Meðalverð á bensíni í Bandaríkjunum undir 2 dollara gallonið Finnur Thorlacius skrifar 22. desember 2015 16:23 Meðalbensínverðið er komið undir 2 dollara á gallonið. Enn lækkar bensínverð í Bandaríkjunum og samkvæmt útreikningum AAA þar í landi hefur meðalverðið nú fallið undir 2 dollara á hvert gallon (3,78 l.) og hefur það ekki verið lægra í 7 ár. Miklar birgðir af bensíni eru nú í Bandaríkjunum og hefur það þrýst hratt niður verði í allt ár. Eins og fyrri daginn er verðið nokkuð ólíkt eftir ríkjum landsins og ódýrast er það nú í Missouri, eða 1,77 dollarar. Það er 60,85 krónur á hvern lítra. Næst ódýrast er það í Oklahoma og S-Carolina, 178 dollarar. Á nokkrum bensínstöðvum er verðið 1,59 dollarar, eða 54,7 krónur. Vegna þessa lága verðs er búist við mikilli umferð Bandaríkjamanan yfir jólahátíðarnar og óttast National Highway Traffic Safety Administration stofnunin að dauðsföllum muni fjölga um allt að 8,1% í ár og er það mesta hækkun dauðsfalla á þarlendum vegum frá árinu 1946. Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent
Enn lækkar bensínverð í Bandaríkjunum og samkvæmt útreikningum AAA þar í landi hefur meðalverðið nú fallið undir 2 dollara á hvert gallon (3,78 l.) og hefur það ekki verið lægra í 7 ár. Miklar birgðir af bensíni eru nú í Bandaríkjunum og hefur það þrýst hratt niður verði í allt ár. Eins og fyrri daginn er verðið nokkuð ólíkt eftir ríkjum landsins og ódýrast er það nú í Missouri, eða 1,77 dollarar. Það er 60,85 krónur á hvern lítra. Næst ódýrast er það í Oklahoma og S-Carolina, 178 dollarar. Á nokkrum bensínstöðvum er verðið 1,59 dollarar, eða 54,7 krónur. Vegna þessa lága verðs er búist við mikilli umferð Bandaríkjamanan yfir jólahátíðarnar og óttast National Highway Traffic Safety Administration stofnunin að dauðsföllum muni fjölga um allt að 8,1% í ár og er það mesta hækkun dauðsfalla á þarlendum vegum frá árinu 1946.
Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent