Hvað getur Ísland gert í París? Árni Páll Árnason skrifar 13. nóvember 2015 07:00 Framundan er stór alþjóðleg ráðstefna um losun gróðurhúsalofttegunda í París, sem gengur undir nafninu COP 21. Á þeirri ráðstefnu er stefnt að því að ná alþjóðlegu samkomulagi til að koma í veg fyrir að hitastig jarðar hækki um meira en 2 gráður vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. Nú á að freista þess að semja um reglubundnar athuganir á því hvort ríkin standi við skuldbindingar sínar um minnkun losunar.Engin tækifæri í loftslagsbreytingum Einu sinni var hægt að slá hugmyndinni um hlýnun jarðar upp í brandara: Við hefðum nú ekkert á móti nokkurra gráða hlýnun hér á Íslandi. En alvara málsins er nú öllum ljós. Afleiðingar loftslagsbreytinga sjást nú þegar í breyttu veðurfari, flóðum, uppskerubresti og annars konar hörmungum víða um heim. Og afleiðingarnar verða líka hættulegar hér. Einungis litlar breytingar á hitastigi sjávar geta haft víðtæk áhrif á þá hringrás veðurkerfa sem hingað til hefur gert Ísland byggilegt. Við sjáum nú þegar mikil hættumerki vegna hækkandi hitastigs hér á Norðurslóðum með bráðnun jökla, hækkun sjávar og því sem kannski verður alvarlegast fyrir afkomu okkar: súrnun sjávar. Sjórinn norðan af Íslandi súrnar hratt og hefur það fyrirsjáanleg neikvæð áhrif á lífríki hafsins og framtíð fiskveiða í Norðurhöfum. Það er því rangt sem forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa haldið fram af vafasamri smekkvísi: Það felast engin tækifæri í loftslagsbreytingum, hvorki fyrir Íslendinga né aðra.Hvert verður framlag Íslands? Það er mikilvægt að Ísland verði í fremstu röð þeirra ríkja sem skuldbinda sig til að draga úr losun í París. Við höfum, líkt og ESB og Noregur, lofað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent. Sú skuldbinding þýðir að við verðum draga úr losun um ekki minna en 40 prósent, nema að samið sé um að Ísland leggi minna af mörkum en aðrir og önnur ríki dragi þá hlutfallslega meira úr sinni losun. Þetta þýðir einfaldlega að Ísland verður að leggja sitt af mörkum að fullu í þessu alþjóðlega samkomulagi. En engin áætlun hefur þegar verið birt um hvernig ná megi þessu markmiði. Það vekur sérstakar áhyggjur að gríðarleg fjölgun ferðamanna og þrjú ný áætluð kísilver hafa ekki verið tekin með í losunarbókhald Íslands.Hvar drögum við úr losun? Við verðum því augljóslega að bregðast við með því að minnka losun enn hraðar og með enn kröftugri hætti en flest nágrannaríki, ef við eigum að ná markmiðum okkar. Við getum lagt fram áætlun um að skipta alfarið úr kolefnisorkugjöfum í samgöngum á landi fyrir 2030. Það væri flott skref. Dugar það til? Við getum líka gert áætlun um breytingar á orkunýtingu fiskveiðiflotans og auka þar hratt hlut endurnýjanlegra orkugjafa. Það væru alvöru tölur sem þar bættust við. Við þurfum að huga að leiðum til að minnka losun í flugsamgöngum og hafa þungann í atvinnusköpun annars staðar en í mengandi stóriðju. Fleira? Nú þarf að hugsa stórt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Loftslagsmál Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Framundan er stór alþjóðleg ráðstefna um losun gróðurhúsalofttegunda í París, sem gengur undir nafninu COP 21. Á þeirri ráðstefnu er stefnt að því að ná alþjóðlegu samkomulagi til að koma í veg fyrir að hitastig jarðar hækki um meira en 2 gráður vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. Nú á að freista þess að semja um reglubundnar athuganir á því hvort ríkin standi við skuldbindingar sínar um minnkun losunar.Engin tækifæri í loftslagsbreytingum Einu sinni var hægt að slá hugmyndinni um hlýnun jarðar upp í brandara: Við hefðum nú ekkert á móti nokkurra gráða hlýnun hér á Íslandi. En alvara málsins er nú öllum ljós. Afleiðingar loftslagsbreytinga sjást nú þegar í breyttu veðurfari, flóðum, uppskerubresti og annars konar hörmungum víða um heim. Og afleiðingarnar verða líka hættulegar hér. Einungis litlar breytingar á hitastigi sjávar geta haft víðtæk áhrif á þá hringrás veðurkerfa sem hingað til hefur gert Ísland byggilegt. Við sjáum nú þegar mikil hættumerki vegna hækkandi hitastigs hér á Norðurslóðum með bráðnun jökla, hækkun sjávar og því sem kannski verður alvarlegast fyrir afkomu okkar: súrnun sjávar. Sjórinn norðan af Íslandi súrnar hratt og hefur það fyrirsjáanleg neikvæð áhrif á lífríki hafsins og framtíð fiskveiða í Norðurhöfum. Það er því rangt sem forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa haldið fram af vafasamri smekkvísi: Það felast engin tækifæri í loftslagsbreytingum, hvorki fyrir Íslendinga né aðra.Hvert verður framlag Íslands? Það er mikilvægt að Ísland verði í fremstu röð þeirra ríkja sem skuldbinda sig til að draga úr losun í París. Við höfum, líkt og ESB og Noregur, lofað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent. Sú skuldbinding þýðir að við verðum draga úr losun um ekki minna en 40 prósent, nema að samið sé um að Ísland leggi minna af mörkum en aðrir og önnur ríki dragi þá hlutfallslega meira úr sinni losun. Þetta þýðir einfaldlega að Ísland verður að leggja sitt af mörkum að fullu í þessu alþjóðlega samkomulagi. En engin áætlun hefur þegar verið birt um hvernig ná megi þessu markmiði. Það vekur sérstakar áhyggjur að gríðarleg fjölgun ferðamanna og þrjú ný áætluð kísilver hafa ekki verið tekin með í losunarbókhald Íslands.Hvar drögum við úr losun? Við verðum því augljóslega að bregðast við með því að minnka losun enn hraðar og með enn kröftugri hætti en flest nágrannaríki, ef við eigum að ná markmiðum okkar. Við getum lagt fram áætlun um að skipta alfarið úr kolefnisorkugjöfum í samgöngum á landi fyrir 2030. Það væri flott skref. Dugar það til? Við getum líka gert áætlun um breytingar á orkunýtingu fiskveiðiflotans og auka þar hratt hlut endurnýjanlegra orkugjafa. Það væru alvöru tölur sem þar bættust við. Við þurfum að huga að leiðum til að minnka losun í flugsamgöngum og hafa þungann í atvinnusköpun annars staðar en í mengandi stóriðju. Fleira? Nú þarf að hugsa stórt.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun