Viðskipti innlent

Landsbankinn hækkar verðskrá

Sæunn Gísladóttir skrifar
Meðal þess sem bankinn hækkar eru færslugjöld debetkorta úr 16 krónum í 17 krónur, og ársgjald debetkorta um 195 krónur í 695 krónur. Ársgjald almennra kreditkorta Landsbankans hækkar í þrjú þúsund krónur í stað 2.600 króna.
Meðal þess sem bankinn hækkar eru færslugjöld debetkorta úr 16 krónum í 17 krónur, og ársgjald debetkorta um 195 krónur í 695 krónur. Ársgjald almennra kreditkorta Landsbankans hækkar í þrjú þúsund krónur í stað 2.600 króna. Vísir/Pjetur
Landsbankinn hefur hækkað verðskrá sína og var viðskiptavinum bankans tilkynnt um þetta fyrir tveimur dögum. Fram kemur í tilkynningu að breytingarnar varði gjald fyrir innlausn erlendra ávísana og þá sé nú skýrar kveðið á um að námsmenn njóti sérkjara við kaup á húsaleiguábyrgðum.

Einnig hafi verið gerðar breytingar á verðskrá vegna greiðslukorta. Ástæðurnar fyrir breytingum á verðskrá greiðslukorta má meðal annars rekja til breytinga á kortamarkaði sem leiða til hærri kostnaðar við útgáfu og umsýslu greiðslukorta.

Meðal þess sem bankinn hækkar eru færslugjöld debetkorta úr 16 krónum í 17 krónur, og ársgjald debetkorta um 195 krónur í 695 krónur. Ársgjald almennra kreditkorta Landsbankans hækkar í þrjú þúsund krónur í stað 2.600 króna. 

Lágmarksþþóknun þegar reiðufé er tekið út úr hraðbanka með kreditkorti erlendis hækkar um 110 krónur vegna hækkunar á kostnaðarverði og verður 800 krónur. 

Ekki stendur til að hækka verðskrá hjá hinum stóru viðskiptabönkunum tveimur um þessar mundir. Samkvæmt upplýsingum frá Arion banka hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir um verðhækkanir sem þessar. Íslandsbanki er ekki að hækka um þessar mundir en verðskráin er í reglulegri skoðun, samkvæmt upplýsingum frá bankanum. 

 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×