Hulinn heimur líknarmeðferðar Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar 10. október 2015 07:00 Í tilefni af alþjóðlegum degi líknarmeðferðar 10. október Síðustu ár hefur athygli alþjóðasamtaka á sviði líknarmeðferðar, beinst að því að uppræta ákveðnar rangtúlkanir og misskilning. Margir telja að líknameðferð eigi einungis við þegar læknismeðferð vegna ólæknandi sjúkdóms hefur verið hætt. Að þá verði ákveðin þáttaskil sem þýði í raun það eitt að lífslokin nálgist. Staðreyndin er þó sú að líknarmeðferð er oft beitt samhliða læknisfræðilegri meðferð sem miðast við að halda niðri sjúkdómi. Alþjóðlega er mælst til að þegar einstaklingur greinist með lífshættulegan eða ólæknandi sjúkdóm sé líknarmeðferð frá upphafi hluti af þeirri nálgun sem notuð er, til að hann og ástvinir hans geti sem best aðlagast og lifað með breyttum aðstæðum. Nýlegar rannsóknir sýna fram á lengri lífshorfur hjá þeim einstaklingum sem fá líknarmeðferð samhliða læknisfræðilegri meðferð sem beinist að því að halda ólæknandi sjúkdóm í skefjum. Þetta verða að teljast mikilvæg og jákvæð tíðindi, sem kalla á breyttan skilning og breytt hugarfar tengt því sem líknarmeðferð stendur fyrir og þeim aðferðum sem þar er beitt.Hvað er líknarmeðferð? Þeir sem greinst hafa með alvarlega sjúkdóma vita best hversu víðtæk áhrif sú staðreynd getur haft á lífið í heild. Hugmyndafræði líknarmeðferðar kemur því inn á mörg svið mannlegrar tilveru og krefst, þegar við á, aðkomu og samvinnu margra fagstétta. Hugmyndafræði líknarmeðferðar hefur frá upphafi miðast við að horfa á þann sem veikist sem einstakling með ákveðna reynslu, bakgrunn og lífssýn sem hefur áhrif á hvernig hann tekst á við veikindin. Hann tilheyrir gjarnan fjölskyldu og vandamönnum sem þurfa líka á stuðningi, samtali, fræðslu og útskýringum að halda. Einstaklingurinn er þannig hluti af stærri heild og vegferð hans byggir oft einnig á vegferð ástvina hans. Líknarmeðferð byggir á aðferðum sem eiga sér í raun engin takmörk svo lengi sem þær aðferðir miðast við að draga úr líkamlegum og sálrænum einkennum sem sjúkdómur leiðir af sér eða meðferð vegna hans. Rétt og markviss meðhöndlun einkenna, í samvinnu við þann einstakling sem við þau glímir, skiptir gríðarlegu máli. Það skiptir máli af þeirri ástæðu að það er erfitt að eiga sér lífsgæði og von þegar slæm líðan litar tilveruna. Líknarmeðferð spannar vítt svið í sjúkdómsferli einstaklings. Meðferð miðast við að hjálpa fólki að lifa eins eðlilegu og innihaldsríku lífi og hægt er miðað við aðstæður á hverjum tíma, óháð því hver staða sjúkdómsins er. Í sjúkdómsferlinu getur þessi aðkoma verið tímabundin, til langframa eða spannað ákveðin tímabil. Sé svo komið að óumflýjanleg lífslok nálgist er einstaklingnum veitt svokölluð lífslokameðferð sem er aðeins einn hluti af líknarmeðferð. Líknarmeðferð á ekki bara við þegar um krabbameinssjúkdóm ræðir heldur alla lífsógnandi og ólæknandi sjúkdóma.Hverjir veita líknarmeðferð? Alþjóðleg stefna miðast við að allt heilbrigðisstarfsfólk hafi grunnþekkingu á líknarmeðferð og geti beitt henni þegar við á. Sérhæfð líknarmeðferð er veitt af heilbrigðisstarfsfólki sem hefur menntun, reynslu og þekkingu á sviði líknarmeðferðar og starfar í líknarráðgjafarteymi, á líknardeild og á göngudeild. Tvær heimaþjónustur, Heimahlynning og Karitas, veita sérhæfða líknarmeðferð í heimahúsum. Þessir aðilar veita stuðning og ráðgjöf varðandi líknarmeðferð á öllum stigum sjúkdóms þótt almennt verði þörf fyrir sérhæfða aðkomu meiri eftir því sem sjúkdómur ágerist.Aðgengi að líknarmeðferð er mannréttindi Á vefsíðu alþjóðasamtaka um líknarmeðferð kemur fram að í aðeins 20 af 234 löndum á heimsvísu hefur líknarmeðferð verið innleidd. Talið er að um 80% mannkynsins skorti aðgang að þeim lyfjum sem nauðsynleg eru talin til að lina einkenni og þjáningar af völdum alvarlegra og lífsógnandi sjúkdóma. Dagur líknarmeðferðar er í ár tileinkaður öllum þeim fjölda einstaklinga sem hafa þörf fyrir líknarmeðferð en fá ekki viðeigandi hjálp. Undirstrikað er að líknarmeðferð ætti að vera í boði fyrir alla þá sem á þurfa að halda, óháð kyni, aldri, kynþætti, sjúkdómi, kynhneigð eða búsetu. Á Íslandi má segja að aðgengi að líknarmeðferð sé gott. Hins vegar er ljóst að enn er mikið starf fyrir höndum tengt því að uppfræða almenning og heilbrigðisstarfsfólk um það sem þessi meðferð snýst um, fyrir hverja hún er og þann ávinning sem getur fengist með því að beita henni meðfram annarri læknismeðferð í meðhöndlun lífshamlandi og ólæknandi sjúkdóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Í tilefni af alþjóðlegum degi líknarmeðferðar 10. október Síðustu ár hefur athygli alþjóðasamtaka á sviði líknarmeðferðar, beinst að því að uppræta ákveðnar rangtúlkanir og misskilning. Margir telja að líknameðferð eigi einungis við þegar læknismeðferð vegna ólæknandi sjúkdóms hefur verið hætt. Að þá verði ákveðin þáttaskil sem þýði í raun það eitt að lífslokin nálgist. Staðreyndin er þó sú að líknarmeðferð er oft beitt samhliða læknisfræðilegri meðferð sem miðast við að halda niðri sjúkdómi. Alþjóðlega er mælst til að þegar einstaklingur greinist með lífshættulegan eða ólæknandi sjúkdóm sé líknarmeðferð frá upphafi hluti af þeirri nálgun sem notuð er, til að hann og ástvinir hans geti sem best aðlagast og lifað með breyttum aðstæðum. Nýlegar rannsóknir sýna fram á lengri lífshorfur hjá þeim einstaklingum sem fá líknarmeðferð samhliða læknisfræðilegri meðferð sem beinist að því að halda ólæknandi sjúkdóm í skefjum. Þetta verða að teljast mikilvæg og jákvæð tíðindi, sem kalla á breyttan skilning og breytt hugarfar tengt því sem líknarmeðferð stendur fyrir og þeim aðferðum sem þar er beitt.Hvað er líknarmeðferð? Þeir sem greinst hafa með alvarlega sjúkdóma vita best hversu víðtæk áhrif sú staðreynd getur haft á lífið í heild. Hugmyndafræði líknarmeðferðar kemur því inn á mörg svið mannlegrar tilveru og krefst, þegar við á, aðkomu og samvinnu margra fagstétta. Hugmyndafræði líknarmeðferðar hefur frá upphafi miðast við að horfa á þann sem veikist sem einstakling með ákveðna reynslu, bakgrunn og lífssýn sem hefur áhrif á hvernig hann tekst á við veikindin. Hann tilheyrir gjarnan fjölskyldu og vandamönnum sem þurfa líka á stuðningi, samtali, fræðslu og útskýringum að halda. Einstaklingurinn er þannig hluti af stærri heild og vegferð hans byggir oft einnig á vegferð ástvina hans. Líknarmeðferð byggir á aðferðum sem eiga sér í raun engin takmörk svo lengi sem þær aðferðir miðast við að draga úr líkamlegum og sálrænum einkennum sem sjúkdómur leiðir af sér eða meðferð vegna hans. Rétt og markviss meðhöndlun einkenna, í samvinnu við þann einstakling sem við þau glímir, skiptir gríðarlegu máli. Það skiptir máli af þeirri ástæðu að það er erfitt að eiga sér lífsgæði og von þegar slæm líðan litar tilveruna. Líknarmeðferð spannar vítt svið í sjúkdómsferli einstaklings. Meðferð miðast við að hjálpa fólki að lifa eins eðlilegu og innihaldsríku lífi og hægt er miðað við aðstæður á hverjum tíma, óháð því hver staða sjúkdómsins er. Í sjúkdómsferlinu getur þessi aðkoma verið tímabundin, til langframa eða spannað ákveðin tímabil. Sé svo komið að óumflýjanleg lífslok nálgist er einstaklingnum veitt svokölluð lífslokameðferð sem er aðeins einn hluti af líknarmeðferð. Líknarmeðferð á ekki bara við þegar um krabbameinssjúkdóm ræðir heldur alla lífsógnandi og ólæknandi sjúkdóma.Hverjir veita líknarmeðferð? Alþjóðleg stefna miðast við að allt heilbrigðisstarfsfólk hafi grunnþekkingu á líknarmeðferð og geti beitt henni þegar við á. Sérhæfð líknarmeðferð er veitt af heilbrigðisstarfsfólki sem hefur menntun, reynslu og þekkingu á sviði líknarmeðferðar og starfar í líknarráðgjafarteymi, á líknardeild og á göngudeild. Tvær heimaþjónustur, Heimahlynning og Karitas, veita sérhæfða líknarmeðferð í heimahúsum. Þessir aðilar veita stuðning og ráðgjöf varðandi líknarmeðferð á öllum stigum sjúkdóms þótt almennt verði þörf fyrir sérhæfða aðkomu meiri eftir því sem sjúkdómur ágerist.Aðgengi að líknarmeðferð er mannréttindi Á vefsíðu alþjóðasamtaka um líknarmeðferð kemur fram að í aðeins 20 af 234 löndum á heimsvísu hefur líknarmeðferð verið innleidd. Talið er að um 80% mannkynsins skorti aðgang að þeim lyfjum sem nauðsynleg eru talin til að lina einkenni og þjáningar af völdum alvarlegra og lífsógnandi sjúkdóma. Dagur líknarmeðferðar er í ár tileinkaður öllum þeim fjölda einstaklinga sem hafa þörf fyrir líknarmeðferð en fá ekki viðeigandi hjálp. Undirstrikað er að líknarmeðferð ætti að vera í boði fyrir alla þá sem á þurfa að halda, óháð kyni, aldri, kynþætti, sjúkdómi, kynhneigð eða búsetu. Á Íslandi má segja að aðgengi að líknarmeðferð sé gott. Hins vegar er ljóst að enn er mikið starf fyrir höndum tengt því að uppfræða almenning og heilbrigðisstarfsfólk um það sem þessi meðferð snýst um, fyrir hverja hún er og þann ávinning sem getur fengist með því að beita henni meðfram annarri læknismeðferð í meðhöndlun lífshamlandi og ólæknandi sjúkdóma.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun