Framtíð íslenskrar tungu - tungan í útrýmingarhættu á stafrænni öld Tryggvi Gíslason skrifar 19. desember 2015 07:00 Á heimasíðu mennta- og menningarmálaráðuneytisins má lesa um rannsókn, sem gerð var af fremstu máltæknisérfræðingum Evrópu og bendir til þess að flest Evrópumál, þar á meðal íslenska, eigi á hættu stafrænan dauða og séu í útrýmingarhættu á stafrænni öld. Niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar í Hvítbókaröð META-NET, sem er kallað evrópsk öndvegisnet (a Network of Excellence). Er rannsóknin unnin af meira en 200 sérfræðingum á 60 rannsóknarsetrum í 34 löndum, þ.á.m. Íslandi. (http://www.meta-net.eu/whitepapers). Sérfræðingarnir lögðu mat á stöðu máltækni fyrir 30 af um 80 tungumálum Evrópu á fjórum mismunandi sviðum: vélþýðingum, talsamskiptum, textagreiningu og aðgengi að mállegum gagnasöfnum. Sérfræðingarnir komust að þeirri niðurstöðu að stafrænn stuðningur við 21 af þessum 30 tungumálum væri lítill sem enginn á að minnsta kosti einu af þessum sviðum. Nokkur tungumál, m.a. íslenska, fá lægsta einkum á öllum sviðunum fjórum og lenti íslenska í næstneðsta sæti tungumálanna 30. Aðeins maltneska er talin standa verr að vígi og enska ein taldist hafa „góðan stuðning“.Grundvöllur rannsóknarinnar Ekki er ljóst við hvað átt er með „stafrænni öld“, hvort orðin merkja einfaldlega einhvern tíma í framtíðinni eða á þessari öld - öld stafrænna samskipta. Merking þessara orða skiptir ekki öllu máli heldur hugsunin og aðferðin sem býr að baki rannsókninni, skilningur á hlutverki og stöðu tungumála svo og tilgangurinn með því að fullyrða, „að flest Evrópumál, þar a´ meðal íslenska, eigi a´ hættu stafrænan dauða“ án þess að gerður sé nokkur fyrirvari annar en sá, að stafrænn stuðningur við tungumálin verði aukinn að mun.Hlutverk tungumála Tungumál er mikilsverðasta tjáningartækni mannlegs samfélags í öllum sínum margbreytilegu myndum. Með tungumálinu tjáum við skapandi hugsun okkar og tilfinningar, afstöðu og viðhorf og komum skilaboðum á framfæri í óteljandi myndum. Bandaríski félagsfræðingurinn John Naisbitt gaf árið 1994 út bók sem hann nefndi Global Paradox, og ræðir þar aukin samskipti þjóða í verslun og viðskiptum, þjóðernisvitund, tungumál og styrk þjóðríkja og heldur því fram að því víðtækari, sem samvinna á sviði viðskipta og fjármála verði, þeim mun mikilsverðari verði hver einstaklingur. Þá telur hann að ný upplýsingatækni leysi alþjóðlega gjaldmiðla af hólmi og þýðingarvélar styrki einstakar þjóðtungur af því að alþjóðleg samskiptamál verði óþörf með þýðingarvélum. Um tungumálin segir John Naisbitt: Því samtvinnaðra sem efnahagslíf heimsins verður, því fleira í umhverfi okkar verður alþjóðlegra. Það sem eftir stendur af þjóðlegum verðmætum verður hins vegar þeim mun mikilsverðara. Því alþjóðlegri, sem starfsumhverfi manna verður, því þjóðlegri verða menn í hugsun. Lítil málsamfélög í Evrópu hafa fengið nýja stöðu og aukinn styrk vegna þess að fólk leggur meiri rækt við menningarlega arfleifð sína til mótvægis við sameiginlegan markað Evrópu. John Naisbitt minnist sérstaklega á Íslendinga og íslensku og bendir á, að á Íslandi