Viðskipti innlent

Síminn inn og Hagar út

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Síminn kemur inn í stað Haga.
Síminn kemur inn í stað Haga.
Síminn kemur inn í úrvalsvísitöluna OMXI8 í stað Haga. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Kauphallarinnar. Endurskoðuð samsetning úrvalsvísitölunnar tekur gildi við opnun markaða 4. janúar.

Úrvalsvísitalan er samsett af þeim átta félögum sem hafa mestan seljanleika á Nasdaq Iceland.

Samsetning OMXI8 vísitölunnar frá og með 4. janúar 2016 verður eftirfarandi:

Eimskipafélag Íslands hf. (EIM)

HB Grandi hf. (GRND)

Icelandair Group hf. (ICEAIR)

Marel hf. (MARL)

N1 hf. (N1)Reitir fasteignafélag hf. (REITIR)

Síminn hf. (SIMINN)

Vátryggingafélag Íslands hf. (VIS)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×