Villandi gögn hjá sparisjóði kolbeinn óttarsson proppé skrifar 10. febrúar 2015 07:45 Staða Sparisjóðs Bolungarvíkur er sögð vera mun verri en gefið var upp við samruna við Sparisjóð Norðurlands. vísir/Pjetur Sparisjóður Norðurlands hefur þurft að fara í verulega niðurfærslu á lánasafni fyrrverandi Sparisjóðs Bolungarvíkur, en samruni sjóðanna tveggja, undir heiti og kennitölu Sparisjóðs Norðurlands, varð í fyrra. Í bréfi sem sparisjóðsstjóri og stjórnarformaður Sparisjóðs Norðurlands sendu stofnfjáreigendum sameinaða sjóðsins kemur fram að upplýsingar sem fyrir lágu um Sparisjóð Bolungarvíkur hafi verið „mjög villandi um raunverulega stöðu sjóðsins“. Samruninn var samþykktur í júní í fyrra og fyrir hann var gerð úttekt á sjóðunum tveimur. Stjórnendur sameinaðs sjóðs standa nú frammi fyrir því að lánasafn Sparisjóðs Bolungarvíkur hafi verið ofmetið. Í bréfinu til stofnfjáreigendanna segir: „Við skoðun á lánasafni fyrrum Sparisjóðs Bolungarvíkur hefur komið í ljós að lánasafn sjóðsins er verulega laskað og stendur engan veginn undir þeim upphæðum sem bókaðar hafa verið í reikningum sjóðsins um síðastliðin áramót [2013/14]. Við gerð sex mánaða uppgjörs fyrir sameinaðan sjóð nú er það niðurstaða málsins að færa þurfi Bolungarvíkurlánasafnið niður um 207 milljónir kr.“ Hólmgeir Karlsson, stjórnarformaður sameinaðs Sparisjóðs Norðurlands, segir raunverulega stöðu Sparisjóðs Bolungarvíkur hafa komið núverandi stjórnendum í opna skjöldu. „Hún kom okkur verulega á óvart og er ekki í samræmi við þau gögn sem lögð voru fram við samrunaáætlun.“Sami endurskoðandi beggja sparisjóða Gunnar Þorvarðarson, endurskoðandi hjá Deloitte, skrifar undir ársreikning Sparisjóðs Bolungarvíkur fyrir árið 2013, þar sem ekkert kemur fram um yfirvofandi niðurfærslu. Nokkrum mánuðum síðar skrifar hann undir árshlutareikning Sparisjóðs Norðurlands þar sem segir frá nauðsyn þess að fara í „verulegra niðurfærslu á lánasafni fyrrum Sparisjóðs Bolungarvíkur sem ekki lá fyrir við samruna“.Uppfært 17. febrúar klukkan 10:15Áréttingi frá Deloitte:Vegna fréttaflutnings af málefnum Sparisjóðs Bolungarvíkur vill Deloitte ehf. benda á að áritun félagsins á ársreikningi Sparisjóðs Bolungarvíkur fyrir árið 2013 innheldur bæði fyrirvara vegna færslu skattinneignar og ábendingarmálsgrein vegna óvissu um mat á eignum sparisjóðsins og rekstrarhæfi. Vísað er í skýringar 34 og 35 í ársreikningi í því sambandi. Í skýringu 34 segir meðal annars: „Stjórnendur hafa lagt mat á útlán í árslok 2013 miðað við forsendur sem lágu fyrir en vegna þessara óvenjulegu aðstæðna ríkir óvissa um mat útlána sjóðsins sem gæti haft áhrif á stöðu og rekstrarhæfi hans.“Einnig kemur fram að samruninn hafi verið samþykktur í júní í fyrra og fyrir hann var gerð úttekt á sjóðunum tveimur. Deloitte vill benda á að félagið kom ekki að þessum úttektum fyrir sjóðina. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
Sparisjóður Norðurlands hefur þurft að fara í verulega niðurfærslu á lánasafni fyrrverandi Sparisjóðs Bolungarvíkur, en samruni sjóðanna tveggja, undir heiti og kennitölu Sparisjóðs Norðurlands, varð í fyrra. Í bréfi sem sparisjóðsstjóri og stjórnarformaður Sparisjóðs Norðurlands sendu stofnfjáreigendum sameinaða sjóðsins kemur fram að upplýsingar sem fyrir lágu um Sparisjóð Bolungarvíkur hafi verið „mjög villandi um raunverulega stöðu sjóðsins“. Samruninn var samþykktur í júní í fyrra og fyrir hann var gerð úttekt á sjóðunum tveimur. Stjórnendur sameinaðs sjóðs standa nú frammi fyrir því að lánasafn Sparisjóðs Bolungarvíkur hafi verið ofmetið. Í bréfinu til stofnfjáreigendanna segir: „Við skoðun á lánasafni fyrrum Sparisjóðs Bolungarvíkur hefur komið í ljós að lánasafn sjóðsins er verulega laskað og stendur engan veginn undir þeim upphæðum sem bókaðar hafa verið í reikningum sjóðsins um síðastliðin áramót [2013/14]. Við gerð sex mánaða uppgjörs fyrir sameinaðan sjóð nú er það niðurstaða málsins að færa þurfi Bolungarvíkurlánasafnið niður um 207 milljónir kr.“ Hólmgeir Karlsson, stjórnarformaður sameinaðs Sparisjóðs Norðurlands, segir raunverulega stöðu Sparisjóðs Bolungarvíkur hafa komið núverandi stjórnendum í opna skjöldu. „Hún kom okkur verulega á óvart og er ekki í samræmi við þau gögn sem lögð voru fram við samrunaáætlun.“Sami endurskoðandi beggja sparisjóða Gunnar Þorvarðarson, endurskoðandi hjá Deloitte, skrifar undir ársreikning Sparisjóðs Bolungarvíkur fyrir árið 2013, þar sem ekkert kemur fram um yfirvofandi niðurfærslu. Nokkrum mánuðum síðar skrifar hann undir árshlutareikning Sparisjóðs Norðurlands þar sem segir frá nauðsyn þess að fara í „verulegra niðurfærslu á lánasafni fyrrum Sparisjóðs Bolungarvíkur sem ekki lá fyrir við samruna“.Uppfært 17. febrúar klukkan 10:15Áréttingi frá Deloitte:Vegna fréttaflutnings af málefnum Sparisjóðs Bolungarvíkur vill Deloitte ehf. benda á að áritun félagsins á ársreikningi Sparisjóðs Bolungarvíkur fyrir árið 2013 innheldur bæði fyrirvara vegna færslu skattinneignar og ábendingarmálsgrein vegna óvissu um mat á eignum sparisjóðsins og rekstrarhæfi. Vísað er í skýringar 34 og 35 í ársreikningi í því sambandi. Í skýringu 34 segir meðal annars: „Stjórnendur hafa lagt mat á útlán í árslok 2013 miðað við forsendur sem lágu fyrir en vegna þessara óvenjulegu aðstæðna ríkir óvissa um mat útlána sjóðsins sem gæti haft áhrif á stöðu og rekstrarhæfi hans.“Einnig kemur fram að samruninn hafi verið samþykktur í júní í fyrra og fyrir hann var gerð úttekt á sjóðunum tveimur. Deloitte vill benda á að félagið kom ekki að þessum úttektum fyrir sjóðina.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira