Bjarni: "Bankarnir verða að skilja kall tímans“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. október 2015 19:41 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að sala Arion banka á bréfum í Símanum til vildarviðskiptavina rétt fyrir skráningu sé til þess fallin að rýra traust á fjármálamarkaði. Hann segir að bankarnir verði að skilja kall tímans og skynja þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Sú ákvörðun stjórnenda Arion banka að selja stóran hlut í Símanum til vildarviðskiptavina á lægra gengi rétt fyrir skráningu fyrirtækisins á markað þykir umdeild. Salan á hlutabréfunum átti sér stað á sjö vikna tímabili í aðdraganda almenns útboðs á bréfum í Símanum á mun lægra gengi en í almennu útboði. Hluturinn sem fjárfestahópurinn og vildarviðskiptavinirnir keyptu ávaxtaðist um rúmar 720 milljónir króna á þeim vikum sem liðu frá viðskiptum fram að skráningu. Talsverð heift hefur verið í umræðunni um málið. „Ég held að það sé alveg augljóst að það er ekki svigrúm fyrir það í íslensku samfélagi í dag að ganga fram með þeim hætti að fólk skynji það sem einhverja greiðasemi við útvalinn hóp manna að fá að taka þátt í kaupum á eignarhlutum umfram það sem stendur almennt til boða. Í þessu tilviki er það sláandi hversu mikill verðmunurinn er þegar félagið er skráð á markað,“ segri Bjarni Benediktsson. Bjarni segir að stjórnvöld geti ekki grípi ekki inn í einkaréttarlega gjörninga Arion banka þótt ríkið eigi 13 prósent í bankanum. „En bankarnir verða að skilja kall tímans. Menn verða að ganga fram í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til þeirra,“ segir Bjarni. Í eigendastefnu ríkisins um eignarhald á fjármálafyrirtækjum kemur fram að eitt af meginmarkmiðum stefnunnar sé að byggja upp traust og trúverðugleika á íslenskum fjármálamarkaði.Finnst þér þetta rýra traust á fjármálamarkaði, svona viðskiptahættir? „Já, það gerir það. Það þarf ekkert að velta því mikið fyrir sér.“ Tengdar fréttir Bréf í Símanum seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og forstjórinn keyptu á Hlutur fjárfestanna hefur hækkað um 440 milljónir króna síðan í ágúst. 8. október 2015 10:27 Síminn orðinn 1,6 milljörðum verðmætari Hlutabréf í Símanum hækkuðu um 4,57 prósent í dag. 19. október 2015 18:49 Erlend sérþekking? Síminn var formlega skráður á markað í liðinni viku eftir hlutafjárútboð. Nú síðast fór fram almennt útboð þar sem hlutir í félaginu fóru á genginu 3,3. Áður höfðu vildarviðskiptavinir Arion banka fengið að kaupa á genginu 2,8. Í ágúst keypti svo hópur kringum stjórnendur félagsins um fimm prósenta hlut á genginu 2,5. 17. október 2015 07:00 Í fjórða sinn sem Arion selur vildarviðskiptavinum fyrir skráningu Arion banki hefur fjórum sinnum selt hlutabréf á lægra gengi stuttu áður en félag er skráð á markað. Bankinn gerði þetta í tilviki Haga, Eikar, Reita og nú í tilviki Símans. 18. október 2015 22:32 Arion óttaðist lægra verð yrði allt selt í einu Arion banki óttaðist að lægra verð fengist fyrir eignarhlut sinn í Símanum yrði 31 prósents eignarhlutur seldur í einu lagi. 10. október 2015 07:00 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að sala Arion banka á bréfum í Símanum til vildarviðskiptavina rétt fyrir skráningu sé til þess fallin að rýra traust á fjármálamarkaði. Hann segir að bankarnir verði að skilja kall tímans og skynja þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Sú ákvörðun stjórnenda Arion banka að selja stóran hlut í Símanum til vildarviðskiptavina á lægra gengi rétt fyrir skráningu fyrirtækisins á markað þykir umdeild. Salan á hlutabréfunum átti sér stað á sjö vikna tímabili í aðdraganda almenns útboðs á bréfum í Símanum á mun lægra gengi en í almennu útboði. Hluturinn sem fjárfestahópurinn og vildarviðskiptavinirnir keyptu ávaxtaðist um rúmar 720 milljónir króna á þeim vikum sem liðu frá viðskiptum fram að skráningu. Talsverð heift hefur verið í umræðunni um málið. „Ég held að það sé alveg augljóst að það er ekki svigrúm fyrir það í íslensku samfélagi í dag að ganga fram með þeim hætti að fólk skynji það sem einhverja greiðasemi við útvalinn hóp manna að fá að taka þátt í kaupum á eignarhlutum umfram það sem stendur almennt til boða. Í þessu tilviki er það sláandi hversu mikill verðmunurinn er þegar félagið er skráð á markað,“ segri Bjarni Benediktsson. Bjarni segir að stjórnvöld geti ekki grípi ekki inn í einkaréttarlega gjörninga Arion banka þótt ríkið eigi 13 prósent í bankanum. „En bankarnir verða að skilja kall tímans. Menn verða að ganga fram í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til þeirra,“ segir Bjarni. Í eigendastefnu ríkisins um eignarhald á fjármálafyrirtækjum kemur fram að eitt af meginmarkmiðum stefnunnar sé að byggja upp traust og trúverðugleika á íslenskum fjármálamarkaði.Finnst þér þetta rýra traust á fjármálamarkaði, svona viðskiptahættir? „Já, það gerir það. Það þarf ekkert að velta því mikið fyrir sér.“
Tengdar fréttir Bréf í Símanum seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og forstjórinn keyptu á Hlutur fjárfestanna hefur hækkað um 440 milljónir króna síðan í ágúst. 8. október 2015 10:27 Síminn orðinn 1,6 milljörðum verðmætari Hlutabréf í Símanum hækkuðu um 4,57 prósent í dag. 19. október 2015 18:49 Erlend sérþekking? Síminn var formlega skráður á markað í liðinni viku eftir hlutafjárútboð. Nú síðast fór fram almennt útboð þar sem hlutir í félaginu fóru á genginu 3,3. Áður höfðu vildarviðskiptavinir Arion banka fengið að kaupa á genginu 2,8. Í ágúst keypti svo hópur kringum stjórnendur félagsins um fimm prósenta hlut á genginu 2,5. 17. október 2015 07:00 Í fjórða sinn sem Arion selur vildarviðskiptavinum fyrir skráningu Arion banki hefur fjórum sinnum selt hlutabréf á lægra gengi stuttu áður en félag er skráð á markað. Bankinn gerði þetta í tilviki Haga, Eikar, Reita og nú í tilviki Símans. 18. október 2015 22:32 Arion óttaðist lægra verð yrði allt selt í einu Arion banki óttaðist að lægra verð fengist fyrir eignarhlut sinn í Símanum yrði 31 prósents eignarhlutur seldur í einu lagi. 10. október 2015 07:00 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Bréf í Símanum seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og forstjórinn keyptu á Hlutur fjárfestanna hefur hækkað um 440 milljónir króna síðan í ágúst. 8. október 2015 10:27
Síminn orðinn 1,6 milljörðum verðmætari Hlutabréf í Símanum hækkuðu um 4,57 prósent í dag. 19. október 2015 18:49
Erlend sérþekking? Síminn var formlega skráður á markað í liðinni viku eftir hlutafjárútboð. Nú síðast fór fram almennt útboð þar sem hlutir í félaginu fóru á genginu 3,3. Áður höfðu vildarviðskiptavinir Arion banka fengið að kaupa á genginu 2,8. Í ágúst keypti svo hópur kringum stjórnendur félagsins um fimm prósenta hlut á genginu 2,5. 17. október 2015 07:00
Í fjórða sinn sem Arion selur vildarviðskiptavinum fyrir skráningu Arion banki hefur fjórum sinnum selt hlutabréf á lægra gengi stuttu áður en félag er skráð á markað. Bankinn gerði þetta í tilviki Haga, Eikar, Reita og nú í tilviki Símans. 18. október 2015 22:32
Arion óttaðist lægra verð yrði allt selt í einu Arion banki óttaðist að lægra verð fengist fyrir eignarhlut sinn í Símanum yrði 31 prósents eignarhlutur seldur í einu lagi. 10. október 2015 07:00