Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Snæfell 109-73 | Búið í fyrsta leikhluta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. desember 2015 21:15 Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar. vísir/ernir Stjarnan vann sinn fjórða leik í röð í Domino's-deild karla í kvöld með fádæma öruggum sigri á Snæfelli í Ásgarði í kvöld. Sigurður Þorvaldsson er frá vegna meiðsla í liði Snæfells sem var þunnskipað fyrir. Liðið var aðeins með tíu menn á skýrslu - þar af hinn 49 ára Baldur Þorleifsson og aðstoðarþjálfarann Gunnlaug Smárason sem hafði ekki spilað í mörg ár. Báðir komu þeir mikið við sögu í leiknum og spiluðu báðir í fyrsta leikhluta, sem segir sitt um gang leiksins. Stjörnumenn gáfu tóninn strax í fyrstu sóknunum sínum. Sóttu inn í teig og skoruðu auðveldar körfur undir körfuni, þar sem Al'lonzo Coleman var í aðalhlutverki. Coleman skoraði tólf stig í fyrsta leikhluta en Stjarnan leiddi að honum loknum, 37-20. Coleman hélt sig oftast til hlés lengi vel eftir það en Stjarnan jók forystuna engu að síður, jafnt og þétt. Coleman endaði með nítján stig eftir að hafa tekið rispu undir lok leiksins. Garðbæingar skoruðu 60 stig í fyrri hálfleik og leiddu með um 30 stiga mun lengst af í þeim síðari. Úrslitin voru löngu ráðin og ekkert annað fyrir liðin að gera að halda haus af fremsta megni og klára sitt samviskusamlega. Stjörnumenn spiluðu frábæra vörn á lemstrað lið Snæfells í kvöld, sérstaklega í fyrri hálfleik er Sherrod Wright skoraði aðeins tíu stig fyrir Snæfell. Hann endaði þó með 29 stig og var langstigahæstur í liði gestanna. Sóknarleikur liðsins var einnig góður, sem og skotnýtingin, enda mótspyrnan ekki mikil. Þeir gerðu þó sitt einkar vel og héldu fínni einbeitingu allt til loka. Justin Shouse skoraði 28 stig fyrir Snæfell og Tómas Heiðar Tómasson fimmtán. Stjarnan er með fjórtán stig eftir sigurinn í kvöld en Snæfell er enn með átta.Stjarnan-Snæfell 109-73 (37-20, 25-14, 27-19, 20-20)Stjarnan: Justin Shouse 28/4 fráköst/8 stoðsendingar, Al'lonzo Coleman 19/10 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Tómas Heiðar Tómasson 15/5 stoðsendingar, Magnús Bjarki Guðmundsson 10, Ágúst Angantýsson 10, Sæmundur Valdimarsson 8, Marvin Valdimarsson 7/10 fráköst, Kristinn Ólafsson 5/5 fráköst, Brynjar Magnús Friðriksson 4, Tómas Þórður Hilmarsson 3/5 fráköst.Snæfell: Sherrod Nigel Wright 29/11 fráköst, Austin Magnus Bracey 16/4 fráköst/5 stoðsendingar, Stefán Karel Torfason 8/11 fráköst, Jóhann Kristófer Sævarsson 5, Viktor Marínó Alexandersson 4, Sveinn Arnar Davíðsson 3/5 fráköst, Hafsteinn Helgi Davíðsson 3, Almar Njáll Hinriksson 2, Baldur Þorleifsson 2, Birkir Freyr Björgvinsson 1/4.Ingi Þór: Verðum með kúlurass í vor Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var upplitsdjarfur þrátt fyrir allt í kvöld og segir að hans menn muni lítið dvelja við tap kvöldsins. Þess í stað verður nú öll einbeiting á næsta leik. „Ég er ánægður með að við fórum heilir frá þessum leik. Stjörnumenn voru öflugir í kvöld, voru greinilega búnir að undirbúa sig vel og lokuðu á flest það sem við vildum gera,“ sagði þjálfarinn. „Við vorum þvingaðir út í að spila einstaklingsbolta eins og oft vill verða í svona leikjum en ég saknaði þess að sjá baráttu og elju hjá mínum mönnum. Það á ekki að vera hægt að taka það af mönnum.“ Ingi Þór segir að það sé ljóst að hans menn áttu aldrei möguleika í leiknum, sérsatklega miðað við hugarfar leikmanna. Hann neitar þó að trúa því að menn hafi talið að þetta væri töpuð barátta fyrirfram. „Það má aldrei. Kannski var trúin ekki nógu mikil og getan á milli liðanna kannski meiri en trúin gat ráðið við. En nú fer okkar kraftur í að undirbúa okkur fyrir leikinn gegn Þór á heimavelli - síðasta leik okkar fyrir jól. Við ætlum að enda tímabilið fyrir jól með sigri - það er alveg klárt.“ Ingi Þór segir ljóst að eitthvað þarf að breytast eftir áramót enda liðin í neðri hluta deildarinnar að bæta sig um þessar mundir. „Ég tel líka að það sé mikið svigrúm innan okkar liðs að bæta okkur. Byrjunarliðið þarf að spila mjög vel, það er alveg ljóst, en þetta snýst um alla heildina og að allir leggi sitt af mörkum - bæði í leikjum og á æfingum.“ Ingi Þór gantast með að hann sé enn skráður í KR og að það sé „feitur biti“ á leikmannamarkaðnum sem verður opinn á ný eftir áramót. En hvort að Snæfell styrki leikmannahópinn frekar þá sagði hann að það yrði að koma í ljós. „Það eru einhverjir möguleikar en fyrst og fremst ætlum við að einbeita okkur að því sem við erum með í höndunum. Við vissum fyrir tímabil að þetta yrði brekka fyrir okkur og það er alveg ljóst að við verðum með kúlurass í vor eftir allt púlið.“ „Við höfum verið að gera margt fínt en dottið svo niður algjörlega niður þar á milli. Ég vil sjá breytingu á því og að menn fari í alla leiki með baráttuna í lagi.“Hrafn: Vildum halda dampi Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, er ánægður með hvernig hans menn mættu til leiks eftir slæmt tap gegn Grindavík í bikarnum. „Maður er löngu hættur að sjá í hvað stefnir hjá Stjörnunni, Garðabæ. Það skiptir okkur litlu máli við hverja við erum að spila og við reynum frekar að halda dampi allan leikinn,“ sagði Hrafn. Stjarnan hefur unnið þrjá leiki í röð en steinlá fyrir Grindavík í bikarnum á sunnudaginn en liðið skoraði aðeins 58 stig þá. „Við mættum bara í náttfötunum í þeim leik og lögðumst til svefns. Maður hefur varla náð að rýna í þann leik en eitthvað andleysi var í gangi í þeim leik. Við vildum ekki að það myndi endurtaka sig í kvöld.“ Hrafn segir að það hafi verið lagt upp með að byrja leikinn af krafti og halda út í 40 mínútur. Hann var ánægður með það sem hann sá hjá sínum mönnum í kvöld. „Bekkurinn kom vel inn og við spiluðum góða vörn. Nokkrir leikmenn sem þurftu mínútur fengu að spila í kvöld sem var gott.“ Stjarnan mætir Keflavík, öðru toppliði deildarinnar, í lokaleik sínum fyrir jól og gæti jafnað liðið að stigum með sigri. „Það er möguleiki til að fara upp um eitt sæti. Það er að því að miklu að keppa. En þrátt fyrir það finnst mér að við séum ekki að spila neitt sérstaklega vel. Við getum bætt okkur á mörgum sviðum en eitthvað hljótum við þó að gera rétt.“Sæmundur: Loksins að koma hjá mér „Það getur verið erfitt að halda einbeitingu í leik eins og þessum en við spiluðum vel í kvöld,“ sagði Sæmundur Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, sem skoraði átta stig í sigrinum á Snæfelli. „Við fengum framlag frá öllum leikmönnum í kvöld. Það hefur vantað upp á að menn spili almennilega saman en við gerðum það í kvöld. Bekkurinn kom til dæmis mjög sterkur inn í kvöld.“ Sæmundur var með kaldan bakstur á báðum hnjám í viðtalinu en hann segist allur að vera koma til eftir meiðslin sín. „Þetta er loksins að koma hjá mér núna. Ég fór í aðgerð í vor og þetta gengur vel hjá mér. Ég tek vel á því á æfingum og finn í raun ekkert fyrir þessu lengur.“Tweets by @Visirkarfa3 Dominos-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira
Stjarnan vann sinn fjórða leik í röð í Domino's-deild karla í kvöld með fádæma öruggum sigri á Snæfelli í Ásgarði í kvöld. Sigurður Þorvaldsson er frá vegna meiðsla í liði Snæfells sem var þunnskipað fyrir. Liðið var aðeins með tíu menn á skýrslu - þar af hinn 49 ára Baldur Þorleifsson og aðstoðarþjálfarann Gunnlaug Smárason sem hafði ekki spilað í mörg ár. Báðir komu þeir mikið við sögu í leiknum og spiluðu báðir í fyrsta leikhluta, sem segir sitt um gang leiksins. Stjörnumenn gáfu tóninn strax í fyrstu sóknunum sínum. Sóttu inn í teig og skoruðu auðveldar körfur undir körfuni, þar sem Al'lonzo Coleman var í aðalhlutverki. Coleman skoraði tólf stig í fyrsta leikhluta en Stjarnan leiddi að honum loknum, 37-20. Coleman hélt sig oftast til hlés lengi vel eftir það en Stjarnan jók forystuna engu að síður, jafnt og þétt. Coleman endaði með nítján stig eftir að hafa tekið rispu undir lok leiksins. Garðbæingar skoruðu 60 stig í fyrri hálfleik og leiddu með um 30 stiga mun lengst af í þeim síðari. Úrslitin voru löngu ráðin og ekkert annað fyrir liðin að gera að halda haus af fremsta megni og klára sitt samviskusamlega. Stjörnumenn spiluðu frábæra vörn á lemstrað lið Snæfells í kvöld, sérstaklega í fyrri hálfleik er Sherrod Wright skoraði aðeins tíu stig fyrir Snæfell. Hann endaði þó með 29 stig og var langstigahæstur í liði gestanna. Sóknarleikur liðsins var einnig góður, sem og skotnýtingin, enda mótspyrnan ekki mikil. Þeir gerðu þó sitt einkar vel og héldu fínni einbeitingu allt til loka. Justin Shouse skoraði 28 stig fyrir Snæfell og Tómas Heiðar Tómasson fimmtán. Stjarnan er með fjórtán stig eftir sigurinn í kvöld en Snæfell er enn með átta.Stjarnan-Snæfell 109-73 (37-20, 25-14, 27-19, 20-20)Stjarnan: Justin Shouse 28/4 fráköst/8 stoðsendingar, Al'lonzo Coleman 19/10 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Tómas Heiðar Tómasson 15/5 stoðsendingar, Magnús Bjarki Guðmundsson 10, Ágúst Angantýsson 10, Sæmundur Valdimarsson 8, Marvin Valdimarsson 7/10 fráköst, Kristinn Ólafsson 5/5 fráköst, Brynjar Magnús Friðriksson 4, Tómas Þórður Hilmarsson 3/5 fráköst.Snæfell: Sherrod Nigel Wright 29/11 fráköst, Austin Magnus Bracey 16/4 fráköst/5 stoðsendingar, Stefán Karel Torfason 8/11 fráköst, Jóhann Kristófer Sævarsson 5, Viktor Marínó Alexandersson 4, Sveinn Arnar Davíðsson 3/5 fráköst, Hafsteinn Helgi Davíðsson 3, Almar Njáll Hinriksson 2, Baldur Þorleifsson 2, Birkir Freyr Björgvinsson 1/4.Ingi Þór: Verðum með kúlurass í vor Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var upplitsdjarfur þrátt fyrir allt í kvöld og segir að hans menn muni lítið dvelja við tap kvöldsins. Þess í stað verður nú öll einbeiting á næsta leik. „Ég er ánægður með að við fórum heilir frá þessum leik. Stjörnumenn voru öflugir í kvöld, voru greinilega búnir að undirbúa sig vel og lokuðu á flest það sem við vildum gera,“ sagði þjálfarinn. „Við vorum þvingaðir út í að spila einstaklingsbolta eins og oft vill verða í svona leikjum en ég saknaði þess að sjá baráttu og elju hjá mínum mönnum. Það á ekki að vera hægt að taka það af mönnum.“ Ingi Þór segir að það sé ljóst að hans menn áttu aldrei möguleika í leiknum, sérsatklega miðað við hugarfar leikmanna. Hann neitar þó að trúa því að menn hafi talið að þetta væri töpuð barátta fyrirfram. „Það má aldrei. Kannski var trúin ekki nógu mikil og getan á milli liðanna kannski meiri en trúin gat ráðið við. En nú fer okkar kraftur í að undirbúa okkur fyrir leikinn gegn Þór á heimavelli - síðasta leik okkar fyrir jól. Við ætlum að enda tímabilið fyrir jól með sigri - það er alveg klárt.“ Ingi Þór segir ljóst að eitthvað þarf að breytast eftir áramót enda liðin í neðri hluta deildarinnar að bæta sig um þessar mundir. „Ég tel líka að það sé mikið svigrúm innan okkar liðs að bæta okkur. Byrjunarliðið þarf að spila mjög vel, það er alveg ljóst, en þetta snýst um alla heildina og að allir leggi sitt af mörkum - bæði í leikjum og á æfingum.“ Ingi Þór gantast með að hann sé enn skráður í KR og að það sé „feitur biti“ á leikmannamarkaðnum sem verður opinn á ný eftir áramót. En hvort að Snæfell styrki leikmannahópinn frekar þá sagði hann að það yrði að koma í ljós. „Það eru einhverjir möguleikar en fyrst og fremst ætlum við að einbeita okkur að því sem við erum með í höndunum. Við vissum fyrir tímabil að þetta yrði brekka fyrir okkur og það er alveg ljóst að við verðum með kúlurass í vor eftir allt púlið.“ „Við höfum verið að gera margt fínt en dottið svo niður algjörlega niður þar á milli. Ég vil sjá breytingu á því og að menn fari í alla leiki með baráttuna í lagi.“Hrafn: Vildum halda dampi Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, er ánægður með hvernig hans menn mættu til leiks eftir slæmt tap gegn Grindavík í bikarnum. „Maður er löngu hættur að sjá í hvað stefnir hjá Stjörnunni, Garðabæ. Það skiptir okkur litlu máli við hverja við erum að spila og við reynum frekar að halda dampi allan leikinn,“ sagði Hrafn. Stjarnan hefur unnið þrjá leiki í röð en steinlá fyrir Grindavík í bikarnum á sunnudaginn en liðið skoraði aðeins 58 stig þá. „Við mættum bara í náttfötunum í þeim leik og lögðumst til svefns. Maður hefur varla náð að rýna í þann leik en eitthvað andleysi var í gangi í þeim leik. Við vildum ekki að það myndi endurtaka sig í kvöld.“ Hrafn segir að það hafi verið lagt upp með að byrja leikinn af krafti og halda út í 40 mínútur. Hann var ánægður með það sem hann sá hjá sínum mönnum í kvöld. „Bekkurinn kom vel inn og við spiluðum góða vörn. Nokkrir leikmenn sem þurftu mínútur fengu að spila í kvöld sem var gott.“ Stjarnan mætir Keflavík, öðru toppliði deildarinnar, í lokaleik sínum fyrir jól og gæti jafnað liðið að stigum með sigri. „Það er möguleiki til að fara upp um eitt sæti. Það er að því að miklu að keppa. En þrátt fyrir það finnst mér að við séum ekki að spila neitt sérstaklega vel. Við getum bætt okkur á mörgum sviðum en eitthvað hljótum við þó að gera rétt.“Sæmundur: Loksins að koma hjá mér „Það getur verið erfitt að halda einbeitingu í leik eins og þessum en við spiluðum vel í kvöld,“ sagði Sæmundur Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, sem skoraði átta stig í sigrinum á Snæfelli. „Við fengum framlag frá öllum leikmönnum í kvöld. Það hefur vantað upp á að menn spili almennilega saman en við gerðum það í kvöld. Bekkurinn kom til dæmis mjög sterkur inn í kvöld.“ Sæmundur var með kaldan bakstur á báðum hnjám í viðtalinu en hann segist allur að vera koma til eftir meiðslin sín. „Þetta er loksins að koma hjá mér núna. Ég fór í aðgerð í vor og þetta gengur vel hjá mér. Ég tek vel á því á æfingum og finn í raun ekkert fyrir þessu lengur.“Tweets by @Visirkarfa3
Dominos-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira