Á makrílnum skuluð þið þekkja þá Atli Hermannsson skrifar 18. mars 2015 07:00 Fyrir aðeins þremur árum varð makríll nokkuð óvænt að verðmætum nytjastofni hér við land. Við það skapaðist líka einstakt tækifæri til að innleiða ný og markaðsvænni aðferðir við úthlutun á veiðiheimildum. En tækifærið var ekki nýtt því félagar í vildarklúbbi LÍÚ á Alþingi komu í veg fyrir að það. Stórútgerðinni var því úthlutað 96% af heildarkvótanum og smábátaflotanum gert að sætta sig við 4%. Þessi skipting er ekki bara ósanngjörn og óréttlát, heldur lýsir hún líka alveg ótrúlegri ósvífni. Nægir að nefna að þegar makrílveiðar smábáta voru stöðvaðar í fyrrasumar áttu stóru skipin enn eftir að veiða 30 þúsund tonn. Og þegar stóru skipin hættu veiðum urðu sjö þúsund tonn eftir óveidd af þeirra heildarkvóta – eða nokkurn veginn sama magn og smábátaflotanum var úthlutað. Þá hefur stórútgerðin ekki aðeins úr þessum 96% af kvótanum að moða. Því á bak við landskvóta Grænlendinga stendur íslenska stórútgerðin. Því á síðustu árum hafa nokkrar af stærstu útgerðum landsins verið að koma sér fyrir á Grænlandi með því að flagga þangað eldri skipum eða stofna skúffufyrirtæki í einni eða annarri mynd. Megnið af grænlenska makrílkvótanum er því einnig veiddur af „íslenskum“ skipum. Þegar krókaveiðar smábáta voru stöðvaðar í fyrrasumar var hart gengið á Sigurð Inga sjávarútvegsráðherra að auka aflaheimildir þeirra – en honum var ekki haggað. Í viðtölum sagði ráðherra mikilvægt að vera ekki með einhverja hentistefnu sem skaðað gæti ásýnd kvótakerfisins út á við. Svo kölluð ásýnd (út á við) skipti því meira máli en vistvænar krókaveiðar sem skapað hefðu milljarða útflutningsverðmæti og 500 störf við veiðar og vinnslu víðs vegar um landið. Það hefur verið talað um afglöp af minna tilefni. Nú hefur Landssamband smábátaeigenda kynnt sjávarútvegsráðherra kröfu sína fyrir komandi vertíð. Landssambandið ítrekar að krókaveiðar á makríl eigi í eðli sínu að vera frjálsar. En til vara leggur sambandið til að smábátum verði úthlutað a.m.k. 12 þúsund tonnum eða rétt um 10% af væntanlegum heildarkvóta. Einhverjum kann að þykja það mikið. En þegar haft er í huga að smábátar í Noregi eru með 18% af heildarkvótanum, er ekki óeðlileg krafa að vildarklúbbur stórútgerðarinnar sjái aðeins að sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Fyrir aðeins þremur árum varð makríll nokkuð óvænt að verðmætum nytjastofni hér við land. Við það skapaðist líka einstakt tækifæri til að innleiða ný og markaðsvænni aðferðir við úthlutun á veiðiheimildum. En tækifærið var ekki nýtt því félagar í vildarklúbbi LÍÚ á Alþingi komu í veg fyrir að það. Stórútgerðinni var því úthlutað 96% af heildarkvótanum og smábátaflotanum gert að sætta sig við 4%. Þessi skipting er ekki bara ósanngjörn og óréttlát, heldur lýsir hún líka alveg ótrúlegri ósvífni. Nægir að nefna að þegar makrílveiðar smábáta voru stöðvaðar í fyrrasumar áttu stóru skipin enn eftir að veiða 30 þúsund tonn. Og þegar stóru skipin hættu veiðum urðu sjö þúsund tonn eftir óveidd af þeirra heildarkvóta – eða nokkurn veginn sama magn og smábátaflotanum var úthlutað. Þá hefur stórútgerðin ekki aðeins úr þessum 96% af kvótanum að moða. Því á bak við landskvóta Grænlendinga stendur íslenska stórútgerðin. Því á síðustu árum hafa nokkrar af stærstu útgerðum landsins verið að koma sér fyrir á Grænlandi með því að flagga þangað eldri skipum eða stofna skúffufyrirtæki í einni eða annarri mynd. Megnið af grænlenska makrílkvótanum er því einnig veiddur af „íslenskum“ skipum. Þegar krókaveiðar smábáta voru stöðvaðar í fyrrasumar var hart gengið á Sigurð Inga sjávarútvegsráðherra að auka aflaheimildir þeirra – en honum var ekki haggað. Í viðtölum sagði ráðherra mikilvægt að vera ekki með einhverja hentistefnu sem skaðað gæti ásýnd kvótakerfisins út á við. Svo kölluð ásýnd (út á við) skipti því meira máli en vistvænar krókaveiðar sem skapað hefðu milljarða útflutningsverðmæti og 500 störf við veiðar og vinnslu víðs vegar um landið. Það hefur verið talað um afglöp af minna tilefni. Nú hefur Landssamband smábátaeigenda kynnt sjávarútvegsráðherra kröfu sína fyrir komandi vertíð. Landssambandið ítrekar að krókaveiðar á makríl eigi í eðli sínu að vera frjálsar. En til vara leggur sambandið til að smábátum verði úthlutað a.m.k. 12 þúsund tonnum eða rétt um 10% af væntanlegum heildarkvóta. Einhverjum kann að þykja það mikið. En þegar haft er í huga að smábátar í Noregi eru með 18% af heildarkvótanum, er ekki óeðlileg krafa að vildarklúbbur stórútgerðarinnar sjái aðeins að sér.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar