Viðskipti innlent

Síminn orðinn 1,6 milljörðum verðmætari

ingvar haraldsson skrifar
Síminn í heild sinni var metinn á 32 milljarða króna eftir útboðið.
Síminn í heild sinni var metinn á 32 milljarða króna eftir útboðið.
Hlutabréf í Símanum hækkuðu um 4,57 prósent í 980 milljóna viðskiptum í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í Símanum stendur nú í 3,66 krónum á hlut.

Eftir viðskipti dagsins hefur heildarvirði Símans aukist um 1,6 milljarða og er nú um 35,3 milljarðar króna.


Tengdar fréttir

Framkvæmdastjóri Mílu fékk að kaupa en starfsmenn ekki

Framkvæmdastjóri Mílu keypti hlut í Símanum á gengi sem starfsmönnum Mílu býðst ekki. Óánægja er meðal starfsmanna Mílu með að fá ekki kauprétti. Eftirlitsnefnd Samkeppniseftirlitsins er með kaupin til skoðunar.

Erlend sérþekking?

Síminn var formlega skráður á markað í liðinni viku eftir hlutafjárútboð. Nú síðast fór fram almennt útboð þar sem hlutir í félaginu fóru á genginu 3,3. Áður höfðu vildarviðskiptavinir Arion banka fengið að kaupa á genginu 2,8. Í ágúst keypti svo hópur kringum stjórnendur félagsins um fimm prósenta hlut á genginu 2,5.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×