Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í gærmorgun að stýrivextir bankans yrðu áfram 5,75 prósent.
Seðlabankinn boðaði þó frekari vaxtahækkanir á næstu misserum í ljósi vaxandi innlends verðbólguþrýstings. Hve mikið og hve hratt stýrivextir yrðu hækkaðir ætti eftir að koma í ljós.
Orðalag peningastefnunefndarinnar vakti athygli greiningardeilda Arion banka og Íslandsbanka og töldu þær tón nefndarmanna hafa mildast. Það gæti bent til þess að stýrivaxtahækkanir á næstunni yrðu ekki eins skarpar og búist hafi verið við.
Þá var bindiskylda lækkuð í 2,5 prósent eftir að hafa verið hækkuð í 4 prósent í september. Markmið lækkunarinnar var að auðvelda bönkunum að mæta greiðslum stöðugleikaframlags sem útlit er fyrir að verði greiddar á næstu vikum.
Óbreyttir stýrivextir um sinn en bindiskylda lækkar
Ingvar Haraldsson skrifar

Mest lesið

„Ég held að þú þurfir ný gleraugu“
Viðskipti innlent

Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða
Viðskipti innlent

Vaxtalækkunarferlið heldur áfram
Viðskipti innlent

„Sporttöppum“ aftur komið fyrir
Neytendur

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent

Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd
Viðskipti innlent

Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta
Viðskipti innlent

Ráðinn markaðsstjóri Bónuss
Viðskipti innlent

Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka
Viðskipti innlent

Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag
Viðskipti innlent