Suzuki stökkmús á 1,6 milljónir Finnur Thorlacius skrifar 29. desember 2015 13:34 Suzuki Alto Works. Suzuki er þekkt fyrir framleiðslu lítilla en vel smíðaðra og oft á tíðum mjög skemmtilegra bíla. Segja má að Suzuki sé að toppa sig í þeim fræðum með þessum Alto Works bíl með forþjöppudrifna þriggja strokka vél og fjórhjóladrif. Vélin er ekki skráð fyrir nema 64 hestöflum sem kemur aðeins úr 0,66 lítra sprengirými og því flokkast þessi mús sem kei-bíll og nýtur skattfríðinda í Japan. Þar sem hann vegur aðeins 670 kíló þá samsvarað það 192 hestöflum í tveggja tonna bíl, sem þætti ekkert lítið. Hann er svo smár bíll að hann er minni en þriggja hurða Mini. Alto Works mun bara fást með 5 gíra beinskiptingu með “shortshift” í takti við sportlega eiginleika bílsins og stífa fjöðrun. Hann kemur á 15 tommu svörtum álfelgum, með Recaro sportsætum, pedölum úr rispuðu stáli og rauðstagaðri innréttingu. Þessi snaggaralegi bíll mun aðeins fást í heimalandinu Japan og er það synd. Bílinn má kaupa á um 1,6 milljónir króna þar, sem vart telst hátt verð fyrir fjórhjóladrifinn forþjöppubíl með mikla sporteiginleika. Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent
Suzuki er þekkt fyrir framleiðslu lítilla en vel smíðaðra og oft á tíðum mjög skemmtilegra bíla. Segja má að Suzuki sé að toppa sig í þeim fræðum með þessum Alto Works bíl með forþjöppudrifna þriggja strokka vél og fjórhjóladrif. Vélin er ekki skráð fyrir nema 64 hestöflum sem kemur aðeins úr 0,66 lítra sprengirými og því flokkast þessi mús sem kei-bíll og nýtur skattfríðinda í Japan. Þar sem hann vegur aðeins 670 kíló þá samsvarað það 192 hestöflum í tveggja tonna bíl, sem þætti ekkert lítið. Hann er svo smár bíll að hann er minni en þriggja hurða Mini. Alto Works mun bara fást með 5 gíra beinskiptingu með “shortshift” í takti við sportlega eiginleika bílsins og stífa fjöðrun. Hann kemur á 15 tommu svörtum álfelgum, með Recaro sportsætum, pedölum úr rispuðu stáli og rauðstagaðri innréttingu. Þessi snaggaralegi bíll mun aðeins fást í heimalandinu Japan og er það synd. Bílinn má kaupa á um 1,6 milljónir króna þar, sem vart telst hátt verð fyrir fjórhjóladrifinn forþjöppubíl með mikla sporteiginleika.
Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent