Innlent

„Hægt að nota þjarkinn meira að segja í herraklippingu“

Birgir Olgeirsson skrifar
Rafn Hilmarsson útskýrir hvernig aðgerðaþjarkurinn virkar.
Rafn Hilmarsson útskýrir hvernig aðgerðaþjarkurinn virkar.
„Hér sýnist mér Eiríkur vera farinn að fara full geyst í hlutina, það er ekki einu sinni búið að svæfa mig. En vissulega það er hægt að nota þjarkinn meira að segja í herraklippingu og það án deyfingar og svæfingar,“ segir Rafn Hilmarsson, skurðlæknir við Landspítala Íslands, í myndbandi þar sem útskýrt er hvernig aðgerðaþjarkurinn virkar sem nýverið var tekinn til notkunar á skurðstofu 1 á Landspítalanum við Hringbraut.

Þjarkurinn hefur fjóra arma sem geta hreyfst í ólíkar áttir. Skurðlæknirinn stýrir síðan þjarknum frá stjórnstöð á meðan sjúklingurinn liggur á borðinu. Armar þjarksins líkjast mannshöndinni að lögun og hreyfigetu en eru agnarsmáir. Stjórntæki þjarksins líkjast stjórntækjum í nýtísku flugvélum en í hvert sinn sem skurðlæknirinn hreyfir hendur sínar við stjórntækið hermir vélmennið eftir því með mun fínlegri hreyfingum.

Sjón er sögu ríkari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×