tali allir ensku og jafnvel önnur tungumál. Engu að síður varðveiti Íslendingar hreinleika íslenskunnar („purity of the Icelandic language“) og byggi á gamalli lýðræðis- og bókmenntahefð.Framtíð íslenskrar tungu Íslensk tunga mun áfram vega þyngst í varðveislu sjálfstæðrar menningar og stjórnarfarslegs fullveldis þjóðarinnar. Landfræðileg og menningarleg einangrun landsins, sem áður varð til þess að tungan hélt velli, dugar ekki lengur. Íslenskt þjóðfélag hefur ekki sömu sérstöðu og áður og alþjóðahyggja mótar viðhorf Íslendinga – ekki síst viðhorf ungs fólks sem eru meiri heimsborgarar og óbundnari heimahögum en fyrri kynslóðir, enda stundum talað um „hinn nýja Íslending“ sem láti sér í léttu rúmi liggja hvar hann er búsettur og hvaða mál hann talar, aðeins ef hann hefur starf og laun við hæfi og getur lifað því lífi sem hann kýs. Enginn vafi leikur á að margvísleg hætta steðjar að íslenskri tungu. Því þurfa stjórnvöld undir leiðsögn mennta- og menningarmálaráðuneytisins að móta opinbera málstefnu sem víðtækt samkomulag yrði um. Til þess verður að efna til umræðu um íslenskt mál og íslenska málstefnu og þurfa sem flestir að taka þátt í þeirri umræðu auk stjórnvalda: rithöfundar og skáld, kennarar og skólayfirvöld, málvísindamenn, sagnfræðingar, bókmenntafræðingar og félagsfræðingar, læknar og lögfræðingar svo og fulltrúar atvinnulífs og viðskipta, enda hafa mörg fyrirtæki sýnt íslenskri málrækt áhuga og skilning. Auk þess er sjálfsagt að efla máltækni fyrir íslenska tungu. Máltækni sker hins vegar ekki úr um líf nokkurrar þjóðtungu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Á heimasíðu mennta- og menningarmálaráðuneytisins má lesa um rannsókn, sem gerð var af fremstu máltæknisérfræðingum Evrópu og bendir til þess að flest Evrópumál, þar á meðal íslenska, eigi á hættu stafrænan dauða og séu í útrýmingarhættu á stafrænni öld. Niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar í Hvítbókaröð META-NET, sem er kallað evrópsk öndvegisnet (a Network of Excellence). Er rannsóknin unnin af meira en 200 sérfræðingum á 60 rannsóknarsetrum í 34 löndum, þ.á.m. Íslandi. (http://www.meta-net.eu/whitepapers). Sérfræðingarnir lögðu mat á stöðu máltækni fyrir 30 af um 80 tungumálum Evrópu á fjórum mismunandi sviðum: vélþýðingum, talsamskiptum, textagreiningu og aðgengi að mállegum gagnasöfnum. Sérfræðingarnir komust að þeirri niðurstöðu að stafrænn stuðningur við 21 af þessum 30 tungumálum væri lítill sem enginn á að minnsta kosti einu af þessum sviðum. Nokkur tungumál, m.a. íslenska, fá lægsta einkum á öllum sviðunum fjórum og lenti íslenska í næstneðsta sæti tungumálanna 30. Aðeins maltneska er talin standa verr að vígi og enska ein taldist hafa „góðan stuðning“.Grundvöllur rannsóknarinnar Ekki er ljóst við hvað átt er með „stafrænni öld“, hvort orðin merkja einfaldlega einhvern tíma í framtíðinni eða á þessari öld - öld stafrænna samskipta. Merking þessara orða skiptir ekki öllu máli heldur hugsunin og aðferðin sem býr að baki rannsókninni, skilningur á hlutverki og stöðu tungumála svo og tilgangurinn með því að fullyrða, „að flest Evrópumál, þar a´ meðal íslenska, eigi a´ hættu stafrænan dauða“ án þess að gerður sé nokkur fyrirvari annar en sá, að stafrænn stuðningur við tungumálin verði aukinn að mun.Hlutverk tungumála Tungumál er mikilsverðasta tjáningartækni mannlegs samfélags í öllum sínum margbreytilegu myndum. Með tungumálinu tjáum við skapandi hugsun okkar og tilfinningar, afstöðu og viðhorf og komum skilaboðum á framfæri í óteljandi myndum. Bandaríski félagsfræðingurinn John Naisbitt gaf árið 1994 út bók sem hann nefndi Global Paradox, og ræðir þar aukin samskipti þjóða í verslun og viðskiptum, þjóðernisvitund, tungumál og styrk þjóðríkja og heldur því fram að því víðtækari, sem samvinna á sviði viðskipta og fjármála verði, þeim mun mikilsverðari verði hver einstaklingur. Þá telur hann að ný upplýsingatækni leysi alþjóðlega gjaldmiðla af hólmi og þýðingarvélar styrki einstakar þjóðtungur af því að alþjóðleg samskiptamál verði óþörf með þýðingarvélum. Um tungumálin segir John Naisbitt: Því samtvinnaðra sem efnahagslíf heimsins verður, því fleira í umhverfi okkar verður alþjóðlegra. Það sem eftir stendur af þjóðlegum verðmætum verður hins vegar þeim mun mikilsverðara. Því alþjóðlegri, sem starfsumhverfi manna verður, því þjóðlegri verða menn í hugsun. Lítil málsamfélög í Evrópu hafa fengið nýja stöðu og aukinn styrk vegna þess að fólk leggur meiri rækt við menningarlega arfleifð sína til mótvægis við sameiginlegan markað Evrópu. John Naisbitt minnist sérstaklega á Íslendinga og íslensku og bendir á, að á Íslandi tali allir ensku og jafnvel önnur tungumál. Engu að síður varðveiti Íslendingar hreinleika íslenskunnar („purity of the Icelandic language“) og byggi á gamalli lýðræðis- og bókmenntahefð.Framtíð íslenskrar tungu Íslensk tunga mun áfram vega þyngst í varðveislu sjálfstæðrar menningar og stjórnarfarslegs fullveldis þjóðarinnar. Landfræðileg og menningarleg einangrun landsins, sem áður varð til þess að tungan hélt velli, dugar ekki lengur. Íslenskt þjóðfélag hefur ekki sömu sérstöðu og áður og alþjóðahyggja mótar viðhorf Íslendinga – ekki síst viðhorf ungs fólks sem eru meiri heimsborgarar og óbundnari heimahögum en fyrri kynslóðir, enda stundum talað um „hinn nýja Íslending“ sem láti sér í léttu rúmi liggja hvar hann er búsettur og hvaða mál hann talar, aðeins ef hann hefur starf og laun við hæfi og getur lifað því lífi sem hann kýs. Enginn vafi leikur á að margvísleg hætta steðjar að íslenskri tungu. Því þurfa stjórnvöld undir leiðsögn mennta- og menningarmálaráðuneytisins að móta opinbera málstefnu sem víðtækt samkomulag yrði um. Til þess verður að efna til umræðu um íslenskt mál og íslenska málstefnu og þurfa sem flestir að taka þátt í þeirri umræðu auk stjórnvalda: rithöfundar og skáld, kennarar og skólayfirvöld, málvísindamenn, sagnfræðingar, bókmenntafræðingar og félagsfræðingar, læknar og lögfræðingar svo og fulltrúar atvinnulífs og viðskipta, enda hafa mörg fyrirtæki sýnt íslenskri málrækt áhuga og skilning. Auk þess er sjálfsagt að efla máltækni fyrir íslenska tungu. Máltækni sker hins vegar ekki úr um líf nokkurrar þjóðtungu.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun