Notandi dásamar Uber en leigubílstjórar eru uggandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. desember 2014 20:56 Íslenskir leigubílstjórar ætla að berjast hart gegn innreið bandaríska fyrirtækisins Uber á íslenskan leigubílamarkað, eitt fyrirtæki er þó að nútímavæðast með appi. Bandaríska hugbúnaðar- og leigubílafyrirtækið Uber er með til skoðunar að hefja rekstur á Íslandi en fyrirtækið hefur notið gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum og víðar. Uber kemur í nokkrum flokkum en lægsti flokkurinn heimilar í raun hverjum sem er að taka farþega gegn greiðslu svo lengi sem viðkomandi hefur verið samþykktur af Uber. Viðskiptavinir Uber panta sér bíla með appi í símanum og geta séð á korti hvar bílarnir eru staðsettir. Biðin eftir bíl er margfalt styttri en hjá venjulegum leigubílum og notendur geta stjórnað tónlistinni í bílunum á meðan á ferð stendur með því að tengjast hljóðkerfi bílsins gegnum Spotify. Viðskiptavinurinn fær tölvupóst að lokinni ferð, eins og þessa hér frá Uber í París, með öllum upplýsingum og mynd af bílstjóranum auk korts með leiðinni sem var ekin. Íslenskur leigubílamarkaður hefur lítið breyst á undanförnum áratugum, ef undan eru skildar nýjungar í greiðslumiðlun. Tvö fyrirtæki eru ráðandi á markaðnum, Hreyfill og BSR. Ljóst er að innkoma Uber inn á þennan markað myndi gjörbreyta honum og eflaust veita Hreyfli og BSR harða samkeppni. Leigubílaakstur er leyfisskyld starfsemi og ljóst er að breyta þarf reglugerð um leigubílstjóra ef Uber á að geta hafið hér rekstur. Ástgeir Þorsteinsson er formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðarstjóra. „Samkeppni frá Uber er náttúrulega ekki samkvæmt lögum um leigubíla. Þetta er takmörkun hérna og það samræmist ekki að einhverjir einstaklingar geti fengið þetta. Það hefur gerst víða um heim að einstaklingar hafa notað þetta sem alls ekki eru með leyfi til atvinnureksturs á leigubíl. Það er bara þar sem málið stendur.“Heldurðu að íslenskir leigubílstjórar muni nútímavæða þjónustuna sína, til dæmis með öppum fyrir snjallsíma til að mæta samkeppni?„Já, eflaust. Það stendur til á einni stöð en það er ekki komið í gagnið. Ég veit ekki hvernig það verður.“ Ástgeir segir að bandalagið muni beita sér gegn innreið Uber á markaðinn. „Ef ekki verða löglegir menn sem að fara að nota þetta að þá munum við að sjálfsögðu sporna gegn því. Menn eru að berjast gegn þessu víða um heim, til dæmis á Indlandi núna.“ Ástgeir er þarna að vísa til þess að stjórnvöld í Delhi á Indlandi bönnuðu Uber eftir að ásakanir voru settar fram á hendur bílstjóra að hafa nauðgað kvenkyns farþega. Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson, rekstrarstjóri Plain Vanilla og einn stofnenda hugbúnaðarfyrirtækisins Clara, bjó um þriggja ára skeiðí San Fransisco og var viðskiptavinur Uber. „Ég bjó í San Fransisco í þrjú ár og fékk þá tækifæri til að nýta þessa þjónustu nánast á hverjum degi, oft í viku, og hún er ótrúlega góð. Maður sér á korti á símanum sínum hvað er langt í bílinn, maður þarf ekki að tala við einhverja móttökustöð sem hefur ekki hugmynd um hvar bílarnir eru. Þeir eru miklu kurteisari og gæta umferðarlaganna miklu betur. Greiðslurnar eru allar í gegnum símann þinn, þú þarft aldrei að taka upp veskið þegar þú ert á leiðinni út. Þannig að allt í allt er þessi reynsla mjög þægileg.“ Tengdar fréttir Uber bannað í Taílandi Ökumenn fyrirtækisins ekki með leyfi til að stunda akstur í atvinnuskyni. 9. desember 2014 11:45 Uber bannað á Spáni Fjórða landið til að banna starfsemi fyrirtækisins í vikunni. 9. desember 2014 15:32 Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Íslenskir leigubílstjórar ætla að berjast hart gegn innreið bandaríska fyrirtækisins Uber á íslenskan leigubílamarkað, eitt fyrirtæki er þó að nútímavæðast með appi. Bandaríska hugbúnaðar- og leigubílafyrirtækið Uber er með til skoðunar að hefja rekstur á Íslandi en fyrirtækið hefur notið gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum og víðar. Uber kemur í nokkrum flokkum en lægsti flokkurinn heimilar í raun hverjum sem er að taka farþega gegn greiðslu svo lengi sem viðkomandi hefur verið samþykktur af Uber. Viðskiptavinir Uber panta sér bíla með appi í símanum og geta séð á korti hvar bílarnir eru staðsettir. Biðin eftir bíl er margfalt styttri en hjá venjulegum leigubílum og notendur geta stjórnað tónlistinni í bílunum á meðan á ferð stendur með því að tengjast hljóðkerfi bílsins gegnum Spotify. Viðskiptavinurinn fær tölvupóst að lokinni ferð, eins og þessa hér frá Uber í París, með öllum upplýsingum og mynd af bílstjóranum auk korts með leiðinni sem var ekin. Íslenskur leigubílamarkaður hefur lítið breyst á undanförnum áratugum, ef undan eru skildar nýjungar í greiðslumiðlun. Tvö fyrirtæki eru ráðandi á markaðnum, Hreyfill og BSR. Ljóst er að innkoma Uber inn á þennan markað myndi gjörbreyta honum og eflaust veita Hreyfli og BSR harða samkeppni. Leigubílaakstur er leyfisskyld starfsemi og ljóst er að breyta þarf reglugerð um leigubílstjóra ef Uber á að geta hafið hér rekstur. Ástgeir Þorsteinsson er formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðarstjóra. „Samkeppni frá Uber er náttúrulega ekki samkvæmt lögum um leigubíla. Þetta er takmörkun hérna og það samræmist ekki að einhverjir einstaklingar geti fengið þetta. Það hefur gerst víða um heim að einstaklingar hafa notað þetta sem alls ekki eru með leyfi til atvinnureksturs á leigubíl. Það er bara þar sem málið stendur.“Heldurðu að íslenskir leigubílstjórar muni nútímavæða þjónustuna sína, til dæmis með öppum fyrir snjallsíma til að mæta samkeppni?„Já, eflaust. Það stendur til á einni stöð en það er ekki komið í gagnið. Ég veit ekki hvernig það verður.“ Ástgeir segir að bandalagið muni beita sér gegn innreið Uber á markaðinn. „Ef ekki verða löglegir menn sem að fara að nota þetta að þá munum við að sjálfsögðu sporna gegn því. Menn eru að berjast gegn þessu víða um heim, til dæmis á Indlandi núna.“ Ástgeir er þarna að vísa til þess að stjórnvöld í Delhi á Indlandi bönnuðu Uber eftir að ásakanir voru settar fram á hendur bílstjóra að hafa nauðgað kvenkyns farþega. Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson, rekstrarstjóri Plain Vanilla og einn stofnenda hugbúnaðarfyrirtækisins Clara, bjó um þriggja ára skeiðí San Fransisco og var viðskiptavinur Uber. „Ég bjó í San Fransisco í þrjú ár og fékk þá tækifæri til að nýta þessa þjónustu nánast á hverjum degi, oft í viku, og hún er ótrúlega góð. Maður sér á korti á símanum sínum hvað er langt í bílinn, maður þarf ekki að tala við einhverja móttökustöð sem hefur ekki hugmynd um hvar bílarnir eru. Þeir eru miklu kurteisari og gæta umferðarlaganna miklu betur. Greiðslurnar eru allar í gegnum símann þinn, þú þarft aldrei að taka upp veskið þegar þú ert á leiðinni út. Þannig að allt í allt er þessi reynsla mjög þægileg.“
Tengdar fréttir Uber bannað í Taílandi Ökumenn fyrirtækisins ekki með leyfi til að stunda akstur í atvinnuskyni. 9. desember 2014 11:45 Uber bannað á Spáni Fjórða landið til að banna starfsemi fyrirtækisins í vikunni. 9. desember 2014 15:32 Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Uber bannað í Taílandi Ökumenn fyrirtækisins ekki með leyfi til að stunda akstur í atvinnuskyni. 9. desember 2014 11:45
Uber bannað á Spáni Fjórða landið til að banna starfsemi fyrirtækisins í vikunni. 9. desember 2014 15:32
Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06