Notandi dásamar Uber en leigubílstjórar eru uggandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. desember 2014 20:56 Íslenskir leigubílstjórar ætla að berjast hart gegn innreið bandaríska fyrirtækisins Uber á íslenskan leigubílamarkað, eitt fyrirtæki er þó að nútímavæðast með appi. Bandaríska hugbúnaðar- og leigubílafyrirtækið Uber er með til skoðunar að hefja rekstur á Íslandi en fyrirtækið hefur notið gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum og víðar. Uber kemur í nokkrum flokkum en lægsti flokkurinn heimilar í raun hverjum sem er að taka farþega gegn greiðslu svo lengi sem viðkomandi hefur verið samþykktur af Uber. Viðskiptavinir Uber panta sér bíla með appi í símanum og geta séð á korti hvar bílarnir eru staðsettir. Biðin eftir bíl er margfalt styttri en hjá venjulegum leigubílum og notendur geta stjórnað tónlistinni í bílunum á meðan á ferð stendur með því að tengjast hljóðkerfi bílsins gegnum Spotify. Viðskiptavinurinn fær tölvupóst að lokinni ferð, eins og þessa hér frá Uber í París, með öllum upplýsingum og mynd af bílstjóranum auk korts með leiðinni sem var ekin. Íslenskur leigubílamarkaður hefur lítið breyst á undanförnum áratugum, ef undan eru skildar nýjungar í greiðslumiðlun. Tvö fyrirtæki eru ráðandi á markaðnum, Hreyfill og BSR. Ljóst er að innkoma Uber inn á þennan markað myndi gjörbreyta honum og eflaust veita Hreyfli og BSR harða samkeppni. Leigubílaakstur er leyfisskyld starfsemi og ljóst er að breyta þarf reglugerð um leigubílstjóra ef Uber á að geta hafið hér rekstur. Ástgeir Þorsteinsson er formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðarstjóra. „Samkeppni frá Uber er náttúrulega ekki samkvæmt lögum um leigubíla. Þetta er takmörkun hérna og það samræmist ekki að einhverjir einstaklingar geti fengið þetta. Það hefur gerst víða um heim að einstaklingar hafa notað þetta sem alls ekki eru með leyfi til atvinnureksturs á leigubíl. Það er bara þar sem málið stendur.“Heldurðu að íslenskir leigubílstjórar muni nútímavæða þjónustuna sína, til dæmis með öppum fyrir snjallsíma til að mæta samkeppni?„Já, eflaust. Það stendur til á einni stöð en það er ekki komið í gagnið. Ég veit ekki hvernig það verður.“ Ástgeir segir að bandalagið muni beita sér gegn innreið Uber á markaðinn. „Ef ekki verða löglegir menn sem að fara að nota þetta að þá munum við að sjálfsögðu sporna gegn því. Menn eru að berjast gegn þessu víða um heim, til dæmis á Indlandi núna.“ Ástgeir er þarna að vísa til þess að stjórnvöld í Delhi á Indlandi bönnuðu Uber eftir að ásakanir voru settar fram á hendur bílstjóra að hafa nauðgað kvenkyns farþega. Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson, rekstrarstjóri Plain Vanilla og einn stofnenda hugbúnaðarfyrirtækisins Clara, bjó um þriggja ára skeiðí San Fransisco og var viðskiptavinur Uber. „Ég bjó í San Fransisco í þrjú ár og fékk þá tækifæri til að nýta þessa þjónustu nánast á hverjum degi, oft í viku, og hún er ótrúlega góð. Maður sér á korti á símanum sínum hvað er langt í bílinn, maður þarf ekki að tala við einhverja móttökustöð sem hefur ekki hugmynd um hvar bílarnir eru. Þeir eru miklu kurteisari og gæta umferðarlaganna miklu betur. Greiðslurnar eru allar í gegnum símann þinn, þú þarft aldrei að taka upp veskið þegar þú ert á leiðinni út. Þannig að allt í allt er þessi reynsla mjög þægileg.“ Tengdar fréttir Uber bannað í Taílandi Ökumenn fyrirtækisins ekki með leyfi til að stunda akstur í atvinnuskyni. 9. desember 2014 11:45 Uber bannað á Spáni Fjórða landið til að banna starfsemi fyrirtækisins í vikunni. 9. desember 2014 15:32 Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06 Mest lesið „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Íslenskir leigubílstjórar ætla að berjast hart gegn innreið bandaríska fyrirtækisins Uber á íslenskan leigubílamarkað, eitt fyrirtæki er þó að nútímavæðast með appi. Bandaríska hugbúnaðar- og leigubílafyrirtækið Uber er með til skoðunar að hefja rekstur á Íslandi en fyrirtækið hefur notið gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum og víðar. Uber kemur í nokkrum flokkum en lægsti flokkurinn heimilar í raun hverjum sem er að taka farþega gegn greiðslu svo lengi sem viðkomandi hefur verið samþykktur af Uber. Viðskiptavinir Uber panta sér bíla með appi í símanum og geta séð á korti hvar bílarnir eru staðsettir. Biðin eftir bíl er margfalt styttri en hjá venjulegum leigubílum og notendur geta stjórnað tónlistinni í bílunum á meðan á ferð stendur með því að tengjast hljóðkerfi bílsins gegnum Spotify. Viðskiptavinurinn fær tölvupóst að lokinni ferð, eins og þessa hér frá Uber í París, með öllum upplýsingum og mynd af bílstjóranum auk korts með leiðinni sem var ekin. Íslenskur leigubílamarkaður hefur lítið breyst á undanförnum áratugum, ef undan eru skildar nýjungar í greiðslumiðlun. Tvö fyrirtæki eru ráðandi á markaðnum, Hreyfill og BSR. Ljóst er að innkoma Uber inn á þennan markað myndi gjörbreyta honum og eflaust veita Hreyfli og BSR harða samkeppni. Leigubílaakstur er leyfisskyld starfsemi og ljóst er að breyta þarf reglugerð um leigubílstjóra ef Uber á að geta hafið hér rekstur. Ástgeir Þorsteinsson er formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðarstjóra. „Samkeppni frá Uber er náttúrulega ekki samkvæmt lögum um leigubíla. Þetta er takmörkun hérna og það samræmist ekki að einhverjir einstaklingar geti fengið þetta. Það hefur gerst víða um heim að einstaklingar hafa notað þetta sem alls ekki eru með leyfi til atvinnureksturs á leigubíl. Það er bara þar sem málið stendur.“Heldurðu að íslenskir leigubílstjórar muni nútímavæða þjónustuna sína, til dæmis með öppum fyrir snjallsíma til að mæta samkeppni?„Já, eflaust. Það stendur til á einni stöð en það er ekki komið í gagnið. Ég veit ekki hvernig það verður.“ Ástgeir segir að bandalagið muni beita sér gegn innreið Uber á markaðinn. „Ef ekki verða löglegir menn sem að fara að nota þetta að þá munum við að sjálfsögðu sporna gegn því. Menn eru að berjast gegn þessu víða um heim, til dæmis á Indlandi núna.“ Ástgeir er þarna að vísa til þess að stjórnvöld í Delhi á Indlandi bönnuðu Uber eftir að ásakanir voru settar fram á hendur bílstjóra að hafa nauðgað kvenkyns farþega. Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson, rekstrarstjóri Plain Vanilla og einn stofnenda hugbúnaðarfyrirtækisins Clara, bjó um þriggja ára skeiðí San Fransisco og var viðskiptavinur Uber. „Ég bjó í San Fransisco í þrjú ár og fékk þá tækifæri til að nýta þessa þjónustu nánast á hverjum degi, oft í viku, og hún er ótrúlega góð. Maður sér á korti á símanum sínum hvað er langt í bílinn, maður þarf ekki að tala við einhverja móttökustöð sem hefur ekki hugmynd um hvar bílarnir eru. Þeir eru miklu kurteisari og gæta umferðarlaganna miklu betur. Greiðslurnar eru allar í gegnum símann þinn, þú þarft aldrei að taka upp veskið þegar þú ert á leiðinni út. Þannig að allt í allt er þessi reynsla mjög þægileg.“
Tengdar fréttir Uber bannað í Taílandi Ökumenn fyrirtækisins ekki með leyfi til að stunda akstur í atvinnuskyni. 9. desember 2014 11:45 Uber bannað á Spáni Fjórða landið til að banna starfsemi fyrirtækisins í vikunni. 9. desember 2014 15:32 Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06 Mest lesið „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Uber bannað í Taílandi Ökumenn fyrirtækisins ekki með leyfi til að stunda akstur í atvinnuskyni. 9. desember 2014 11:45
Uber bannað á Spáni Fjórða landið til að banna starfsemi fyrirtækisins í vikunni. 9. desember 2014 15:32
Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06