Ingþór skipaður fjársýslustjóri Sæunn Gísladóttir skrifar 10. desember 2015 14:11 Ingþór Karl Eiríksson hefur verið skipaður í embætti fjársýslustjóra til fimm ára frá 1. janúar 2016. Mynd/fjármálaráðuneytið Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað Ingþór Karl Eiríksson í embætti fjársýslustjóra til fimm ára frá 1. janúar 2016. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Ingþór Karl lauk cand. oecon prófi af fjármálasviði viðskiptadeildar Háskóla Íslands árið 1998 og MSc gráðu í fjármálum fyrirtækja frá sama skóla árið 2012. Síðastliðin sjö ár hefur hann starfað sem sérfræðingur á skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneyti. Þar hefur hann verið tengiliður ráðuneytisins við Fjársýslu ríkisins og hefur borið ábyrgð á helstu málaflokkum stofnunarinnar fyrir hönd ráðuneytisins. Áður starfaði Ingþór Karl sem fjármálastjóri SMI ehf., sem sérfræðingur í fjárhagsdeild hjá Íslandsbanka, sem sérfræðingur í fjárhagsdeild og deildarstjóri fjárreiðudeildar hjá Eimskipafélagi Íslands ehf. og deildarstjóri fjárhagsdeildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Embætti fjársýslustjóra var auglýst í október síðastliðnum og rann umsóknarfrestur út 2. nóvember. Tíu umsóknir bárust en tveir umsækjendur drógu umsókn sína til baka. Skipuð var þriggja manna ráðgefandi hæfnisnefnd sem lagði sjálfstætt mat á umsóknir og umsækjendur. Ráðgjafarfyrirtækið Capacent leiddi nefndina. Að fenginni umsögn hæfnisnefndar skipaði fjármála- og efnahagsráðherra í embættið. Fjársýsla ríkisins er lykilaðili í fjárstjórn og rekstri ríkisins. Hlutverk hennar er að stuðla að hagkvæmri og árangursríkri starfsemi ríkisins með samhæfingu fjármálastjórnar og þjónustu við ríkisaðila. Stofnunin samræmir reikningsskil ríkisaðila, tryggir tímanlegar og áreiðanlegar upplýsingar um fjármál og starfsemi ríkisins og stuðlar að öruggri og skilvirkri greiðslumiðlun ríkissjóðs. Hún annast þróun og rekstur sameiginlegra upplýsingakerfa ríkisins á sviði fjár- og mannauðsmála. Í Fjársýslunni, sem er til húsa að Vegmúla 3, starfa 74 starfsmenn. Mest lesið Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Vextir lækka hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað Ingþór Karl Eiríksson í embætti fjársýslustjóra til fimm ára frá 1. janúar 2016. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Ingþór Karl lauk cand. oecon prófi af fjármálasviði viðskiptadeildar Háskóla Íslands árið 1998 og MSc gráðu í fjármálum fyrirtækja frá sama skóla árið 2012. Síðastliðin sjö ár hefur hann starfað sem sérfræðingur á skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneyti. Þar hefur hann verið tengiliður ráðuneytisins við Fjársýslu ríkisins og hefur borið ábyrgð á helstu málaflokkum stofnunarinnar fyrir hönd ráðuneytisins. Áður starfaði Ingþór Karl sem fjármálastjóri SMI ehf., sem sérfræðingur í fjárhagsdeild hjá Íslandsbanka, sem sérfræðingur í fjárhagsdeild og deildarstjóri fjárreiðudeildar hjá Eimskipafélagi Íslands ehf. og deildarstjóri fjárhagsdeildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Embætti fjársýslustjóra var auglýst í október síðastliðnum og rann umsóknarfrestur út 2. nóvember. Tíu umsóknir bárust en tveir umsækjendur drógu umsókn sína til baka. Skipuð var þriggja manna ráðgefandi hæfnisnefnd sem lagði sjálfstætt mat á umsóknir og umsækjendur. Ráðgjafarfyrirtækið Capacent leiddi nefndina. Að fenginni umsögn hæfnisnefndar skipaði fjármála- og efnahagsráðherra í embættið. Fjársýsla ríkisins er lykilaðili í fjárstjórn og rekstri ríkisins. Hlutverk hennar er að stuðla að hagkvæmri og árangursríkri starfsemi ríkisins með samhæfingu fjármálastjórnar og þjónustu við ríkisaðila. Stofnunin samræmir reikningsskil ríkisaðila, tryggir tímanlegar og áreiðanlegar upplýsingar um fjármál og starfsemi ríkisins og stuðlar að öruggri og skilvirkri greiðslumiðlun ríkissjóðs. Hún annast þróun og rekstur sameiginlegra upplýsingakerfa ríkisins á sviði fjár- og mannauðsmála. Í Fjársýslunni, sem er til húsa að Vegmúla 3, starfa 74 starfsmenn.
Mest lesið Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Vextir lækka hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Sjá meira