Örnefnanefnd mælti gegn Nornahrauni Kristján Már Unnarsson skrifar 15. desember 2015 18:16 Hraunjaðarinn kominn út í kvíslar Jökulsár á Fjöllum í september 2014. Kverkfjöll í baksýn. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Nafnið Drekahraun, sem flestar tillögur voru gerðar um meðal almennings í upphafi goss, var ekki meðal þeirra fjögurra nafna sem hreppsnefnd Skútustaðahrepps greiddi atkvæði um í dag. Nafnanefnd sveitarstjórnar óskaði umsagnar Örnefnanefndar um þessi fjögur nöfn, Flæðahraun, Holuhraun, Nornahraun og Urðarbruni. Niðurstaðan var sú að Holuhraun var valið, sem Örnefnanefnd mælti með. Drekahraun var það nafn sem fékk einna flestar tilnefningar þegar Vísir kallaði eftir nöfnum í byrjun septembermánaðar í fyrra. Síðar fékk nafnið Nornahraun nokkra umræðu, en Stöð 2 birti frétt um náttúrufyrirbærið nornahár, sem myndaðist í gosinu. Örnefnanefnd mælti hins vegar gegn því að hraunið yrði kallað Nornahraun með þessum rökum: „Nornahár er jarðfræðilegt fyrirbæri sem myndast í eldgosum en hverfur síðan fljótt. Ekki er hefð fyrir því að nota hverfandi náttúrufyrirbæri í örnefnum, enda er þetta ekki einkennandi fyrir þetta hraun fremur en mörg önnur, eins og lesa má um víða, t.d. í þremur fræðigreinum sem birtust í Náttúrufræðingnum árið 1984. Þar kemur hvort tveggja fram, að fyrirbærið varðveitist illa og að það sé ekki óalgengt í gosum hér á landi. Nornahraun er ekki í samræmi við íslenskar orðmyndunarreglur eða nafngiftahefðir. Hraunið ætti að heita Nornahárshraun ef kennt væri við þetta fyrirbæri en það hefur þó enginn lagt til. Nornir koma ekki fyrir í íslenskum þjóðsögum og þjóðtrú og þeirra sér hvergi stað í íslenskum örnefnum. Enn fremur þyrfti að útrýma örnefninu Holuhraun af kortum ef þetta nafn yrði fyrir valinu.“ Um nafnið Flæðahraun sagði Örnefnanefnd: „Flæðahraun væri kennt við Flæður en nýja hraunið er í austurjaðri þeirra. Nafnið sjálft er ágætt en lýsir þó fyrirbærinu að mjög takmörkuðu leyti og því telur nefndin annað nafn henta betur. Enn fremur þyrfti að útrýma örnefninu Holuhraun af kortum ef Flæðahraun yrði tekið upp á þetta svæði.“ Rökin gegn nafninu Urðarbruna voru þessi: „Urðarbruni er nafn sem kallast á við Urðarháls (suð)vestan við umrætt hraun, og er þá myndað af kvk.orðinu urð. Urð vísar í þessu samhengi ekki til "urðar" sem í "urð og grjóti", heldur fremur til afar úfins og torfærs hrauns andstætt við flatar Flæðurnar og sandana á þessum slóðum. Endingin, -bruni, kallast á við eldbrunnin hraun í grennd. Örnefnanefnd bendir á að orðið urð sé í þessu samhengi ekki notað í hefðbundinni merkingu og slík tilvísun í útlit hraunsins geti verið villandi. Samkvæmt Íslenskri orðabók er merking orðsins urð: ,stórgrýtt landsvæði; grjótdyngjur sem hrunið hafa úr fjöllum eða björgum'r' Telur nefndin nafnið því ekki henta á hraun. Enn fremur þyrfti að útrýma örnefninu Holuhraun af kortum ef nafnið Urðarbruni yrði fyrir valinu.“ Holuhraun varð ofan á hjá Örnefnanefnd með þessum rökum: „Hraunið á þessum stað hefur verið kallað Holuhraun síðan 1884 og hefur nafnið því unnið sér hefð. Gamla hraunið er að stórum hluta komið undir sand en nýja hraunið þekur það að verulegu leyti. Þótt um nýtt hraun sé að ræða þá er það á sama stað og gamla hraunið og því ekkert sem mælir gegn því að nota sama nafn; slíkt er í fullu samræmi við ömefnahefð. Hekluhraun renna í sífellu yfir eldri hraun, svo dæmi sé tekið. Hraunið frá 1980-1981 rann yfir hraunið frá 1947 og huldi hluta þess. Staðurinn breytti þó ekki um nafn. Aðeins hraunin sem hafa farið lengri leið og staðnæmst hjá nafntoguðum kennileitum hafa tekið sérstök nöfn. Ýmis gömul Hekluhraun eru nefnd Næfurholtshraun vegna staðsetningar, þau hafa runnið í átt að Næfurholti og Næfurholtsfjöllum. Yfir þessi hraun hefur Hekla margoft slett nýjum hraunspýjum, t.d. 1947, 1970 og 1980, en svæðið heitir áfram Næfurholtshraun. Ef nýja hrauninu verður fengið annað nafn mun örnefnið Holuhraun hverfa. Þá verður nauðsynlegt að útrýma því afkortum og um leið úr notkun og almennu umtali almennings og ferðamanna til að koma í veg fyrir rugling og vandséð hvernig það má verða. Þetta brýtur að auki í bága við lög um örnefni nr. 2212015 en samkvæmt 1. gr. a. ber Örnefnanefnd skylda til „að stuðla að verndun örnefna og nafngiftahefða í landinu sem hluta af íslenskum menningararfi og tryggja að honum verði viðhaldið handa komandi kynslóðum". Svæðið sem nýja hraunið rann yfir heitir Holuhraun en örnefni eru nöfn á stöðum ekki hraunlögum. Nefndin lítur svo á að menn geti þrátt fyrir óbreytt nafn aðgreint misgömul Holuhraun í fræðilegum skrifum, skýrslum o.þ.h. þannig að auðskilið sé.“ Tengdar fréttir Nú mega Mývetningar velja eldstöðinni nöfn Ný lög um örnefni voru samþykkt frá Alþingi í vikunni. Samkvæmt þeim er það nú í höndum Mývetninga að hafa frumkvæði að nafngift þeirra nýju náttúrufyrirbæra sem urðu til í eldgosinu í Holuhrauni. 8. mars 2015 08:15 Eldgosið einstakt á heimsvísu Hraunrennslið frá eldstöðinni í Holuhrauni jafngildir enn rennsli Skjálfandafljóts. Hraunið er það mesta sem komið hefur upp á Íslandi í 230 ár. Eldfjallafræðingur segir að eldarnir séu einstakir á heimsmælikvarða. 31. október 2014 17:30 Á þriðja hundrað tillögur: Drekahraun, Ómarshraun eða Litla-Hraun? Fréttastofa hvatti almenning í gær til að senda inn sínar tillögur að nafni á eldstöðinni og hrauninu og hafa fjölmargar tillögur borist. 2. september 2014 10:52 Eldarnir dragi nafn sitt af nornahárinu Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, gerir það að tillögu sinni að umbrotin í Holuhrauni dragi nafn sitt af svokölluðu nornahári, fyrirbæri sem mikið fer fyrir við eldstöðina. Fái tillagan hljómgrunn gæti nafnið Nornaeldar öðlast þegnrétt. 9. október 2014 07:00 Ómarshraun og Kristjánsgígar Almenningur leggur til nöfn á nýja hraunið. 2. september 2014 19:30 Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45 Holuhraun fékk heitið Holuhraun Sveitarstjórn Skútustaðahrepps ákvað á fundi, sem var að ljúka, að nafn á nýja hraunið sem myndaðist í eldgosinu norðan Vatnajökuls í fyrra. 15. desember 2015 12:07 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Nafnið Drekahraun, sem flestar tillögur voru gerðar um meðal almennings í upphafi goss, var ekki meðal þeirra fjögurra nafna sem hreppsnefnd Skútustaðahrepps greiddi atkvæði um í dag. Nafnanefnd sveitarstjórnar óskaði umsagnar Örnefnanefndar um þessi fjögur nöfn, Flæðahraun, Holuhraun, Nornahraun og Urðarbruni. Niðurstaðan var sú að Holuhraun var valið, sem Örnefnanefnd mælti með. Drekahraun var það nafn sem fékk einna flestar tilnefningar þegar Vísir kallaði eftir nöfnum í byrjun septembermánaðar í fyrra. Síðar fékk nafnið Nornahraun nokkra umræðu, en Stöð 2 birti frétt um náttúrufyrirbærið nornahár, sem myndaðist í gosinu. Örnefnanefnd mælti hins vegar gegn því að hraunið yrði kallað Nornahraun með þessum rökum: „Nornahár er jarðfræðilegt fyrirbæri sem myndast í eldgosum en hverfur síðan fljótt. Ekki er hefð fyrir því að nota hverfandi náttúrufyrirbæri í örnefnum, enda er þetta ekki einkennandi fyrir þetta hraun fremur en mörg önnur, eins og lesa má um víða, t.d. í þremur fræðigreinum sem birtust í Náttúrufræðingnum árið 1984. Þar kemur hvort tveggja fram, að fyrirbærið varðveitist illa og að það sé ekki óalgengt í gosum hér á landi. Nornahraun er ekki í samræmi við íslenskar orðmyndunarreglur eða nafngiftahefðir. Hraunið ætti að heita Nornahárshraun ef kennt væri við þetta fyrirbæri en það hefur þó enginn lagt til. Nornir koma ekki fyrir í íslenskum þjóðsögum og þjóðtrú og þeirra sér hvergi stað í íslenskum örnefnum. Enn fremur þyrfti að útrýma örnefninu Holuhraun af kortum ef þetta nafn yrði fyrir valinu.“ Um nafnið Flæðahraun sagði Örnefnanefnd: „Flæðahraun væri kennt við Flæður en nýja hraunið er í austurjaðri þeirra. Nafnið sjálft er ágætt en lýsir þó fyrirbærinu að mjög takmörkuðu leyti og því telur nefndin annað nafn henta betur. Enn fremur þyrfti að útrýma örnefninu Holuhraun af kortum ef Flæðahraun yrði tekið upp á þetta svæði.“ Rökin gegn nafninu Urðarbruna voru þessi: „Urðarbruni er nafn sem kallast á við Urðarháls (suð)vestan við umrætt hraun, og er þá myndað af kvk.orðinu urð. Urð vísar í þessu samhengi ekki til "urðar" sem í "urð og grjóti", heldur fremur til afar úfins og torfærs hrauns andstætt við flatar Flæðurnar og sandana á þessum slóðum. Endingin, -bruni, kallast á við eldbrunnin hraun í grennd. Örnefnanefnd bendir á að orðið urð sé í þessu samhengi ekki notað í hefðbundinni merkingu og slík tilvísun í útlit hraunsins geti verið villandi. Samkvæmt Íslenskri orðabók er merking orðsins urð: ,stórgrýtt landsvæði; grjótdyngjur sem hrunið hafa úr fjöllum eða björgum'r' Telur nefndin nafnið því ekki henta á hraun. Enn fremur þyrfti að útrýma örnefninu Holuhraun af kortum ef nafnið Urðarbruni yrði fyrir valinu.“ Holuhraun varð ofan á hjá Örnefnanefnd með þessum rökum: „Hraunið á þessum stað hefur verið kallað Holuhraun síðan 1884 og hefur nafnið því unnið sér hefð. Gamla hraunið er að stórum hluta komið undir sand en nýja hraunið þekur það að verulegu leyti. Þótt um nýtt hraun sé að ræða þá er það á sama stað og gamla hraunið og því ekkert sem mælir gegn því að nota sama nafn; slíkt er í fullu samræmi við ömefnahefð. Hekluhraun renna í sífellu yfir eldri hraun, svo dæmi sé tekið. Hraunið frá 1980-1981 rann yfir hraunið frá 1947 og huldi hluta þess. Staðurinn breytti þó ekki um nafn. Aðeins hraunin sem hafa farið lengri leið og staðnæmst hjá nafntoguðum kennileitum hafa tekið sérstök nöfn. Ýmis gömul Hekluhraun eru nefnd Næfurholtshraun vegna staðsetningar, þau hafa runnið í átt að Næfurholti og Næfurholtsfjöllum. Yfir þessi hraun hefur Hekla margoft slett nýjum hraunspýjum, t.d. 1947, 1970 og 1980, en svæðið heitir áfram Næfurholtshraun. Ef nýja hrauninu verður fengið annað nafn mun örnefnið Holuhraun hverfa. Þá verður nauðsynlegt að útrýma því afkortum og um leið úr notkun og almennu umtali almennings og ferðamanna til að koma í veg fyrir rugling og vandséð hvernig það má verða. Þetta brýtur að auki í bága við lög um örnefni nr. 2212015 en samkvæmt 1. gr. a. ber Örnefnanefnd skylda til „að stuðla að verndun örnefna og nafngiftahefða í landinu sem hluta af íslenskum menningararfi og tryggja að honum verði viðhaldið handa komandi kynslóðum". Svæðið sem nýja hraunið rann yfir heitir Holuhraun en örnefni eru nöfn á stöðum ekki hraunlögum. Nefndin lítur svo á að menn geti þrátt fyrir óbreytt nafn aðgreint misgömul Holuhraun í fræðilegum skrifum, skýrslum o.þ.h. þannig að auðskilið sé.“
Tengdar fréttir Nú mega Mývetningar velja eldstöðinni nöfn Ný lög um örnefni voru samþykkt frá Alþingi í vikunni. Samkvæmt þeim er það nú í höndum Mývetninga að hafa frumkvæði að nafngift þeirra nýju náttúrufyrirbæra sem urðu til í eldgosinu í Holuhrauni. 8. mars 2015 08:15 Eldgosið einstakt á heimsvísu Hraunrennslið frá eldstöðinni í Holuhrauni jafngildir enn rennsli Skjálfandafljóts. Hraunið er það mesta sem komið hefur upp á Íslandi í 230 ár. Eldfjallafræðingur segir að eldarnir séu einstakir á heimsmælikvarða. 31. október 2014 17:30 Á þriðja hundrað tillögur: Drekahraun, Ómarshraun eða Litla-Hraun? Fréttastofa hvatti almenning í gær til að senda inn sínar tillögur að nafni á eldstöðinni og hrauninu og hafa fjölmargar tillögur borist. 2. september 2014 10:52 Eldarnir dragi nafn sitt af nornahárinu Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, gerir það að tillögu sinni að umbrotin í Holuhrauni dragi nafn sitt af svokölluðu nornahári, fyrirbæri sem mikið fer fyrir við eldstöðina. Fái tillagan hljómgrunn gæti nafnið Nornaeldar öðlast þegnrétt. 9. október 2014 07:00 Ómarshraun og Kristjánsgígar Almenningur leggur til nöfn á nýja hraunið. 2. september 2014 19:30 Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45 Holuhraun fékk heitið Holuhraun Sveitarstjórn Skútustaðahrepps ákvað á fundi, sem var að ljúka, að nafn á nýja hraunið sem myndaðist í eldgosinu norðan Vatnajökuls í fyrra. 15. desember 2015 12:07 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Nú mega Mývetningar velja eldstöðinni nöfn Ný lög um örnefni voru samþykkt frá Alþingi í vikunni. Samkvæmt þeim er það nú í höndum Mývetninga að hafa frumkvæði að nafngift þeirra nýju náttúrufyrirbæra sem urðu til í eldgosinu í Holuhrauni. 8. mars 2015 08:15
Eldgosið einstakt á heimsvísu Hraunrennslið frá eldstöðinni í Holuhrauni jafngildir enn rennsli Skjálfandafljóts. Hraunið er það mesta sem komið hefur upp á Íslandi í 230 ár. Eldfjallafræðingur segir að eldarnir séu einstakir á heimsmælikvarða. 31. október 2014 17:30
Á þriðja hundrað tillögur: Drekahraun, Ómarshraun eða Litla-Hraun? Fréttastofa hvatti almenning í gær til að senda inn sínar tillögur að nafni á eldstöðinni og hrauninu og hafa fjölmargar tillögur borist. 2. september 2014 10:52
Eldarnir dragi nafn sitt af nornahárinu Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, gerir það að tillögu sinni að umbrotin í Holuhrauni dragi nafn sitt af svokölluðu nornahári, fyrirbæri sem mikið fer fyrir við eldstöðina. Fái tillagan hljómgrunn gæti nafnið Nornaeldar öðlast þegnrétt. 9. október 2014 07:00
Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45
Holuhraun fékk heitið Holuhraun Sveitarstjórn Skútustaðahrepps ákvað á fundi, sem var að ljúka, að nafn á nýja hraunið sem myndaðist í eldgosinu norðan Vatnajökuls í fyrra. 15. desember 2015 12:07