Arion banki: Óheppilegt að selja til valinna viðskiptavina á lægra gengi skömmu fyrir útboð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2015 11:08 Höfuðstöðvar Arion banka. Vísir/Pjetur Arion banki segir að sala á 31 prósent hlut sínum í Símanum hafi verið í samræmi við stefnu bankans, verðlagningin hafi verið eðlileg en hægt sé að taka undir gagnrýni á það að valinn hópur viðskiptavina bankans hafi fengið að kaupa hlutabréf í Símanum á lægra gengi en útboðsgengi. Haldinn var starfsmannafundur í Arion banka þar sem afstaða bankans var kynnt starfsmönnum.Ekki heppilegt að selja til valinna viðskiptavinna skömmu fyrir útboð á lægra gengiÍ tilkynningu frá Arion banka segir að það sé í samræmi við stefnu stjórnar bankans að félögum í óskyldum rekstri skuli eftir föngum vera komið í sem breiðast eignarhald og þau skráð í kauphöll. Arion banki telur að salan á hlut sínum í Símanum hafi tekist vel en verklagi varðandi sölu á stærri eignarhlutum verði breytt í kjölfar gagnrýni. „Sú gagnrýni að ekki hafi allir setið við sama borð hefur ekki farið framhjá stjórnendum bankans. Ekki var heppilegt að selja til viðskiptavina bankans svo skömmu fyrir útboðið á gengi sem svo reyndist nokkuð lægra en niðurstaða útboðsins. Bankinn vanmat hina miklu eftirspurn sem raun varð á. Þessi tilhögun er til skoðunar í bankanum og verður tekið mark á gagnrýninni,“ segir í tilkynningunni.Horft framhjá verðþróun á hlutabréfamarkaðiFjárfestahópur og stjórnendur fengu í ágúst að kaupa 5 prósenta hlut í Símanum á genginu 2,5. Þá fékk valinn hópur viðskiptavina bankans að kaupa 5 prósent til viðbótar á genginu 2,8 krónur á hlut skömmu fyrir útboð. Verðin sem hópunum buðust reyndust nokkuð undir útboðsgengi þar sem meðalverð í útboðinu varð 3,33 krónur á hlut. Arion banki telur að þetta verð sem fjárfestar og stjórnendur Símans greiddu eðlilegt þar sem gengið hafi verið frá samkomulaginu í maí. Hins vegar hafi það dregist fram í ágúst að ganga endanlega frá kaupunum.Síminn var tekinn til viðskipta á Aðallista Kauphallarinnar þann 15. október. Vísir/GVA„Í ofanverðum maí gerði bankinn samkomulag við fjárfestahóp* um kaup á um 5% hlut í Símanum á genginu 2,5 kr/hlut. Verðið í þeim viðskiptum (EV/EBITDA 2014 5,5x) var sambærilegt við verðmat á Vodafone (EV/EBITDA 2014 5,7x) á þeim tímapunkti sem samkomulagið var gert. Því var ekki um neinn afslátt að ræða, sérstaklega í ljósi 18 mánaða söluhamla. Frágangur viðskiptanna dróst, m.a. vegna nokkurs fjölda erlendra kaupenda frá ýmsum löndum. Því var ekki tilkynnt um viðskiptin fyrr en í ágúst og var sú töf óheppileg. Bankinn kom ekki að fjármögnun þessara viðskipta.“ „Í framkominni gagnrýni á verð í umræddum viðskiptum hefur verið horft fram hjá þróun hlutabréfamarkaðarins og Vodafone á því tímabili sem um ræðir. Hlutabréfaverð Vodafone hækkaði um 20% og markaðsvísitalan um 23% frá því í lok maí, þegar ákveðið var að selja 5% í Símanum, þar til útboðið hófst 5. október. Verðhækkun í tilviki Símans frá 2,5 kr/hlut, þegar verð til fjárfestahópsins var ákveðið og síðan upp í 3,1 kr./hlut sem voru efri mörk verðbilsins í útboðinu, var 24%. Ekki er rétt að tala um afslátt í þessu sambandi – svona þróaðist markaðurinn og helsta samanburðarfyrirtækið. Þannig myndu fáir halda því fram nú í október að einstaklingur, sem seldi sinn hlut í Vodafone í maí, hefði verið að gefa kaupandanum 20% afslátt.“ Gengi hlutabréfa í Símanum hefur hækkað nokkuð frá því að viðskipti með bréfin hófust á markaði. Verð á hlut stendur nú í 3,65 krónur á hlut. Tengdar fréttir Bréf í Símanum seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og forstjórinn keyptu á Hlutur fjárfestanna hefur hækkað um 440 milljónir króna síðan í ágúst. 8. október 2015 10:27 Síminn orðinn 1,6 milljörðum verðmætari Hlutabréf í Símanum hækkuðu um 4,57 prósent í dag. 19. október 2015 18:49 Í fjórða sinn sem Arion selur vildarviðskiptavinum fyrir skráningu Arion banki hefur fjórum sinnum selt hlutabréf á lægra gengi stuttu áður en félag er skráð á markað. Bankinn gerði þetta í tilviki Haga, Eikar, Reita og nú í tilviki Símans. 18. október 2015 22:32 Arion óttaðist lægra verð yrði allt selt í einu Arion banki óttaðist að lægra verð fengist fyrir eignarhlut sinn í Símanum yrði 31 prósents eignarhlutur seldur í einu lagi. 10. október 2015 07:00 Bjarni: "Bankarnir verða að skilja kall tímans“ Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að sala Arion banka á bréfum í Símanum til vildarviðskiptavina rétt fyrir skráningu sé til þess fallin að rýra traust á fjármálamarkaði. Hann segir að bankarnir verði að skilja kall tímans og skynja þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. 20. október 2015 19:41 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Arion banki segir að sala á 31 prósent hlut sínum í Símanum hafi verið í samræmi við stefnu bankans, verðlagningin hafi verið eðlileg en hægt sé að taka undir gagnrýni á það að valinn hópur viðskiptavina bankans hafi fengið að kaupa hlutabréf í Símanum á lægra gengi en útboðsgengi. Haldinn var starfsmannafundur í Arion banka þar sem afstaða bankans var kynnt starfsmönnum.Ekki heppilegt að selja til valinna viðskiptavinna skömmu fyrir útboð á lægra gengiÍ tilkynningu frá Arion banka segir að það sé í samræmi við stefnu stjórnar bankans að félögum í óskyldum rekstri skuli eftir föngum vera komið í sem breiðast eignarhald og þau skráð í kauphöll. Arion banki telur að salan á hlut sínum í Símanum hafi tekist vel en verklagi varðandi sölu á stærri eignarhlutum verði breytt í kjölfar gagnrýni. „Sú gagnrýni að ekki hafi allir setið við sama borð hefur ekki farið framhjá stjórnendum bankans. Ekki var heppilegt að selja til viðskiptavina bankans svo skömmu fyrir útboðið á gengi sem svo reyndist nokkuð lægra en niðurstaða útboðsins. Bankinn vanmat hina miklu eftirspurn sem raun varð á. Þessi tilhögun er til skoðunar í bankanum og verður tekið mark á gagnrýninni,“ segir í tilkynningunni.Horft framhjá verðþróun á hlutabréfamarkaðiFjárfestahópur og stjórnendur fengu í ágúst að kaupa 5 prósenta hlut í Símanum á genginu 2,5. Þá fékk valinn hópur viðskiptavina bankans að kaupa 5 prósent til viðbótar á genginu 2,8 krónur á hlut skömmu fyrir útboð. Verðin sem hópunum buðust reyndust nokkuð undir útboðsgengi þar sem meðalverð í útboðinu varð 3,33 krónur á hlut. Arion banki telur að þetta verð sem fjárfestar og stjórnendur Símans greiddu eðlilegt þar sem gengið hafi verið frá samkomulaginu í maí. Hins vegar hafi það dregist fram í ágúst að ganga endanlega frá kaupunum.Síminn var tekinn til viðskipta á Aðallista Kauphallarinnar þann 15. október. Vísir/GVA„Í ofanverðum maí gerði bankinn samkomulag við fjárfestahóp* um kaup á um 5% hlut í Símanum á genginu 2,5 kr/hlut. Verðið í þeim viðskiptum (EV/EBITDA 2014 5,5x) var sambærilegt við verðmat á Vodafone (EV/EBITDA 2014 5,7x) á þeim tímapunkti sem samkomulagið var gert. Því var ekki um neinn afslátt að ræða, sérstaklega í ljósi 18 mánaða söluhamla. Frágangur viðskiptanna dróst, m.a. vegna nokkurs fjölda erlendra kaupenda frá ýmsum löndum. Því var ekki tilkynnt um viðskiptin fyrr en í ágúst og var sú töf óheppileg. Bankinn kom ekki að fjármögnun þessara viðskipta.“ „Í framkominni gagnrýni á verð í umræddum viðskiptum hefur verið horft fram hjá þróun hlutabréfamarkaðarins og Vodafone á því tímabili sem um ræðir. Hlutabréfaverð Vodafone hækkaði um 20% og markaðsvísitalan um 23% frá því í lok maí, þegar ákveðið var að selja 5% í Símanum, þar til útboðið hófst 5. október. Verðhækkun í tilviki Símans frá 2,5 kr/hlut, þegar verð til fjárfestahópsins var ákveðið og síðan upp í 3,1 kr./hlut sem voru efri mörk verðbilsins í útboðinu, var 24%. Ekki er rétt að tala um afslátt í þessu sambandi – svona þróaðist markaðurinn og helsta samanburðarfyrirtækið. Þannig myndu fáir halda því fram nú í október að einstaklingur, sem seldi sinn hlut í Vodafone í maí, hefði verið að gefa kaupandanum 20% afslátt.“ Gengi hlutabréfa í Símanum hefur hækkað nokkuð frá því að viðskipti með bréfin hófust á markaði. Verð á hlut stendur nú í 3,65 krónur á hlut.
Tengdar fréttir Bréf í Símanum seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og forstjórinn keyptu á Hlutur fjárfestanna hefur hækkað um 440 milljónir króna síðan í ágúst. 8. október 2015 10:27 Síminn orðinn 1,6 milljörðum verðmætari Hlutabréf í Símanum hækkuðu um 4,57 prósent í dag. 19. október 2015 18:49 Í fjórða sinn sem Arion selur vildarviðskiptavinum fyrir skráningu Arion banki hefur fjórum sinnum selt hlutabréf á lægra gengi stuttu áður en félag er skráð á markað. Bankinn gerði þetta í tilviki Haga, Eikar, Reita og nú í tilviki Símans. 18. október 2015 22:32 Arion óttaðist lægra verð yrði allt selt í einu Arion banki óttaðist að lægra verð fengist fyrir eignarhlut sinn í Símanum yrði 31 prósents eignarhlutur seldur í einu lagi. 10. október 2015 07:00 Bjarni: "Bankarnir verða að skilja kall tímans“ Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að sala Arion banka á bréfum í Símanum til vildarviðskiptavina rétt fyrir skráningu sé til þess fallin að rýra traust á fjármálamarkaði. Hann segir að bankarnir verði að skilja kall tímans og skynja þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. 20. október 2015 19:41 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Bréf í Símanum seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og forstjórinn keyptu á Hlutur fjárfestanna hefur hækkað um 440 milljónir króna síðan í ágúst. 8. október 2015 10:27
Síminn orðinn 1,6 milljörðum verðmætari Hlutabréf í Símanum hækkuðu um 4,57 prósent í dag. 19. október 2015 18:49
Í fjórða sinn sem Arion selur vildarviðskiptavinum fyrir skráningu Arion banki hefur fjórum sinnum selt hlutabréf á lægra gengi stuttu áður en félag er skráð á markað. Bankinn gerði þetta í tilviki Haga, Eikar, Reita og nú í tilviki Símans. 18. október 2015 22:32
Arion óttaðist lægra verð yrði allt selt í einu Arion banki óttaðist að lægra verð fengist fyrir eignarhlut sinn í Símanum yrði 31 prósents eignarhlutur seldur í einu lagi. 10. október 2015 07:00
Bjarni: "Bankarnir verða að skilja kall tímans“ Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að sala Arion banka á bréfum í Símanum til vildarviðskiptavina rétt fyrir skráningu sé til þess fallin að rýra traust á fjármálamarkaði. Hann segir að bankarnir verði að skilja kall tímans og skynja þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. 20. október 2015 19:41