Nýtt rúgbrauð sýnt í janúar Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2015 10:15 Nýja Volkswagen rúgbrauðið. worldcarfans Volkswagen mun sýna nýjan bíl á Consumer Electronics sýningunni í Las Vegas þann 5. janúar. Næsta víst þykir að þessi bíll sé nýtt rúgbrauð með rafmagnsdrifrás, en Volkswagen hefur sagt að sá bíll verði til sýnis á bílasýningunni í Genf í mars. Nýja rúgbrauðið í rafmagnsútfærslu á að komast 400 til 500 kílómetra á hverri hleðslu. Hann mun þó einnig fást með bensín- og dísilvélum og allar þeirra eiga það sameiginlegt að vera fjögurra strokka. Bíllinn verður byggður á MQB undirvagninum sem er undir fjöldamörgum bílgerðum Volkswagen bílafjölskyldunnar. Sagt er að nýtt rúgbrauð sé minni bíll en Multivan og að útlit hans sé í “Retro”-stíl, enda hvernig mætti annað vera ef hann á að vera arftaki gamla rúgbrauðsins. Hann á að verða framleiddur í verksmiðju Volkswagen í Puebla í Mexíkó og búist er við því að hann komi á markað árið 2017. Gamla rúgbrauðið. Nú dæmi hver fyrir sig hvort það er fallegra en það nýja. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Volkswagen mun sýna nýjan bíl á Consumer Electronics sýningunni í Las Vegas þann 5. janúar. Næsta víst þykir að þessi bíll sé nýtt rúgbrauð með rafmagnsdrifrás, en Volkswagen hefur sagt að sá bíll verði til sýnis á bílasýningunni í Genf í mars. Nýja rúgbrauðið í rafmagnsútfærslu á að komast 400 til 500 kílómetra á hverri hleðslu. Hann mun þó einnig fást með bensín- og dísilvélum og allar þeirra eiga það sameiginlegt að vera fjögurra strokka. Bíllinn verður byggður á MQB undirvagninum sem er undir fjöldamörgum bílgerðum Volkswagen bílafjölskyldunnar. Sagt er að nýtt rúgbrauð sé minni bíll en Multivan og að útlit hans sé í “Retro”-stíl, enda hvernig mætti annað vera ef hann á að vera arftaki gamla rúgbrauðsins. Hann á að verða framleiddur í verksmiðju Volkswagen í Puebla í Mexíkó og búist er við því að hann komi á markað árið 2017. Gamla rúgbrauðið. Nú dæmi hver fyrir sig hvort það er fallegra en það nýja.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira