Hægt að panta leigubíl með appi hjá BSR ingvar haraldsson skrifar 10. febrúar 2015 13:07 Guðmundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri BSR, segist sannfærður um að appið muni borga sig. vísir/ Bifreiðarstöð Reykjavíkur (BSR) hefur gefið út app eða smáforrit sem hægt er að panta leigubílaferðir í gegnum. Appið ber nafnið „BSR appið“ og er nú fáanlegt í prufuútgáfu í Playstore í Android símum og Appstore í símum og spjaldtölvum frá Apple. Guðmundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri BSR, segir að appið komi formlega út í þessum mánuði eða þeim næsta. „Þetta er búið að vera í prufukeyrslu síðan í nóvember. Nú erum við búin að keyra algjörlega á appinu í eina viku og það hefur gengið frábærlega,“ segir Guðmundur. Hann segir um þrjú kerfi að ræða, eitt fyrir bílstjóra, annað fyrir viðskiptavini og það þriðja fyrir stjórnstöð BSR.Hægt verður að greiða með appinu á næstu vikum Guðmundur segir að í prufuútgáfunni sé ekki hægt að sjá hvar bílstjórinn sem sæki viðskiptavininn sé staddur. Sú viðbót sé hinsvegar væntanleg í næstu útgáfu. Þá sé verið að bíða eftir samþykki greiðslumiðlunar svo hægt sé að greiða fyrir ferðir með appinu. Hann á von á að það samþykki fáist á næstu vikum. Guðmundur segir appið hannað af íslenska fyrirtækinu Reontech og því alíslensk framleiðslu. „Með því að hafa hönnunina íslenska höfum við sparað þjóðarbúinu tugi milljóna í gjaldeyristekjur,“ segir hann.Segir Uber ekki henta íslenskum aðstæðum Aðspurður hvort BSR sé að svara hugsanlegri samkeppni Uber hér á landi segir Guðmundur að Uber henti ekki fyrir íslenskar aðstæður. „Þetta er betra kerfi en Uber. Þú hringir ekkert í Uber ef að þú þarft að kvarta yfir einhverju,“ segir Guðmundur. Uber er leigubílaþjónusta þar sem ferðir er pantaðar og greiddar með appi. Fyrirtækið tilkynnti í desember síðastliðnum að vinna væri hafin við að bjóða upp á leigubílaþjónustu á Íslandi.Sjá einnig: Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Guðmundur segir kostnað við hönnun appsins hafa verið umtalsverðan fyrir BSR. „Við erum sannfærð um að þetta muni borga sig,“ segir Guðmundur . Hann vonast til að með appinu muni viðskiptavinum BSR fjölga og markaðshlutdeild fyrirtækisins á leigubílamarkaði sem nú sé um 20 prósent aukast. „Túrarnir sem koma í gegnum appið verða hrein viðbót,“ segir Guðmundur. Hann segir að í framhaldinu verði starfsmönnum í símveri fjölgað til að auka þjónustuna við viðskiptavini BSR. Tækni Tengdar fréttir Uber margfaldaði verð í Sydney eftir gíslatökuna Ákváðu síðar að skutla öllum frítt af svæðinu. 15. desember 2014 09:37 Notandi dásamar Uber en leigubílstjórar eru uggandi Bandaríska hugbúnaðar- og leigubílafyrirtækið Uber er með til skoðunar að hefja rekstur á Íslandi en fyrirtækið hefur notið gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum og víðar. 12. desember 2014 20:56 Uber bannað á Spáni Fjórða landið til að banna starfsemi fyrirtækisins í vikunni. 9. desember 2014 15:32 Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06 Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Bifreiðarstöð Reykjavíkur (BSR) hefur gefið út app eða smáforrit sem hægt er að panta leigubílaferðir í gegnum. Appið ber nafnið „BSR appið“ og er nú fáanlegt í prufuútgáfu í Playstore í Android símum og Appstore í símum og spjaldtölvum frá Apple. Guðmundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri BSR, segir að appið komi formlega út í þessum mánuði eða þeim næsta. „Þetta er búið að vera í prufukeyrslu síðan í nóvember. Nú erum við búin að keyra algjörlega á appinu í eina viku og það hefur gengið frábærlega,“ segir Guðmundur. Hann segir um þrjú kerfi að ræða, eitt fyrir bílstjóra, annað fyrir viðskiptavini og það þriðja fyrir stjórnstöð BSR.Hægt verður að greiða með appinu á næstu vikum Guðmundur segir að í prufuútgáfunni sé ekki hægt að sjá hvar bílstjórinn sem sæki viðskiptavininn sé staddur. Sú viðbót sé hinsvegar væntanleg í næstu útgáfu. Þá sé verið að bíða eftir samþykki greiðslumiðlunar svo hægt sé að greiða fyrir ferðir með appinu. Hann á von á að það samþykki fáist á næstu vikum. Guðmundur segir appið hannað af íslenska fyrirtækinu Reontech og því alíslensk framleiðslu. „Með því að hafa hönnunina íslenska höfum við sparað þjóðarbúinu tugi milljóna í gjaldeyristekjur,“ segir hann.Segir Uber ekki henta íslenskum aðstæðum Aðspurður hvort BSR sé að svara hugsanlegri samkeppni Uber hér á landi segir Guðmundur að Uber henti ekki fyrir íslenskar aðstæður. „Þetta er betra kerfi en Uber. Þú hringir ekkert í Uber ef að þú þarft að kvarta yfir einhverju,“ segir Guðmundur. Uber er leigubílaþjónusta þar sem ferðir er pantaðar og greiddar með appi. Fyrirtækið tilkynnti í desember síðastliðnum að vinna væri hafin við að bjóða upp á leigubílaþjónustu á Íslandi.Sjá einnig: Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Guðmundur segir kostnað við hönnun appsins hafa verið umtalsverðan fyrir BSR. „Við erum sannfærð um að þetta muni borga sig,“ segir Guðmundur . Hann vonast til að með appinu muni viðskiptavinum BSR fjölga og markaðshlutdeild fyrirtækisins á leigubílamarkaði sem nú sé um 20 prósent aukast. „Túrarnir sem koma í gegnum appið verða hrein viðbót,“ segir Guðmundur. Hann segir að í framhaldinu verði starfsmönnum í símveri fjölgað til að auka þjónustuna við viðskiptavini BSR.
Tækni Tengdar fréttir Uber margfaldaði verð í Sydney eftir gíslatökuna Ákváðu síðar að skutla öllum frítt af svæðinu. 15. desember 2014 09:37 Notandi dásamar Uber en leigubílstjórar eru uggandi Bandaríska hugbúnaðar- og leigubílafyrirtækið Uber er með til skoðunar að hefja rekstur á Íslandi en fyrirtækið hefur notið gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum og víðar. 12. desember 2014 20:56 Uber bannað á Spáni Fjórða landið til að banna starfsemi fyrirtækisins í vikunni. 9. desember 2014 15:32 Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06 Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Uber margfaldaði verð í Sydney eftir gíslatökuna Ákváðu síðar að skutla öllum frítt af svæðinu. 15. desember 2014 09:37
Notandi dásamar Uber en leigubílstjórar eru uggandi Bandaríska hugbúnaðar- og leigubílafyrirtækið Uber er með til skoðunar að hefja rekstur á Íslandi en fyrirtækið hefur notið gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum og víðar. 12. desember 2014 20:56
Uber bannað á Spáni Fjórða landið til að banna starfsemi fyrirtækisins í vikunni. 9. desember 2014 15:32
Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06