Jaguar í Formula E Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2015 12:19 Jaguar ætlar eins og margur annar bílaframleiðandinn að smíða rafmagnsbíl. Frést hefur að Jaguar Land Rover hyggist tilkynna þátttöku sína í Formula E rafmagnsbílakeppnisröðinni á morgun. JLR ætlar að hefja framleiðslu á rafmagnsbíl til sölu til almennings og mun þróun hans byggja á þeirri reynslu sem JLR aflar sér með keppnisbílnum í Formula E. Ekki er ljóst hvenær slíkur bíll á að koma á markað. Formula E keppnisröðin, þar sem keppt er eingöngu á rafmagnsbílum er aðeins á sínu öðru ári. Hefst keppni í henni í október og stendur fram í júlí. Meðal bílaframleiðenda sem eiga keppnisbíla þar eru Audi, Peugeot og Renault og víst er að þeim muni fjölga á næstu árum. Jaguar Land Rover telur að mjög mikilvæg reynsla til þróunar götubíla fáist með þátttökunni í Formula E keppnisröðinni og því er ef til vill engin tilviljun að þekktir bílaframleiðendur sem bjóða rafmagnsbíla fyrir almenning taki þar þátt. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent
Frést hefur að Jaguar Land Rover hyggist tilkynna þátttöku sína í Formula E rafmagnsbílakeppnisröðinni á morgun. JLR ætlar að hefja framleiðslu á rafmagnsbíl til sölu til almennings og mun þróun hans byggja á þeirri reynslu sem JLR aflar sér með keppnisbílnum í Formula E. Ekki er ljóst hvenær slíkur bíll á að koma á markað. Formula E keppnisröðin, þar sem keppt er eingöngu á rafmagnsbílum er aðeins á sínu öðru ári. Hefst keppni í henni í október og stendur fram í júlí. Meðal bílaframleiðenda sem eiga keppnisbíla þar eru Audi, Peugeot og Renault og víst er að þeim muni fjölga á næstu árum. Jaguar Land Rover telur að mjög mikilvæg reynsla til þróunar götubíla fáist með þátttökunni í Formula E keppnisröðinni og því er ef til vill engin tilviljun að þekktir bílaframleiðendur sem bjóða rafmagnsbíla fyrir almenning taki þar þátt.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent