Uber vinnur nú að því að bjóða leigubílaþjónustu sína hér á landi. Nógu margar undirskriftir hafa safnast á síðu fyrirtækisins til að þeir hefji undirbúning að því að hefja starfsemi í Reykjavík en fyrirtækið hefur sjálft sett sér viðmið um hversu margir þurfi að óska eftir þjónustunni til að hún verði veitt. Viðskiptablaðið greindi frá því í dag.
Á sama tíma og greint er frá þessu á vef fyrirtækisins á fyrirtækið undir högg að sækja í Bandaríkjunum og Indlandi. Stjórnvöld í Delhi á Indlandi hafa bannað starfsemi Uber eftir að ásakanir voru settar fram á hendur bílstjóra að hafa nauðgað kvenkyns farþega.
Konan, sem er 26 ára, notaði Uber appið til að bóka leigubíl til að komast heim til sín. Hún var hinsvegar keyrð á afskekktan stað og nauðgað, að því er segir á vef BBC. Ökumaðurinn er í haldi lögreglunnar en á að koma fyrir dómara í dag.
Uber, sem hefur farið ört vaxandi á Indlandi, er sakað um að hafa ekki framkvæmd nægjanlega bakgrunnsathugun á í bílstjóranum áður en honum var heimilað að keyra fyrir Uber. Erfitt er fyrir yfirvöld að framfylgja banninu og tekur Uber enn við pöntunum í gegnum app fyrirtækisins. Bílar þess eru ekki auðkenndir með neinum hætti.
Uber er starfrækt í 51 landi í dag. Þar á meðal Svíþjóð, Danmörku og Noregi.
Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík
Aðalsteinn Kjartansson skrifar

Mest lesið

Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar
Viðskipti innlent

Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures
Viðskipti innlent

Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn
Viðskipti innlent

Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB
Viðskipti erlent

Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi
Viðskipti innlent

Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis
Viðskipti innlent

Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna
Viðskipti innlent

Íbúðum í byggingu fækkar
Viðskipti innlent

Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér
Viðskipti innlent
