Viðskipti innlent

Nýtt flugfélag flýgur frá Keflavík til Ríga

Sæunn Gísladóttir skrifar
Flogið verður tvisvar í viku frá Keflavík til Ríga frá og með næsta sumri.
Flogið verður tvisvar í viku frá Keflavík til Ríga frá og með næsta sumri. Vísir/Stefán
Lettneska flugfélagið airBaltic mun hefja flug til landsins frá og með 28. maí og verður flogið beint frá Ríga til Keflavíkur. Allt um Flug greinir frá þessu. 

Flugfélagið er meðal nokkurra nýrra sem hafa boðað komu sína til Íslands næsta sumar. Flogið verður tvisvar í viku og er áætlaður flugtími um fjórar klukkustundir og fimm mínútur. Fargjöld munu kosta frá 19.600 krónum aðra leið með sköttum. AirBaltic býður svo upp á áframhaldandi flug til sextíu áfangastaða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×