Viðskipti innlent

Skaðabótamál gegn Glitnismönnum fellt niður

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis var einn þeirra sem slitastjórnin stefndi.
Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis var einn þeirra sem slitastjórnin stefndi. vísir/anton brink
Skaðabótamál sem slitastjórn Glitnis höfðaði gegn fyrrverandi stjórnarmönnum og stjórnendum bankans var fellt niður í gær.

Alls hafði slitastjórnin stefnt níu manns, en þar á meðal voru Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi stjórnarformaður FL Group, stærsta eiganda Glitnis, og Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri FL Group og stjórnarmaður í Glitni.

Stefndu munu hver um sig greiða málskostnað vegna rekstrar málsins fyrir dómi samkvæmt samkomulagi við slitastjórnina, fyrir utan einn hinna stefndu sem hyggst láta reyna á kostnaðinn fyrir dómi.

Skaðabótamálið snerist um 15 milljarða króna víkjandi lán sem Glitnir veiti Baugi um áramótin 2007-2008 til að taka þátt í hlutafjárútboði FL Group. Taldi slitastjórnin að tjón bankans vegna lánsins hefði numið 6,5 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×