Viðskipti innlent

Meniga valið á lista yfir fremstu nýsköpunarfyrirtæki heims í fjármálatækni

Sæunn Gísladóttir skrifar
Georg Lúðvíksson er forstjóri Meniga.
Georg Lúðvíksson er forstjóri Meniga.
Meniga er meðal 100 fyrirtækja sem alþjóðlega fyrirtækið KPMG hefur valið á árlegan “Fintech 100” lista sinn yfir fremstu nýsköpunarfyrirtæki heims í fjármálatækni. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu KPMG „Leading Global Fintech Innovators 2015“.

Tilgangur “Fintech 100” listans er að verðlauna þau fyrirtæki sem skara fram úr á heimsmælikvarða í þróun og notkun á fjármálatækni. Meniga er meðal 20 evrópskra fyrirtækja á listanum, en þar er meðal annars að finna framsækin alþjóðleg fyrirtæki á borð við Square, Klarna og Transferwise.

Meniga er meðal þeirra fyrirtækja sem nefnd eru til sögunnar sem framtíðarfyrirtæki fjármálatæknigeirans („emerging stars“) og er þetta í fyrsta skipti sem Meniga er á þessum lista KPMG.

Hér má lesa nánar um málið.







 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×