrifar 10. febrúar 2015 07:00 Blái naglinn hóf í ársbyrjun að senda öllum landsmönnum sem eiga fimmtugsafmæli á árinu skimunarpróf til að leita að blóði í hægðum. Átak þetta á að vera til þriggja ára. Krabbameinsfélagið hefur staðið fyrir skipulegri skimun að krabbameini í leghálsi frá 1964 og í brjóstum frá 1988, í samvinnu við almenning, fagfólk og heilbrigðisyfirvöld. Krabbameinsfélagið leggur áherslu á að öll krabbameinsleit sé byggð á viðurkenndum rannsóknum og með hliðsjón af erlendum leitarleiðbeiningum til að tryggja faglegan grundvöll leitarinnar. Miðað við þekkingu og reynslu Krabbameinsfélagsins má fullyrða að aðferð Bláa naglans stenst alls ekki viðmið um skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Hér eru nefnd nokkur atriði:1. Næmi þess prófs sem Blái naglinn notar (EZ-Detect) er lítið, innan við 40%. Þetta þýðir að prófið greinir ekki rúmlega 60% þeirra sem hafa krabbamein í ristli og endaþarmi. Til fróðleiks má upplýsa að frumusýni frá leghálsi hefur um 70% næmi sem þykir ekki nægilega hátt. Þess vegna er öllum konum ráðlögð leghálskrabbameinsleit á þriggja ára fresti í rúmlega 40 ár.2. Rannsóknir sýna að EZ-Detect prófið er ónothæft til skimunar ristilkrabbameins vegna lágs næmis og það hefur aldrei verið metið í viðurkenndum rannsóknum. Lágt næmi þess getur því skapað falskt öryggi fyrir þátttakendur, þ.e. prófið getur sagt að þú sért ekki með krabbamein en í raun ertu með krabbamein en prófið hefur svo lélegt næmi að það greinir ekki krabbameinið.3. Skimunarpróf með svo lágt næmi eins og EZ-Detect prófið þyrfti að endurtaka mjög oft til að vera hugsanlega nothæft til skimunar. Þar sem enginn mælir með notkun þess finnast ekki neinar leiðbeiningar um hversu oft þyrfti að nota það svo það teldist nothæft til skimunar. Eitt próf við 50 ára aldur, eins og Blái naglinn stendur fyrir, stenst því engin viðmið skimunar og getur beinlínis verið hættulegt að reiða sig á slíkt próf.4. Erlendar leiðbeiningar um skimun ristilkrabbameins mæla með annaðhvort skimunarprófi sem athugar fyrir blóði í hægðum (high-sensitivity fecal occult blood tests) eða speglun (sigmoidoscopy, colonoscopy) sem eru endurtekin með reglulegu millibili á ákveðnu aldursbili.5. Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA), mælir með tveimur tegundum af hægðaprófum til skimunar fyrir ristilkrabbameini, guiaic-based (gFOBT) og fecal immunochemical testing (FIT) sem bæði hafa rúmlega 70% næmi. EZ-Detect prófið hefur minna en 40% næmi, eins og áður sagði, og telst því ónothæft til skimunar.6. EZ-Detect prófið er ekki viðurkennt af bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu né mælir eftirlitið með notkun prófsins við skimun á krabbameini í ristli og endaþarmi. Bandaríska krabbameinsfélagið (American Cancer Society) og önnur virt fagfélög mæla heldur ekki með EZ-Detect prófinu.7. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld (The U.S. Preventive Services Task Force) hafa gefið út leiðbeiningar varðandi skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. M.a. mæla þau með árlegri skimun með hægðaprófum sem hafa hátt næmi og/eða speglun eftir ákveðnum leiðbeiningum. Eitt lágnæmispróf við 50 ára aldur, eins og Blái naglinn stendur fyrir, stenst ekki lágmarksviðmið né faglega skoðun og er aðeins til þess fallið að veita falskt öryggi.8. Frumskilyrði skimunar er að hún geri meira gagn en skaða. Næmi, sértæki og spágildi prófa verður að vera ásættanlegt. Aðferð Bláa naglans uppfyllir ekkert af þessum skilyrðum.9. Til að skimun sé árangursrík þarf þátttaka að vera almenn og hagkvæm. Hún þarf að vera skipuleg með aðgengi að þjóðskrá og krabbameinsskrá. Það þurfa að vera miðlægar leiðbeiningar. Markhópur og bil milli skoðana þarf að vera vel skilgreint. Eftirlit og tölvuvædd miðlæg skráning þarf að vera örugg, góð og háð leyfi stjórnvalda. Skimun þarf að njóta góðs skilnings almennings, fagfólks og stjórnvalda. Aðferð Bláa naglans uppfyllir ekki þessi skilyrði.10. Krabbameinsfélagið ráðleggur fólki að hafa samband við lækni hafi það áhyggjur af krabbameini í ristli eða endaþarmi og ræða við hann um hvort og hvenær er tímabært að fara í skoðun, hvaða próf er ráðlegt og hvaða kosti og galla hvert og eitt þeirra hefur. Í mars 2014 stóð Krabbameinsfélagið, ásamt 11 fag- og sjúklingafélögum, að áskorun til heilbrigðisráðherra og alþingismanna um að hefja hópleit að krabbameini í ristli og endaþarmi. Tryggingarfélagið Okkar líf veitti Krabbameinsfélaginu nýverið veglegan styrk til að vinna að undirbúningi hópleitar fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi sem verður unnin í samráði við velferðarráðuneytið og Embætti landlæknis. Leitarstöð Krabbameinsfélagsins áréttar mikilvægi þess að faglega sé staðið að allri hópleit og hún sé gerð í samvinnu við almenning, fagfólk og stjórnvöld. Leitarstöðin vill nota tækifærið til að hvetja Bláa naglann til að hætta að senda fólki EZ-Detect prófið vegna þess að það veitir falskt öryggi og getur skaðað verðugt málefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Blái naglinn hóf í ársbyrjun að senda öllum landsmönnum sem eiga fimmtugsafmæli á árinu skimunarpróf til að leita að blóði í hægðum. Átak þetta á að vera til þriggja ára. Krabbameinsfélagið hefur staðið fyrir skipulegri skimun að krabbameini í leghálsi frá 1964 og í brjóstum frá 1988, í samvinnu við almenning, fagfólk og heilbrigðisyfirvöld. Krabbameinsfélagið leggur áherslu á að öll krabbameinsleit sé byggð á viðurkenndum rannsóknum og með hliðsjón af erlendum leitarleiðbeiningum til að tryggja faglegan grundvöll leitarinnar. Miðað við þekkingu og reynslu Krabbameinsfélagsins má fullyrða að aðferð Bláa naglans stenst alls ekki viðmið um skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Hér eru nefnd nokkur atriði:1. Næmi þess prófs sem Blái naglinn notar (EZ-Detect) er lítið, innan við 40%. Þetta þýðir að prófið greinir ekki rúmlega 60% þeirra sem hafa krabbamein í ristli og endaþarmi. Til fróðleiks má upplýsa að frumusýni frá leghálsi hefur um 70% næmi sem þykir ekki nægilega hátt. Þess vegna er öllum konum ráðlögð leghálskrabbameinsleit á þriggja ára fresti í rúmlega 40 ár.2. Rannsóknir sýna að EZ-Detect prófið er ónothæft til skimunar ristilkrabbameins vegna lágs næmis og það hefur aldrei verið metið í viðurkenndum rannsóknum. Lágt næmi þess getur því skapað falskt öryggi fyrir þátttakendur, þ.e. prófið getur sagt að þú sért ekki með krabbamein en í raun ertu með krabbamein en prófið hefur svo lélegt næmi að það greinir ekki krabbameinið.3. Skimunarpróf með svo lágt næmi eins og EZ-Detect prófið þyrfti að endurtaka mjög oft til að vera hugsanlega nothæft til skimunar. Þar sem enginn mælir með notkun þess finnast ekki neinar leiðbeiningar um hversu oft þyrfti að nota það svo það teldist nothæft til skimunar. Eitt próf við 50 ára aldur, eins og Blái naglinn stendur fyrir, stenst því engin viðmið skimunar og getur beinlínis verið hættulegt að reiða sig á slíkt próf.4. Erlendar leiðbeiningar um skimun ristilkrabbameins mæla með annaðhvort skimunarprófi sem athugar fyrir blóði í hægðum (high-sensitivity fecal occult blood tests) eða speglun (sigmoidoscopy, colonoscopy) sem eru endurtekin með reglulegu millibili á ákveðnu aldursbili.5. Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA), mælir með tveimur tegundum af hægðaprófum til skimunar fyrir ristilkrabbameini, guiaic-based (gFOBT) og fecal immunochemical testing (FIT) sem bæði hafa rúmlega 70% næmi. EZ-Detect prófið hefur minna en 40% næmi, eins og áður sagði, og telst því ónothæft til skimunar.6. EZ-Detect prófið er ekki viðurkennt af bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu né mælir eftirlitið með notkun prófsins við skimun á krabbameini í ristli og endaþarmi. Bandaríska krabbameinsfélagið (American Cancer Society) og önnur virt fagfélög mæla heldur ekki með EZ-Detect prófinu.7. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld (The U.S. Preventive Services Task Force) hafa gefið út leiðbeiningar varðandi skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. M.a. mæla þau með árlegri skimun með hægðaprófum sem hafa hátt næmi og/eða speglun eftir ákveðnum leiðbeiningum. Eitt lágnæmispróf við 50 ára aldur, eins og Blái naglinn stendur fyrir, stenst ekki lágmarksviðmið né faglega skoðun og er aðeins til þess fallið að veita falskt öryggi.8. Frumskilyrði skimunar er að hún geri meira gagn en skaða. Næmi, sértæki og spágildi prófa verður að vera ásættanlegt. Aðferð Bláa naglans uppfyllir ekkert af þessum skilyrðum.9. Til að skimun sé árangursrík þarf þátttaka að vera almenn og hagkvæm. Hún þarf að vera skipuleg með aðgengi að þjóðskrá og krabbameinsskrá. Það þurfa að vera miðlægar leiðbeiningar. Markhópur og bil milli skoðana þarf að vera vel skilgreint. Eftirlit og tölvuvædd miðlæg skráning þarf að vera örugg, góð og háð leyfi stjórnvalda. Skimun þarf að njóta góðs skilnings almennings, fagfólks og stjórnvalda. Aðferð Bláa naglans uppfyllir ekki þessi skilyrði.10. Krabbameinsfélagið ráðleggur fólki að hafa samband við lækni hafi það áhyggjur af krabbameini í ristli eða endaþarmi og ræða við hann um hvort og hvenær er tímabært að fara í skoðun, hvaða próf er ráðlegt og hvaða kosti og galla hvert og eitt þeirra hefur. Í mars 2014 stóð Krabbameinsfélagið, ásamt 11 fag- og sjúklingafélögum, að áskorun til heilbrigðisráðherra og alþingismanna um að hefja hópleit að krabbameini í ristli og endaþarmi. Tryggingarfélagið Okkar líf veitti Krabbameinsfélaginu nýverið veglegan styrk til að vinna að undirbúningi hópleitar fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi sem verður unnin í samráði við velferðarráðuneytið og Embætti landlæknis. Leitarstöð Krabbameinsfélagsins áréttar mikilvægi þess að faglega sé staðið að allri hópleit og hún sé gerð í samvinnu við almenning, fagfólk og stjórnvöld. Leitarstöðin vill nota tækifærið til að hvetja Bláa naglann til að hætta að senda fólki EZ-Detect prófið vegna þess að það veitir falskt öryggi og getur skaðað verðugt málefni.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar