28 prósent telja skort vera á starfsfólki Sæunn Gísladóttir skrifar 15. desember 2015 13:11 Skortur á starfsfólki er langmestur byggingarstarfsemi, þar sem tæplega 60% stjórnenda telja skort ríkjandi, og þar á eftir í flutningum og ferðaþjónustu, rúmlega 40% stjórnenda. Vísir/Getty Þeim fyrirtækjum fjölgar stöðugt sem telja sig búa við skort á starfsfólki. Nú telja 28% stjórnenda skort vera á starfsfólki og samanborið við þessa könnun fyrir tveimur árum hefur þeim fjölgað um 16%. Skortur á starfsfólki er langmestur byggingarstarfsemi, þar sem tæplega 60% stjórnenda telja skort ríkjandi, og þar á eftir í flutningum og ferðaþjónustu, rúmlega 40% stjórnenda. Minnstur skortur á starfsfólki er í fjármálastarfsemi og sjávarútvegi. Þetta er meðal niðurstaða könnunar Samtaka atvinnulífsins meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins. Niðurstöður könnunarinnar endurspegla góðar aðstæður í öllum megin atvinnugreinum atvinnulífsins. Mat stjórnenda á núverandi aðstæðum í atvinnulífinu eru svipaðar og á þensluárinu 2007 og mat þeirra í heild er að aðstæðurnar muni verða enn betri á næstunni. Þeim stjórnendum fjölgar töluvert sem búast við aukningu eftirspurnar á innanlandsmarkaði á næstunni. Áhyggjur stjórnenda af þróuninni á erlendum mörkuðum fer hins vegar vaxandi. Stjórnendur búast við að verðbólgan verði 3,6% á næstu 12 mánuðum. Að jafnaði vænta stjórnendur þess að gengi krónunnar verði stöðugt næstu 12 mánuði, en í síðustu könnunum hafa þeir búist við 1-2% veikingu gengisins.Aðstæður mjög góðar í atvinnulífinuVísitala efnahagslífsins, sem endurspeglar muninn á fjölda stjórnenda sem meta aðstæður góðar og slæmar, er nú á sömu slóðum og árið 2007 þegar hún varð hæst. Mikill meirihluti stjórnenda, 62%, telur aðstæður í atvinnulífinu góðar, en einungis 3% að þær séu slæmar. Mat stjórnenda er jákvæðast í fjármálastarfsemi og verslun en minnst jákvæðir eru stjórnendur í sjávarútvegi og iðnaði. Samanburður við síðustu könnun, frá september 2015, sýnir talsverða heildarfjölgun þeirra sem telja aðstæður góðar og fækkun þeirra sem telja þær slæmar. Þó er athyglisvert að vísitalan lækkar í flutningum og ferðaþjónustu þar sem þeim fjölgar sem telja aðstæður slæmar í greininni.Almenn bjartsýni um framvindunaMun fleiri stjórnendur telja að aðstæður í efnahagslífinu verði betri en að þær verði verri eftir sex mánuði. Rúmlega 40% telja aðstæður verða betri en 11% verri. Stjórnendur í öllum atvinnugreinum eru bjartsýnir á framvinduna en hún er mest í flutningum og ferðaþjónustu, en minnst í sjávarútvegi og iðnaði. Mun meiri bjartsýni gætir á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni.Töluverð fjölgun starfsmanna á næstunni30 þúsund starfsmenn starfa hjá fyrirtækjunum í könnuninni. 31% stjórnenda þeirra sjá fram á fjölgun starfsmanna á næstu sex mánuðum, 12% sjá fram á fækkun en 57% búast við óbreyttum fjölda. Þetta er sama niðurstaða og í síðustu könnun í september sl. Þegar svör stjórnenda eru vegin með stærð fyrirtækjanna fæst að starfsmönnum þeirra fjölgi um 1,2% á næstu sex mánuðum. Sé sú niðurstaða færð yfir á almenna markaðinn í heild má búast við störfum þar fjölgi um rúmlega 1.400 á næstu sex mánuðum. Búist er við fjölgun starfsmanna í öllum atvinnugreinum en langmest í byggingarstarfsemi, en þar á eftir koma flutningar og ferðaþjónusta en minnst fjölgun er áformuð í Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Þeim fyrirtækjum fjölgar stöðugt sem telja sig búa við skort á starfsfólki. Nú telja 28% stjórnenda skort vera á starfsfólki og samanborið við þessa könnun fyrir tveimur árum hefur þeim fjölgað um 16%. Skortur á starfsfólki er langmestur byggingarstarfsemi, þar sem tæplega 60% stjórnenda telja skort ríkjandi, og þar á eftir í flutningum og ferðaþjónustu, rúmlega 40% stjórnenda. Minnstur skortur á starfsfólki er í fjármálastarfsemi og sjávarútvegi. Þetta er meðal niðurstaða könnunar Samtaka atvinnulífsins meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins. Niðurstöður könnunarinnar endurspegla góðar aðstæður í öllum megin atvinnugreinum atvinnulífsins. Mat stjórnenda á núverandi aðstæðum í atvinnulífinu eru svipaðar og á þensluárinu 2007 og mat þeirra í heild er að aðstæðurnar muni verða enn betri á næstunni. Þeim stjórnendum fjölgar töluvert sem búast við aukningu eftirspurnar á innanlandsmarkaði á næstunni. Áhyggjur stjórnenda af þróuninni á erlendum mörkuðum fer hins vegar vaxandi. Stjórnendur búast við að verðbólgan verði 3,6% á næstu 12 mánuðum. Að jafnaði vænta stjórnendur þess að gengi krónunnar verði stöðugt næstu 12 mánuði, en í síðustu könnunum hafa þeir búist við 1-2% veikingu gengisins.Aðstæður mjög góðar í atvinnulífinuVísitala efnahagslífsins, sem endurspeglar muninn á fjölda stjórnenda sem meta aðstæður góðar og slæmar, er nú á sömu slóðum og árið 2007 þegar hún varð hæst. Mikill meirihluti stjórnenda, 62%, telur aðstæður í atvinnulífinu góðar, en einungis 3% að þær séu slæmar. Mat stjórnenda er jákvæðast í fjármálastarfsemi og verslun en minnst jákvæðir eru stjórnendur í sjávarútvegi og iðnaði. Samanburður við síðustu könnun, frá september 2015, sýnir talsverða heildarfjölgun þeirra sem telja aðstæður góðar og fækkun þeirra sem telja þær slæmar. Þó er athyglisvert að vísitalan lækkar í flutningum og ferðaþjónustu þar sem þeim fjölgar sem telja aðstæður slæmar í greininni.Almenn bjartsýni um framvindunaMun fleiri stjórnendur telja að aðstæður í efnahagslífinu verði betri en að þær verði verri eftir sex mánuði. Rúmlega 40% telja aðstæður verða betri en 11% verri. Stjórnendur í öllum atvinnugreinum eru bjartsýnir á framvinduna en hún er mest í flutningum og ferðaþjónustu, en minnst í sjávarútvegi og iðnaði. Mun meiri bjartsýni gætir á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni.Töluverð fjölgun starfsmanna á næstunni30 þúsund starfsmenn starfa hjá fyrirtækjunum í könnuninni. 31% stjórnenda þeirra sjá fram á fjölgun starfsmanna á næstu sex mánuðum, 12% sjá fram á fækkun en 57% búast við óbreyttum fjölda. Þetta er sama niðurstaða og í síðustu könnun í september sl. Þegar svör stjórnenda eru vegin með stærð fyrirtækjanna fæst að starfsmönnum þeirra fjölgi um 1,2% á næstu sex mánuðum. Sé sú niðurstaða færð yfir á almenna markaðinn í heild má búast við störfum þar fjölgi um rúmlega 1.400 á næstu sex mánuðum. Búist er við fjölgun starfsmanna í öllum atvinnugreinum en langmest í byggingarstarfsemi, en þar á eftir koma flutningar og ferðaþjónusta en minnst fjölgun er áformuð í
Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun