Meira selt af skóm en fötum fyrir jólin Sæunn Gísladóttir skrifar 14. desember 2015 10:52 Fataverslun minnkaði um 3,1 prósent í nóvember í samanburði við sama mánuð í fyrra að nafnvirði. Í upphafa jólaverslunar í nóvember minnkaði fataverslun um 3,1 prósent í nóvember í samanburði við sama mánuð í fyrra að nafnvirði. Skóverslun jókst hins vegar um 9,3 prósent, þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar. Upphaf jólaverslunnar skiptist í tvö horn eftir tegundum. Á meðan aðeins 0,4% nafnaukning varð í veltu dagvöruverslana frá sama mánuði í fyrra, jókst sala á minni raftækjum um 39,5% og 19,8% aukning varð á sölu stórra raftækja. Sú nýjung hjá mörgum íslenskum verslunum að bjóða vörur á tilboðsverði á Svörtum föstudegi (Black Friday) í lok nóvember virðist hafa skilað mismikilli veltuaukningu eftir tegundum verslana. Á meðan heimilistæki og húsbúnaður seldist í miklum mæli var ekki sama ris í sölu á nauðsynjum eins og matvöru og fatnaði. Fataverslun minnkaði um 3,1% í nóvember í samanburði við sama mánuð í fyrra að nafnvirði. Verð á fötum var 3,1% lægra en fyrir ári síðan samkvæmt verðmælingu Hagstofunnar og jókst velta fataverslana því um 0,3 að raunvirði. Þannig virðist ljóst að aðgerðir ýmissa fataverslana, sem fólust í verðlækkun á fötum til að hvetja til aukinna kaupa, hafi ekki skilað sér í heildina tekið. Skýringuna má e.t.v. leita í auknum kaupum á fötum frá útlöndum, ýmist í gegnum netverslanir eða í ferðum landsmanna til útlanda. Þó landsmenn hafi verið tregir til fatakaupa í upphafi jólaverslunarinnar verður hið sama ekki sagt um skóverslun, sem jókst í nóvember um 9,3% að nafnvirði. Verð á skóm hækkaði lítillega nóvember. Uppgangur hefur verið í byggingarvöruverslun að undanförnu: Í nóvember var veltan 10,1% meiri að nafnvirði en í nóvember í fyrra. Ef velta í byggingavöru síðustu sex mánaða er borin saman við veltu á sama tímabil í fyrra sést að hún hefur aukist um 8,6% að nafnvirði í ár og 10,1% að raunvirði. Að baki þessari aukningu eru bæði nýbyggingar og endurnýjun á eldra húsnæði. Athygli vekur að sala farsíma í síðasta mánuði dróst saman um 1,4% frá í nóvember í fyrra. Þetta þýðir samt ekki að landsmenn séu hættir að endurnýja snjalltæki sín - öðru nær. Ástæða minni sölu nú en í fyrra er sú að í samanburðarmánuðinum í fyrra varð sprenging í sölu farsíma. Í þeim mánuði jókst salan um 141% frá árinu þar á undan. Ef sala á snjallsímum síðustu sex mánaða er borin saman við sömu sex mánuði í fyrra sést að veltan í ár hefur aukist um 30,9% að nafnvirði og 35,6% að raunvirði á þessu tímabili. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Í upphafa jólaverslunar í nóvember minnkaði fataverslun um 3,1 prósent í nóvember í samanburði við sama mánuð í fyrra að nafnvirði. Skóverslun jókst hins vegar um 9,3 prósent, þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar. Upphaf jólaverslunnar skiptist í tvö horn eftir tegundum. Á meðan aðeins 0,4% nafnaukning varð í veltu dagvöruverslana frá sama mánuði í fyrra, jókst sala á minni raftækjum um 39,5% og 19,8% aukning varð á sölu stórra raftækja. Sú nýjung hjá mörgum íslenskum verslunum að bjóða vörur á tilboðsverði á Svörtum föstudegi (Black Friday) í lok nóvember virðist hafa skilað mismikilli veltuaukningu eftir tegundum verslana. Á meðan heimilistæki og húsbúnaður seldist í miklum mæli var ekki sama ris í sölu á nauðsynjum eins og matvöru og fatnaði. Fataverslun minnkaði um 3,1% í nóvember í samanburði við sama mánuð í fyrra að nafnvirði. Verð á fötum var 3,1% lægra en fyrir ári síðan samkvæmt verðmælingu Hagstofunnar og jókst velta fataverslana því um 0,3 að raunvirði. Þannig virðist ljóst að aðgerðir ýmissa fataverslana, sem fólust í verðlækkun á fötum til að hvetja til aukinna kaupa, hafi ekki skilað sér í heildina tekið. Skýringuna má e.t.v. leita í auknum kaupum á fötum frá útlöndum, ýmist í gegnum netverslanir eða í ferðum landsmanna til útlanda. Þó landsmenn hafi verið tregir til fatakaupa í upphafi jólaverslunarinnar verður hið sama ekki sagt um skóverslun, sem jókst í nóvember um 9,3% að nafnvirði. Verð á skóm hækkaði lítillega nóvember. Uppgangur hefur verið í byggingarvöruverslun að undanförnu: Í nóvember var veltan 10,1% meiri að nafnvirði en í nóvember í fyrra. Ef velta í byggingavöru síðustu sex mánaða er borin saman við veltu á sama tímabil í fyrra sést að hún hefur aukist um 8,6% að nafnvirði í ár og 10,1% að raunvirði. Að baki þessari aukningu eru bæði nýbyggingar og endurnýjun á eldra húsnæði. Athygli vekur að sala farsíma í síðasta mánuði dróst saman um 1,4% frá í nóvember í fyrra. Þetta þýðir samt ekki að landsmenn séu hættir að endurnýja snjalltæki sín - öðru nær. Ástæða minni sölu nú en í fyrra er sú að í samanburðarmánuðinum í fyrra varð sprenging í sölu farsíma. Í þeim mánuði jókst salan um 141% frá árinu þar á undan. Ef sala á snjallsímum síðustu sex mánaða er borin saman við sömu sex mánuði í fyrra sést að veltan í ár hefur aukist um 30,9% að nafnvirði og 35,6% að raunvirði á þessu tímabili.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun