Guns N´ Roses að koma saman í upprunalegri mynd? Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. desember 2015 16:10 vísir/getty Aðdáendur geta sér nú til um að hljómsveitin Guns N‘ Roses undirbúi endurkomu sína eftir stóraukna virkni á netinu og samfélagsmiðlunum að undanförnum. Til marks um það eru miklar breytingar sem hafa átt sér stað á vefsíðu sveitarinnar á síðustu vikum. Þannig hefur upprunlega merki sveitarinnar, byssur umvafðar rósum, verið komið fyrir á vefsíðunni og á Facebook-síðu Guns N‘ Roses hefur verið óvenjulega mikil virkni. Þetta hefur gefið aðdáendum tilefni til bjartsýni og margir hverjir eru sannfærðir um að þetta sé til marks um að sveitin kunni að koma saman á ný – og það í upprunalegri mynd. Viðbrögðin hafa þó verið blendin. Meðan margir netverjar hafa hoppað hæð sína af kæti eru aðrir sem minna á að tónleikar sveitarinnar hafi verið upp og ofan á undanförnum árum. „Þeir mættu um 90 mínútum of seint og spiluðu langt fram yfir auglýstan tíma þannig að skipuleggjendur hátíðarinnar neyddust til að kippa þeim úr sambandi til að sleppa við háar sektir,“ hafði einn notandi Reddit um frammistöðu þeirra á Reading tónleikahátíðinni ári 2010 að segja. Notandinn bætti við: „Axl og félagar létu þó ekki þar við sitja heldur komu aftur á svið og fluttu vandræðalega órafmagnaða útgáfu af Paradise City (bókstaflega órafmagnaða, það var ekki kveikt á neinum raftækjum, það heyrðist bara í trommunum) þar sem Axl söng í gegnum gjallarhorn. Fullkomin niðurlæging.“ Endurkomuorðrómar hafa verið á sveimi síðan í september. Því er haldið fram að söngvarinn Axl Rose og gítarleikarinn Slash hafi grafið stríðsöxina og heimildir Dish Nation herma að þeir hafi náð munnlegu samkomulegi um að rotta saman upprunalegu meðlimum Guns N‘ Roses. „Tónleikar eru tækifærið þeirra til að sýna þeim heiminum hvað í þeim bjó – sem og að græða peninga,“ segja heimildirnar. Síðast kom sveitin saman í upprunalegri mynd á tónleikum í Argentínu þann 17. júlí 1993. Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
Aðdáendur geta sér nú til um að hljómsveitin Guns N‘ Roses undirbúi endurkomu sína eftir stóraukna virkni á netinu og samfélagsmiðlunum að undanförnum. Til marks um það eru miklar breytingar sem hafa átt sér stað á vefsíðu sveitarinnar á síðustu vikum. Þannig hefur upprunlega merki sveitarinnar, byssur umvafðar rósum, verið komið fyrir á vefsíðunni og á Facebook-síðu Guns N‘ Roses hefur verið óvenjulega mikil virkni. Þetta hefur gefið aðdáendum tilefni til bjartsýni og margir hverjir eru sannfærðir um að þetta sé til marks um að sveitin kunni að koma saman á ný – og það í upprunalegri mynd. Viðbrögðin hafa þó verið blendin. Meðan margir netverjar hafa hoppað hæð sína af kæti eru aðrir sem minna á að tónleikar sveitarinnar hafi verið upp og ofan á undanförnum árum. „Þeir mættu um 90 mínútum of seint og spiluðu langt fram yfir auglýstan tíma þannig að skipuleggjendur hátíðarinnar neyddust til að kippa þeim úr sambandi til að sleppa við háar sektir,“ hafði einn notandi Reddit um frammistöðu þeirra á Reading tónleikahátíðinni ári 2010 að segja. Notandinn bætti við: „Axl og félagar létu þó ekki þar við sitja heldur komu aftur á svið og fluttu vandræðalega órafmagnaða útgáfu af Paradise City (bókstaflega órafmagnaða, það var ekki kveikt á neinum raftækjum, það heyrðist bara í trommunum) þar sem Axl söng í gegnum gjallarhorn. Fullkomin niðurlæging.“ Endurkomuorðrómar hafa verið á sveimi síðan í september. Því er haldið fram að söngvarinn Axl Rose og gítarleikarinn Slash hafi grafið stríðsöxina og heimildir Dish Nation herma að þeir hafi náð munnlegu samkomulegi um að rotta saman upprunalegu meðlimum Guns N‘ Roses. „Tónleikar eru tækifærið þeirra til að sýna þeim heiminum hvað í þeim bjó – sem og að græða peninga,“ segja heimildirnar. Síðast kom sveitin saman í upprunalegri mynd á tónleikum í Argentínu þann 17. júlí 1993.
Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira