„Gróttumarkvörðurinn“ sem stoppaði Gróttu: Nei, ég held að þeir sjái ekki eftir þessu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2015 06:00 Elín Jóna Þorsteinsdóttir. Vísir/Stefán Það stefnir í mjög jafna toppbaráttu í Olís-deild kvenna í handbolta og gott dæmi um það er æsispennandi leikur Hauka og Íslandsmeistara Gróttu um helgina. Hetja Hauka var markvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir, sem er einmitt á láni frá Gróttu. Elín Jóna varði dauðafæri frá Gróttustelpu rétt áður en leiktíminn rann út en hún tryggði Haukum með því stig og þar með toppsæti deildarinnar áfram. „Þetta var skemmtilegur leikur en það var jafnframt svolítið erfitt að mæta Gróttu. Það var svo öðruvísi að spila á móti stelpum sem ég er búin að æfa með eiginlega alla mína ævi,“ segir Elín Jóna sem varði vel í leiknum eins og hún hefur gert í vetur. „Auðvitað hefðum við vilja vinna leikinn en stig er alltaf stig,“ segir Elín Jóna. Elín Jóna varð tvöfaldur meistari með Gróttu í fyrra en þá sem varamarkvörður Írisar Bjarkar Símonardóttur. Hún samdi síðan við Gróttu í haust en fór um leið á láni í eitt ár til Haukanna. „Íris er frábær markvörður og það er erfitt að reyna að skáka hana út. Það var flott hjá Gróttu að leyfa mér að fara á láni af því að mig vantaði reynslu. Mér fannst ég vera nógu góð til að vera fyrsti markvörður og vantaði bara reynsluna af því að fá að spila. Það var rosalega gott tækifæri fyrir mig að fá að fara til Hauka,“ segir Elín Jóna. En ætli Gróttufólkið sjái eftir þessu nú þegar hún sá til þess að hennar gömlu liðsfélagar fengu bara eitt stig um helgina? „Nei ég held að þeir hafi ekkert séð eftir þessu. Þeir eru bara sammála mér í því að ég þurfi reynslu. Ég á að fara aftur í Gróttu á næsta ári,“ sagði Elín og hún hefur þegar sótt mikið til Írisar þegar þær æfðu saman hjá Gróttu. „Íris hefur alltaf verið fyrirmyndin mín frá því að ég var yngri,“ viðurkennir Elín. En sögðu Gróttustelpurnar eitthvað við hana í leikslok? „Lovísa (Thompson) kom allavega til mín eftir leik. Hún var ekkert rosalega ánægð en ekkert rosalega svekkt heldur. Þetta voru svolítið blendnar tilfinningar,“ segir Elín. Olís-deild kvenna Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Stóri Sam segist iðrast gjörða sinna Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 3-2 | Gary Martin tók Gullskóinn Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Það stefnir í mjög jafna toppbaráttu í Olís-deild kvenna í handbolta og gott dæmi um það er æsispennandi leikur Hauka og Íslandsmeistara Gróttu um helgina. Hetja Hauka var markvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir, sem er einmitt á láni frá Gróttu. Elín Jóna varði dauðafæri frá Gróttustelpu rétt áður en leiktíminn rann út en hún tryggði Haukum með því stig og þar með toppsæti deildarinnar áfram. „Þetta var skemmtilegur leikur en það var jafnframt svolítið erfitt að mæta Gróttu. Það var svo öðruvísi að spila á móti stelpum sem ég er búin að æfa með eiginlega alla mína ævi,“ segir Elín Jóna sem varði vel í leiknum eins og hún hefur gert í vetur. „Auðvitað hefðum við vilja vinna leikinn en stig er alltaf stig,“ segir Elín Jóna. Elín Jóna varð tvöfaldur meistari með Gróttu í fyrra en þá sem varamarkvörður Írisar Bjarkar Símonardóttur. Hún samdi síðan við Gróttu í haust en fór um leið á láni í eitt ár til Haukanna. „Íris er frábær markvörður og það er erfitt að reyna að skáka hana út. Það var flott hjá Gróttu að leyfa mér að fara á láni af því að mig vantaði reynslu. Mér fannst ég vera nógu góð til að vera fyrsti markvörður og vantaði bara reynsluna af því að fá að spila. Það var rosalega gott tækifæri fyrir mig að fá að fara til Hauka,“ segir Elín Jóna. En ætli Gróttufólkið sjái eftir þessu nú þegar hún sá til þess að hennar gömlu liðsfélagar fengu bara eitt stig um helgina? „Nei ég held að þeir hafi ekkert séð eftir þessu. Þeir eru bara sammála mér í því að ég þurfi reynslu. Ég á að fara aftur í Gróttu á næsta ári,“ sagði Elín og hún hefur þegar sótt mikið til Írisar þegar þær æfðu saman hjá Gróttu. „Íris hefur alltaf verið fyrirmyndin mín frá því að ég var yngri,“ viðurkennir Elín. En sögðu Gróttustelpurnar eitthvað við hana í leikslok? „Lovísa (Thompson) kom allavega til mín eftir leik. Hún var ekkert rosalega ánægð en ekkert rosalega svekkt heldur. Þetta voru svolítið blendnar tilfinningar,“ segir Elín.
Olís-deild kvenna Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Stóri Sam segist iðrast gjörða sinna Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 3-2 | Gary Martin tók Gullskóinn Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn