Hybrid Ford F-150 Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2015 11:21 Ford F-150. Ford hefur staðfest að fyrirtækið vinnur nú að því að útbúa pallbílinn Ford F-150 með Hybrid tækni. Ekki verður þó hægt að stinga honum í samband við heimilisrafmagn heldur hlaða rafhlöður bílsins sig aðeins við hemlun. Hann verður því Hybrid bíll en ekki Plug-In-Hybrid bíll. Ekki stendur til að þessi útgáfa hans komi á markað fyrr en við lok þesa áratugar. Forsvarsmenn Ford hafa viðurkennt að Hybrid-bílar eigi ekki sérlega uppá pallborðið hjá bandarískum kaupendum nú um stundir vegna þess lága eldsneytisverðs sem þar er og þess viðbótakostnaðar sem Hybrid og Plug-In-Hybrid tækni felur í sér til hækkunar verðs þeirra. Ekki liggur ljóst fyrir hvaða vélbúnaður verður tengdur rafmótorum bílsins, en líklegt þykir að það sé 2,7 lítra EcoBoost V6 vélin, sem er sú eyðslugrennsta sem býðst nú í F-150. Ford er með þessum áformum sínum að hugsa til framtíðar og segir að jarðefnaeldsneyti sé ekki til af endalausu magni og með því að búa bíla sína með Hybrid tækni sé fyrirtækið einnig að hlýta sístrangari kröfum yfirvalda um minni eyðslu bíla, sem og kaupenda. Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent
Ford hefur staðfest að fyrirtækið vinnur nú að því að útbúa pallbílinn Ford F-150 með Hybrid tækni. Ekki verður þó hægt að stinga honum í samband við heimilisrafmagn heldur hlaða rafhlöður bílsins sig aðeins við hemlun. Hann verður því Hybrid bíll en ekki Plug-In-Hybrid bíll. Ekki stendur til að þessi útgáfa hans komi á markað fyrr en við lok þesa áratugar. Forsvarsmenn Ford hafa viðurkennt að Hybrid-bílar eigi ekki sérlega uppá pallborðið hjá bandarískum kaupendum nú um stundir vegna þess lága eldsneytisverðs sem þar er og þess viðbótakostnaðar sem Hybrid og Plug-In-Hybrid tækni felur í sér til hækkunar verðs þeirra. Ekki liggur ljóst fyrir hvaða vélbúnaður verður tengdur rafmótorum bílsins, en líklegt þykir að það sé 2,7 lítra EcoBoost V6 vélin, sem er sú eyðslugrennsta sem býðst nú í F-150. Ford er með þessum áformum sínum að hugsa til framtíðar og segir að jarðefnaeldsneyti sé ekki til af endalausu magni og með því að búa bíla sína með Hybrid tækni sé fyrirtækið einnig að hlýta sístrangari kröfum yfirvalda um minni eyðslu bíla, sem og kaupenda.
Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent