Viðskipti innlent

Óbreyttir stýrivextir um sinn en bindiskylda lækkar

Ingvar Haraldsson skrifar
Arnór Sighvatsson og Már Guðmundsson seðlabankastjórar.
Arnór Sighvatsson og Már Guðmundsson seðlabankastjórar. vísir/stefán
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í gærmorgun að stýrivextir bankans yrðu áfram 5,75 prósent.

Seðlabankinn boðaði þó frekari vaxtahækkanir á næstu misserum í ljósi vaxandi innlends verðbólguþrýstings. Hve mikið og hve hratt stýrivextir yrðu hækkaðir ætti eftir að koma í ljós.

Orðalag peningastefnunefndarinnar vakti athygli greiningardeilda Arion banka og Íslandsbanka og töldu þær tón nefndarmanna hafa mildast. Það gæti bent til þess að stýrivaxtahækkanir á næstunni yrðu ekki eins skarpar og búist hafi verið við.

Þá var bindiskylda lækkuð í 2,5 prósent eftir að hafa verið hækkuð í 4 prósent í september. Markmið lækkunarinnar var að auðvelda bönkunum að mæta greiðslum stöðugleikaframlags sem útlit er fyrir að verði greiddar á næstu vikum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×