Viðskipti innlent

Íslendingar versla meira á netinu fyrir jólin nú en áður

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vísbendingar eru um að netverslun Íslendinga fyrir jól hafi aukist um 50-80 prósent á milli ára sé tekið mið af söluverði.
Vísbendingar eru um að netverslun Íslendinga fyrir jól hafi aukist um 50-80 prósent á milli ára sé tekið mið af söluverði. vísir/getty
Mikil aukning er í netverslun Íslendinga fyrir þessi jól ef marka má úttekt Rannsóknarseturs verslunarinnar fyrir Samtök verslunar og þjónustu sem náði yfir dagana 7.-13. desember.

Í tilkynningu frá SVÞ kemur fram að vísbendingar séu um að netverslun hafi aukist um 50-80 prósent á milli ára sé tekið mið af söluverði.

Þá virðist sem fólk sé að kaupa fleiri og dýrari vörur í hverri pöntun en það er í samræmi við nýjar upplýsingar frá Íslandspósti um 30 prósent fjölgun í pakkasendingum milli ára. Einnig virðist það vera svo að Íslendingar séu að versla meira við innlendar netverslanir heldur en erlendar og að hlutdeild þeirra fari vaxandi.

Bóksala og verslun með fatnað er svo með ágætum en heldur hefur dregið úr verslun með gjafavörur, búsáhöld og raftæki borin saman við síðustu tvær vikur á undan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×