Tólf strokka Mercedes Benz AMG S65 Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2015 15:59 Mercedes Benz AMG S65 Cabriolet Autoblog Ný gerð hefur bæst í flóru S-Class bíla Mercedes Benz og það er blæjuútgáfa bílsins stóra. Undir húddi bílsins hvíir enginn kettlingur heldur 630 hestafla ofurrokkur með 12 strokka og 6,0 lítra sprengirými. Þessi vél er handsmíðuð af sérfræðingum AMG deildar Benz í Mannheim. Þetta er fyrsta sinni sem Mercedes Benz býður þessa 12 strokka vél í blæjubíl. Með henni er bíllinn fær að taka sprettinn í hundraðið á 4,1 sekúndu og hámarkshraðinn er 300 km/klst. Þessi stóri blæjubíll er hlaðinn þeim tækninýjungum sem Mercedes Benz hefur útbúið nýja gerð S-Class bíla með. Blæja bílsins er úr þriggja laga efni sem tryggja á hljóðlátan akstur ef blæjan er uppi. Bíllinn er á loftpúðafjöðrun og felgurnar eru 20 tommu. Rafgeymir bílsins er með lithium-ion rafhlöðum til að létta bílinn sem mest. Bíllinn er afturhjóladrifinn og með 7 gíra sjálfskiptingu. Verðið á þessum kostagrip liggur ekki fyrir enn. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent
Ný gerð hefur bæst í flóru S-Class bíla Mercedes Benz og það er blæjuútgáfa bílsins stóra. Undir húddi bílsins hvíir enginn kettlingur heldur 630 hestafla ofurrokkur með 12 strokka og 6,0 lítra sprengirými. Þessi vél er handsmíðuð af sérfræðingum AMG deildar Benz í Mannheim. Þetta er fyrsta sinni sem Mercedes Benz býður þessa 12 strokka vél í blæjubíl. Með henni er bíllinn fær að taka sprettinn í hundraðið á 4,1 sekúndu og hámarkshraðinn er 300 km/klst. Þessi stóri blæjubíll er hlaðinn þeim tækninýjungum sem Mercedes Benz hefur útbúið nýja gerð S-Class bíla með. Blæja bílsins er úr þriggja laga efni sem tryggja á hljóðlátan akstur ef blæjan er uppi. Bíllinn er á loftpúðafjöðrun og felgurnar eru 20 tommu. Rafgeymir bílsins er með lithium-ion rafhlöðum til að létta bílinn sem mest. Bíllinn er afturhjóladrifinn og með 7 gíra sjálfskiptingu. Verðið á þessum kostagrip liggur ekki fyrir enn.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent