Fyrsti indverski sportbíllinn Finnur Thorlacius skrifar 11. desember 2015 16:21 DC Avanti frá DC Design í Indlandi. Bílaframleiðandinn DC Design í Indlandi hefur kynnt sinn fyrsta sportbíl, DC Avanti. Bíllinn er með 2,0 lítra vél frá Renault og DC Design hefur átt við hana og kreist út úr henni 250 og 310 hestöfl í tveimur mismunandi útgáfum. Hún er tengd við annaðhvort 6 gíra beinskiptingu eða sjálfskiptingu sem framleidd er af DC Design. Bíllinn er aðeins fyrir tvo, vegur 1.580 kíló og er afturhjóladrifinn. Hlutar yfirbyggingar bílsins eru úr koltrefjum til að halda þyngd hans niðri og hann stendur á 20 tommu felgum. Bíllinn stendur óvenju hátt frá vegi eða 15 sentimetrum og er það ef til vill afar hentugt fyrir ekki alltof góða vegi Indlands. Sæti bílsins eru með Alcantara áklæði og stýrið er leðurklætt og innréttingin í heild ríkuleg. DC Design ætlar að hefja sölu þessa bíls í apríl á næsta ári. Verð hans verður 8,5 milljónir króna og framleiðsla hans er takmörkuð við aðeins 31 bíl. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent
Bílaframleiðandinn DC Design í Indlandi hefur kynnt sinn fyrsta sportbíl, DC Avanti. Bíllinn er með 2,0 lítra vél frá Renault og DC Design hefur átt við hana og kreist út úr henni 250 og 310 hestöfl í tveimur mismunandi útgáfum. Hún er tengd við annaðhvort 6 gíra beinskiptingu eða sjálfskiptingu sem framleidd er af DC Design. Bíllinn er aðeins fyrir tvo, vegur 1.580 kíló og er afturhjóladrifinn. Hlutar yfirbyggingar bílsins eru úr koltrefjum til að halda þyngd hans niðri og hann stendur á 20 tommu felgum. Bíllinn stendur óvenju hátt frá vegi eða 15 sentimetrum og er það ef til vill afar hentugt fyrir ekki alltof góða vegi Indlands. Sæti bílsins eru með Alcantara áklæði og stýrið er leðurklætt og innréttingin í heild ríkuleg. DC Design ætlar að hefja sölu þessa bíls í apríl á næsta ári. Verð hans verður 8,5 milljónir króna og framleiðsla hans er takmörkuð við aðeins 31 bíl.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent