Meira selt af skóm en fötum fyrir jólin Sæunn Gísladóttir skrifar 14. desember 2015 10:52 Fataverslun minnkaði um 3,1 prósent í nóvember í samanburði við sama mánuð í fyrra að nafnvirði. Í upphafa jólaverslunar í nóvember minnkaði fataverslun um 3,1 prósent í nóvember í samanburði við sama mánuð í fyrra að nafnvirði. Skóverslun jókst hins vegar um 9,3 prósent, þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar. Upphaf jólaverslunnar skiptist í tvö horn eftir tegundum. Á meðan aðeins 0,4% nafnaukning varð í veltu dagvöruverslana frá sama mánuði í fyrra, jókst sala á minni raftækjum um 39,5% og 19,8% aukning varð á sölu stórra raftækja. Sú nýjung hjá mörgum íslenskum verslunum að bjóða vörur á tilboðsverði á Svörtum föstudegi (Black Friday) í lok nóvember virðist hafa skilað mismikilli veltuaukningu eftir tegundum verslana. Á meðan heimilistæki og húsbúnaður seldist í miklum mæli var ekki sama ris í sölu á nauðsynjum eins og matvöru og fatnaði. Fataverslun minnkaði um 3,1% í nóvember í samanburði við sama mánuð í fyrra að nafnvirði. Verð á fötum var 3,1% lægra en fyrir ári síðan samkvæmt verðmælingu Hagstofunnar og jókst velta fataverslana því um 0,3 að raunvirði. Þannig virðist ljóst að aðgerðir ýmissa fataverslana, sem fólust í verðlækkun á fötum til að hvetja til aukinna kaupa, hafi ekki skilað sér í heildina tekið. Skýringuna má e.t.v. leita í auknum kaupum á fötum frá útlöndum, ýmist í gegnum netverslanir eða í ferðum landsmanna til útlanda. Þó landsmenn hafi verið tregir til fatakaupa í upphafi jólaverslunarinnar verður hið sama ekki sagt um skóverslun, sem jókst í nóvember um 9,3% að nafnvirði. Verð á skóm hækkaði lítillega nóvember. Uppgangur hefur verið í byggingarvöruverslun að undanförnu: Í nóvember var veltan 10,1% meiri að nafnvirði en í nóvember í fyrra. Ef velta í byggingavöru síðustu sex mánaða er borin saman við veltu á sama tímabil í fyrra sést að hún hefur aukist um 8,6% að nafnvirði í ár og 10,1% að raunvirði. Að baki þessari aukningu eru bæði nýbyggingar og endurnýjun á eldra húsnæði. Athygli vekur að sala farsíma í síðasta mánuði dróst saman um 1,4% frá í nóvember í fyrra. Þetta þýðir samt ekki að landsmenn séu hættir að endurnýja snjalltæki sín - öðru nær. Ástæða minni sölu nú en í fyrra er sú að í samanburðarmánuðinum í fyrra varð sprenging í sölu farsíma. Í þeim mánuði jókst salan um 141% frá árinu þar á undan. Ef sala á snjallsímum síðustu sex mánaða er borin saman við sömu sex mánuði í fyrra sést að veltan í ár hefur aukist um 30,9% að nafnvirði og 35,6% að raunvirði á þessu tímabili. Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Í upphafa jólaverslunar í nóvember minnkaði fataverslun um 3,1 prósent í nóvember í samanburði við sama mánuð í fyrra að nafnvirði. Skóverslun jókst hins vegar um 9,3 prósent, þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar. Upphaf jólaverslunnar skiptist í tvö horn eftir tegundum. Á meðan aðeins 0,4% nafnaukning varð í veltu dagvöruverslana frá sama mánuði í fyrra, jókst sala á minni raftækjum um 39,5% og 19,8% aukning varð á sölu stórra raftækja. Sú nýjung hjá mörgum íslenskum verslunum að bjóða vörur á tilboðsverði á Svörtum föstudegi (Black Friday) í lok nóvember virðist hafa skilað mismikilli veltuaukningu eftir tegundum verslana. Á meðan heimilistæki og húsbúnaður seldist í miklum mæli var ekki sama ris í sölu á nauðsynjum eins og matvöru og fatnaði. Fataverslun minnkaði um 3,1% í nóvember í samanburði við sama mánuð í fyrra að nafnvirði. Verð á fötum var 3,1% lægra en fyrir ári síðan samkvæmt verðmælingu Hagstofunnar og jókst velta fataverslana því um 0,3 að raunvirði. Þannig virðist ljóst að aðgerðir ýmissa fataverslana, sem fólust í verðlækkun á fötum til að hvetja til aukinna kaupa, hafi ekki skilað sér í heildina tekið. Skýringuna má e.t.v. leita í auknum kaupum á fötum frá útlöndum, ýmist í gegnum netverslanir eða í ferðum landsmanna til útlanda. Þó landsmenn hafi verið tregir til fatakaupa í upphafi jólaverslunarinnar verður hið sama ekki sagt um skóverslun, sem jókst í nóvember um 9,3% að nafnvirði. Verð á skóm hækkaði lítillega nóvember. Uppgangur hefur verið í byggingarvöruverslun að undanförnu: Í nóvember var veltan 10,1% meiri að nafnvirði en í nóvember í fyrra. Ef velta í byggingavöru síðustu sex mánaða er borin saman við veltu á sama tímabil í fyrra sést að hún hefur aukist um 8,6% að nafnvirði í ár og 10,1% að raunvirði. Að baki þessari aukningu eru bæði nýbyggingar og endurnýjun á eldra húsnæði. Athygli vekur að sala farsíma í síðasta mánuði dróst saman um 1,4% frá í nóvember í fyrra. Þetta þýðir samt ekki að landsmenn séu hættir að endurnýja snjalltæki sín - öðru nær. Ástæða minni sölu nú en í fyrra er sú að í samanburðarmánuðinum í fyrra varð sprenging í sölu farsíma. Í þeim mánuði jókst salan um 141% frá árinu þar á undan. Ef sala á snjallsímum síðustu sex mánaða er borin saman við sömu sex mánuði í fyrra sést að veltan í ár hefur aukist um 30,9% að nafnvirði og 35,6% að raunvirði á þessu tímabili.
Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira