Krabbameinsleit í ristli og endaþarmi á að vera til gagns Kristján Oddsson skrifar 10. febrúar 2015 07:00 Blái naglinn hóf í ársbyrjun að senda öllum landsmönnum sem eiga fimmtugsafmæli á árinu skimunarpróf til að leita að blóði í hægðum. Átak þetta á að vera til þriggja ára. Krabbameinsfélagið hefur staðið fyrir skipulegri skimun að krabbameini í leghálsi frá 1964 og í brjóstum frá 1988, í samvinnu við almenning, fagfólk og heilbrigðisyfirvöld. Krabbameinsfélagið leggur áherslu á að öll krabbameinsleit sé byggð á viðurkenndum rannsóknum og með hliðsjón af erlendum leitarleiðbeiningum til að tryggja faglegan grundvöll leitarinnar. Miðað við þekkingu og reynslu Krabbameinsfélagsins má fullyrða að aðferð Bláa naglans stenst alls ekki viðmið um skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Hér eru nefnd nokkur atriði:1. Næmi þess prófs sem Blái naglinn notar (EZ-Detect) er lítið, innan við 40%. Þetta þýðir að prófið greinir ekki rúmlega 60% þeirra sem hafa krabbamein í ristli og endaþarmi. Til fróðleiks má upplýsa að frumusýni frá leghálsi hefur um 70% næmi sem þykir ekki nægilega hátt. Þess vegna er öllum konum ráðlögð leghálskrabbameinsleit á þriggja ára fresti í rúmlega 40 ár.2. Rannsóknir sýna að EZ-Detect prófið er ónothæft til skimunar ristilkrabbameins vegna lágs næmis og það hefur aldrei verið metið í viðurkenndum rannsóknum. Lágt næmi þess getur því skapað falskt öryggi fyrir þátttakendur, þ.e. prófið getur sagt að þú sért ekki með krabbamein en í raun ertu með krabbamein en prófið hefur svo lélegt næmi að það greinir ekki krabbameinið.3. Skimunarpróf með svo lágt næmi eins og EZ-Detect prófið þyrfti að endurtaka mjög oft til að vera hugsanlega nothæft til skimunar. Þar sem enginn mælir með notkun þess finnast ekki neinar leiðbeiningar um hversu oft þyrfti að nota það svo það teldist nothæft til skimunar. Eitt próf við 50 ára aldur, eins og Blái naglinn stendur fyrir, stenst því engin viðmið skimunar og getur beinlínis verið hættulegt að reiða sig á slíkt próf.4. Erlendar leiðbeiningar um skimun ristilkrabbameins mæla með annaðhvort skimunarprófi sem athugar fyrir blóði í hægðum (high-sensitivity fecal occult blood tests) eða speglun (sigmoidoscopy, colonoscopy) sem eru endurtekin með reglulegu millibili á ákveðnu aldursbili.5. Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA), mælir með tveimur tegundum af hægðaprófum til skimunar fyrir ristilkrabbameini, guiaic-based (gFOBT) og fecal immunochemical testing (FIT) sem bæði hafa rúmlega 70% næmi. EZ-Detect prófið hefur minna en 40% næmi, eins og áður sagði, og telst því ónothæft til skimunar.6. EZ-Detect prófið er ekki viðurkennt af bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu né mælir eftirlitið með notkun prófsins við skimun á krabbameini í ristli og endaþarmi. Bandaríska krabbameinsfélagið (American Cancer Society) og önnur virt fagfélög mæla heldur ekki með EZ-Detect prófinu.7. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld (The U.S. Preventive Services Task Force) hafa gefið út leiðbeiningar varðandi skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. M.a. mæla þau með árlegri skimun með hægðaprófum sem hafa hátt næmi og/eða speglun eftir ákveðnum leiðbeiningum. Eitt lágnæmispróf við 50 ára aldur, eins og Blái naglinn stendur fyrir, stenst ekki lágmarksviðmið né faglega skoðun og er aðeins til þess fallið að veita falskt öryggi.8. Frumskilyrði skimunar er að hún geri meira gagn en skaða. Næmi, sértæki og spágildi prófa verður að vera ásættanlegt. Aðferð Bláa naglans uppfyllir ekkert af þessum skilyrðum.9. Til að skimun sé árangursrík þarf þátttaka að vera almenn og hagkvæm. Hún þarf að vera skipuleg með aðgengi að þjóðskrá og krabbameinsskrá. Það þurfa að vera miðlægar leiðbeiningar. Markhópur og bil milli skoðana þarf að vera vel skilgreint. Eftirlit og tölvuvædd miðlæg skráning þarf að vera örugg, góð og háð leyfi stjórnvalda. Skimun þarf að njóta góðs skilnings almennings, fagfólks og stjórnvalda. Aðferð Bláa naglans uppfyllir ekki þessi skilyrði.10. Krabbameinsfélagið ráðleggur fólki að hafa samband við lækni hafi það áhyggjur af krabbameini í ristli eða endaþarmi og ræða við hann um hvort og hvenær er tímabært að fara í skoðun, hvaða próf er ráðlegt og hvaða kosti og galla hvert og eitt þeirra hefur. Í mars 2014 stóð Krabbameinsfélagið, ásamt 11 fag- og sjúklingafélögum, að áskorun til heilbrigðisráðherra og alþingismanna um að hefja hópleit að krabbameini í ristli og endaþarmi. Tryggingarfélagið Okkar líf veitti Krabbameinsfélaginu nýverið veglegan styrk til að vinna að undirbúningi hópleitar fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi sem verður unnin í samráði við velferðarráðuneytið og Embætti landlæknis. Leitarstöð Krabbameinsfélagsins áréttar mikilvægi þess að faglega sé staðið að allri hópleit og hún sé gerð í samvinnu við almenning, fagfólk og stjórnvöld. Leitarstöðin vill nota tækifærið til að hvetja Bláa naglann til að hætta að senda fólki EZ-Detect prófið vegna þess að það veitir falskt öryggi og getur skaðað verðugt málefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Blái naglinn hóf í ársbyrjun að senda öllum landsmönnum sem eiga fimmtugsafmæli á árinu skimunarpróf til að leita að blóði í hægðum. Átak þetta á að vera til þriggja ára. Krabbameinsfélagið hefur staðið fyrir skipulegri skimun að krabbameini í leghálsi frá 1964 og í brjóstum frá 1988, í samvinnu við almenning, fagfólk og heilbrigðisyfirvöld. Krabbameinsfélagið leggur áherslu á að öll krabbameinsleit sé byggð á viðurkenndum rannsóknum og með hliðsjón af erlendum leitarleiðbeiningum til að tryggja faglegan grundvöll leitarinnar. Miðað við þekkingu og reynslu Krabbameinsfélagsins má fullyrða að aðferð Bláa naglans stenst alls ekki viðmið um skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Hér eru nefnd nokkur atriði:1. Næmi þess prófs sem Blái naglinn notar (EZ-Detect) er lítið, innan við 40%. Þetta þýðir að prófið greinir ekki rúmlega 60% þeirra sem hafa krabbamein í ristli og endaþarmi. Til fróðleiks má upplýsa að frumusýni frá leghálsi hefur um 70% næmi sem þykir ekki nægilega hátt. Þess vegna er öllum konum ráðlögð leghálskrabbameinsleit á þriggja ára fresti í rúmlega 40 ár.2. Rannsóknir sýna að EZ-Detect prófið er ónothæft til skimunar ristilkrabbameins vegna lágs næmis og það hefur aldrei verið metið í viðurkenndum rannsóknum. Lágt næmi þess getur því skapað falskt öryggi fyrir þátttakendur, þ.e. prófið getur sagt að þú sért ekki með krabbamein en í raun ertu með krabbamein en prófið hefur svo lélegt næmi að það greinir ekki krabbameinið.3. Skimunarpróf með svo lágt næmi eins og EZ-Detect prófið þyrfti að endurtaka mjög oft til að vera hugsanlega nothæft til skimunar. Þar sem enginn mælir með notkun þess finnast ekki neinar leiðbeiningar um hversu oft þyrfti að nota það svo það teldist nothæft til skimunar. Eitt próf við 50 ára aldur, eins og Blái naglinn stendur fyrir, stenst því engin viðmið skimunar og getur beinlínis verið hættulegt að reiða sig á slíkt próf.4. Erlendar leiðbeiningar um skimun ristilkrabbameins mæla með annaðhvort skimunarprófi sem athugar fyrir blóði í hægðum (high-sensitivity fecal occult blood tests) eða speglun (sigmoidoscopy, colonoscopy) sem eru endurtekin með reglulegu millibili á ákveðnu aldursbili.5. Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA), mælir með tveimur tegundum af hægðaprófum til skimunar fyrir ristilkrabbameini, guiaic-based (gFOBT) og fecal immunochemical testing (FIT) sem bæði hafa rúmlega 70% næmi. EZ-Detect prófið hefur minna en 40% næmi, eins og áður sagði, og telst því ónothæft til skimunar.6. EZ-Detect prófið er ekki viðurkennt af bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu né mælir eftirlitið með notkun prófsins við skimun á krabbameini í ristli og endaþarmi. Bandaríska krabbameinsfélagið (American Cancer Society) og önnur virt fagfélög mæla heldur ekki með EZ-Detect prófinu.7. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld (The U.S. Preventive Services Task Force) hafa gefið út leiðbeiningar varðandi skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. M.a. mæla þau með árlegri skimun með hægðaprófum sem hafa hátt næmi og/eða speglun eftir ákveðnum leiðbeiningum. Eitt lágnæmispróf við 50 ára aldur, eins og Blái naglinn stendur fyrir, stenst ekki lágmarksviðmið né faglega skoðun og er aðeins til þess fallið að veita falskt öryggi.8. Frumskilyrði skimunar er að hún geri meira gagn en skaða. Næmi, sértæki og spágildi prófa verður að vera ásættanlegt. Aðferð Bláa naglans uppfyllir ekkert af þessum skilyrðum.9. Til að skimun sé árangursrík þarf þátttaka að vera almenn og hagkvæm. Hún þarf að vera skipuleg með aðgengi að þjóðskrá og krabbameinsskrá. Það þurfa að vera miðlægar leiðbeiningar. Markhópur og bil milli skoðana þarf að vera vel skilgreint. Eftirlit og tölvuvædd miðlæg skráning þarf að vera örugg, góð og háð leyfi stjórnvalda. Skimun þarf að njóta góðs skilnings almennings, fagfólks og stjórnvalda. Aðferð Bláa naglans uppfyllir ekki þessi skilyrði.10. Krabbameinsfélagið ráðleggur fólki að hafa samband við lækni hafi það áhyggjur af krabbameini í ristli eða endaþarmi og ræða við hann um hvort og hvenær er tímabært að fara í skoðun, hvaða próf er ráðlegt og hvaða kosti og galla hvert og eitt þeirra hefur. Í mars 2014 stóð Krabbameinsfélagið, ásamt 11 fag- og sjúklingafélögum, að áskorun til heilbrigðisráðherra og alþingismanna um að hefja hópleit að krabbameini í ristli og endaþarmi. Tryggingarfélagið Okkar líf veitti Krabbameinsfélaginu nýverið veglegan styrk til að vinna að undirbúningi hópleitar fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi sem verður unnin í samráði við velferðarráðuneytið og Embætti landlæknis. Leitarstöð Krabbameinsfélagsins áréttar mikilvægi þess að faglega sé staðið að allri hópleit og hún sé gerð í samvinnu við almenning, fagfólk og stjórnvöld. Leitarstöðin vill nota tækifærið til að hvetja Bláa naglann til að hætta að senda fólki EZ-Detect prófið vegna þess að það veitir falskt öryggi og getur skaðað verðugt málefni.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun