Skattafrádráttur til hlutabréfakaupenda Sæunn Gísladóttir skrifar 14. desember 2015 06:00 Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, vill að skattaívilnanir nái til fjárfestinga í félögum sem skráð eru á markaði, eins og Nasdaq First North. vísir/gva Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp um skattaívilnanir til einstaklinga vegna kaupa á hlutabréfum í litlum fyrirtækjum í vexti á þessum vetri. Kauphöllin vill innleiða skattafrádrátt fyrir einstaklinga til hlutabréfakaupa í skráðum félögum og er fjármálaráðuneytið með það mál í vinnslu. Í ræðu sinni á tækni- og hugverkaþingi þann 4. desember síðastliðinn sagðist Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafa skoðað mögulegar útfærslur á beitingu skattaívilnana vegna hlutabréfakaupa í sprotafyrirtækjum.Bjarni Benediktsson hyggst leggja fram frumvarp um skattafrádrátt til hlutabréfakaupa í sprotafyrirtækjum núna í vetur. Fréttablaðið/GVA„Ég hef skoðað mögulegar útfærslur á beitingu slíkra ívilnana, sérstaklega hvernig hægt sé að koma í framkvæmd skattaívilnunum til einstaklinga vegna kaupa á hlutabréfum í litlum fyrirtækjum í vexti en í okkar vinnu komu fram hugmyndir að tilteknum skilyrðum, sem slík fjárfesting þarf að uppfylla, sem snúa að fjárfestingunni sjálfri, formi félagsins sem fjárfest er í og svo skilyrðum sem einstaklingurinn sjálfur þarf að uppfylla til að fá afsláttinn," sagði hann á þinginu. Unnið verður að gerð frumvarps á grunni vinnu starfshóps um þessi mál og er það áætlun Bjarna að leggja það fyrir þingið á þessum vetri. Fram kom á síðasta ári í skýrslu Kauphallarinnar, Aukin virkni og gagnsemi íslensks verðbréfamarkaðar, um tillögu á úrbótum að áhugi væri á því að endurvekja skattafrádrátt fyrir einstaklinga vegna hlutabréfakaupa sem ríkti fyrir hrun. Þar segir að skattafrádráttur væri til þess fallinn að hvetja til sparnaðar og fjárfestingar í íslensku atvinnulífi og að einstaklingar héldu hlutabréfum til lengri tíma. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, telur tillögur starfshópsins vera skref í rétt átt og að skattafrádráttur fyrir einstaklinga vegna hlutabréfakaupa væri til hagsbóta fyrir bæði almenning og atvinnulíf. „Að okkar mati er eðlilegt að ákvæðin um ívilnanir endurspegli leiðbeiningar eftirlitsstofnunar ETFTA þar sem bent er á að þær ættu að ná til fjárfestinga í félögum sem skráð eru á markaðstorgum, eins og Nasdaq First North. Þannig yrðu allar nauðsynlegar upplýsingar uppi á borðum fyrir fjárfesta. Þessi aðgerð myndi greiða fyrir aðgangi fyrirtækja að fjármagni og stuðla að vexti. Hún yki að sama skapi sparnaðarmöguleika fjárfesta og hvetti til langtímafjárfestingar. Auk þess er gert ráð fyrir að um tiltölulega lágar fjárhæðir yrði að ræða fyrir hvern einstakling þannig að áhættu yrði stillt í hóf,“ segir Páll. Mest lesið Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp um skattaívilnanir til einstaklinga vegna kaupa á hlutabréfum í litlum fyrirtækjum í vexti á þessum vetri. Kauphöllin vill innleiða skattafrádrátt fyrir einstaklinga til hlutabréfakaupa í skráðum félögum og er fjármálaráðuneytið með það mál í vinnslu. Í ræðu sinni á tækni- og hugverkaþingi þann 4. desember síðastliðinn sagðist Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafa skoðað mögulegar útfærslur á beitingu skattaívilnana vegna hlutabréfakaupa í sprotafyrirtækjum.Bjarni Benediktsson hyggst leggja fram frumvarp um skattafrádrátt til hlutabréfakaupa í sprotafyrirtækjum núna í vetur. Fréttablaðið/GVA„Ég hef skoðað mögulegar útfærslur á beitingu slíkra ívilnana, sérstaklega hvernig hægt sé að koma í framkvæmd skattaívilnunum til einstaklinga vegna kaupa á hlutabréfum í litlum fyrirtækjum í vexti en í okkar vinnu komu fram hugmyndir að tilteknum skilyrðum, sem slík fjárfesting þarf að uppfylla, sem snúa að fjárfestingunni sjálfri, formi félagsins sem fjárfest er í og svo skilyrðum sem einstaklingurinn sjálfur þarf að uppfylla til að fá afsláttinn," sagði hann á þinginu. Unnið verður að gerð frumvarps á grunni vinnu starfshóps um þessi mál og er það áætlun Bjarna að leggja það fyrir þingið á þessum vetri. Fram kom á síðasta ári í skýrslu Kauphallarinnar, Aukin virkni og gagnsemi íslensks verðbréfamarkaðar, um tillögu á úrbótum að áhugi væri á því að endurvekja skattafrádrátt fyrir einstaklinga vegna hlutabréfakaupa sem ríkti fyrir hrun. Þar segir að skattafrádráttur væri til þess fallinn að hvetja til sparnaðar og fjárfestingar í íslensku atvinnulífi og að einstaklingar héldu hlutabréfum til lengri tíma. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, telur tillögur starfshópsins vera skref í rétt átt og að skattafrádráttur fyrir einstaklinga vegna hlutabréfakaupa væri til hagsbóta fyrir bæði almenning og atvinnulíf. „Að okkar mati er eðlilegt að ákvæðin um ívilnanir endurspegli leiðbeiningar eftirlitsstofnunar ETFTA þar sem bent er á að þær ættu að ná til fjárfestinga í félögum sem skráð eru á markaðstorgum, eins og Nasdaq First North. Þannig yrðu allar nauðsynlegar upplýsingar uppi á borðum fyrir fjárfesta. Þessi aðgerð myndi greiða fyrir aðgangi fyrirtækja að fjármagni og stuðla að vexti. Hún yki að sama skapi sparnaðarmöguleika fjárfesta og hvetti til langtímafjárfestingar. Auk þess er gert ráð fyrir að um tiltölulega lágar fjárhæðir yrði að ræða fyrir hvern einstakling þannig að áhættu yrði stillt í hóf,“ segir Páll.
Mest lesið Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira