Selur milljarða eignir almennings á „afar veikum lagagrunni“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. desember 2015 18:45 Dósent við lagadeild Háskóla Íslands telur eðlilegt að gera kröfu um lagaheimild fyrir starfsemi Eignasafns Seðlabanka Íslands en engin slík lagaheimild er fyrir hendi. Félagið er með eignir í eigu skattgreiðenda upp á tugi milljarða króna í söluferli þrátt fyrir efasemdir um lögmæti stofnunar þess. Þegar stjórnvald ráðstafar eignum ríkisins gilda um það reglur stjórnsýsluréttar samkvæmt dómum Hæstaréttar Íslands um þetta efni. Það segir t.d. orðrétt í dómi í máli nr. 407/1999. Eignir í söluferli Eignasafn Seðlabanka Íslands, ESÍ, á eignir upp á hundruð milljarða króna sem ríkissjóður leysti til sín eftir banka- og gjaldeyrishrunið. Þessar eignir eru nú í söluferli. DV greindi frá því á dögunum að fjórir fjárfestahópar bitust nú um hluta þessara eigna.Hinn 2. október sl. sendi umboðsmaður Alþingis Seðlabanka Íslands bréf sem ekki verður skilið á annan veg en að umboðsmaður efist um lögmæti stofnunar ESÍ en þar segir: „Það kann að vera þörf á lagaheimild til að flytja opinbert verkefni yfir til einkaréttarlegs aðila, s.s. einkahlutafélags. (...) „Ég fæ ekki séð að ótvíræður lagagrundvöllur hafi verið til staðar þegar verkefni Seðlabanka Íslands á sviði umsýslu og fyrirsvars tiltekinna krafna og annarra eigna bankans voru færð til einkahlutafélags í eigu bankans.“ Í reifun umboðsmanns Alþingis á bréfinu á heimasíðu embættisins segir síðan: „Er það afstaða umboðsmanns að skýringar bankans um lagaheimild til flutnings verkefnanna (til ESÍ innsk.blm) hafi ekki verið fullnægjandi. Umboðsmaður leggur áherslu á að auk þess sem fullnægjandi lagaheimild þurfi að vera fyrir hendi til slíks flutnings opinberra verkefna frá ríkisstofnun sé líka mikilvægt að þeir starfsmenn sem fjalli um þessi mál, viðsemjendur um þessar eignir og kröfur og almennir borgarar séu ekki í vafa um eftir hvaða reglum, svo sem um meðferð valds og upplýsinga, hæfi og málsmeðferð að öðru leyti, eigi að fara í þessum tilvikum.“ Velta má fyrir sér hvort það sé æskilegt að halda áfram með sölu eigna upp á hundruð milljarða króna ef umboðsmaður Alþingis telur það vafa undirorpið að lagaheimild hafi verið til staðar fyrir stofnun Eignasafns Seðlabanka Íslands.Trausti Fannar Valsson dósent í stjórnsýslurétti við lagadeild Háskóla Íslands.365/Þorbjörn ÞórðarsonESÍ ætti að fara sér rólega í eignasölu Kjarninn fjallaði um þetta í ritstjórnargrein sem svofelldum orðum: „Það verður að teljast undarlegt, að ESÍ telji sig geta stundað eignaumsýslu sem þessa í ljósi athugasemda sem komið hafa fram frá Umboðsmanni Alþingis. Hann hefur sagt, að Seðlabanki Íslands hafi ekki haft skýra lagaheimild til þess að flytja verkefni til ESÍ í upphafi. Ef þetta er rétt hjá Umboðsmanni, þá er ljóst að) ESÍ er á afar veikum lagagrunni að stunda tugmilljarða viðskipti með eignir almennings, og ætti frekar að fara sér rólega í þessari eignasölu en hitt, á meðan lagalegur grundvöllur stofnunar ESÍ er óljós." Trausti Fannar Valsson er dósent í stjórnsýslurétti við lagadeild Háskóla Íslands. „Það er verið að færa starfsemi opinbers aðila yfir í hlutafélagaform. Það er að öllu jöfnu eðlilegt að Alþingi taki ákvörðun um slíka þætti vegna þess að við gerum greinarmun á starfsemi hlutafélaga og ríkisins. Það gilda önnur grunnprinsipp. Það vita allir að hverju þeir ganga þegar þeir gera samninga við hlutafélag annars vegar og ríkisstofnun hins vegar. Þarna er verið að blanda ákveðnum hlutum saman og sakir skýrleika er eðlilegra að löggjafinn hafi mælt fyrir um það með einhverjum almennum lagaramma hvað menn mega búast við að séu reglurnar í þessum samskiptum og viðskiptum,“ segir Trausti Fannar. Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá Seðlabanka Íslands vegna þessarar fréttar. Haukur C. Benediktsson framkvæmdastjóri ESÍ svaraði ekki skilaboðum. Þá fengust þau svör að Jón Sigurgeirsson, formaður stjórnar ESÍ, væri ekki við. Bankaráð Seðlabanka Íslands óskaði eftir skýringum frá stjórnendum Seðlabankans eftir bréf umboðsmanns frá 2. október sl. Unnið er að greinargerð sem lögð verður fyrir bankaráðið. Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Dósent við lagadeild Háskóla Íslands telur eðlilegt að gera kröfu um lagaheimild fyrir starfsemi Eignasafns Seðlabanka Íslands en engin slík lagaheimild er fyrir hendi. Félagið er með eignir í eigu skattgreiðenda upp á tugi milljarða króna í söluferli þrátt fyrir efasemdir um lögmæti stofnunar þess. Þegar stjórnvald ráðstafar eignum ríkisins gilda um það reglur stjórnsýsluréttar samkvæmt dómum Hæstaréttar Íslands um þetta efni. Það segir t.d. orðrétt í dómi í máli nr. 407/1999. Eignir í söluferli Eignasafn Seðlabanka Íslands, ESÍ, á eignir upp á hundruð milljarða króna sem ríkissjóður leysti til sín eftir banka- og gjaldeyrishrunið. Þessar eignir eru nú í söluferli. DV greindi frá því á dögunum að fjórir fjárfestahópar bitust nú um hluta þessara eigna.Hinn 2. október sl. sendi umboðsmaður Alþingis Seðlabanka Íslands bréf sem ekki verður skilið á annan veg en að umboðsmaður efist um lögmæti stofnunar ESÍ en þar segir: „Það kann að vera þörf á lagaheimild til að flytja opinbert verkefni yfir til einkaréttarlegs aðila, s.s. einkahlutafélags. (...) „Ég fæ ekki séð að ótvíræður lagagrundvöllur hafi verið til staðar þegar verkefni Seðlabanka Íslands á sviði umsýslu og fyrirsvars tiltekinna krafna og annarra eigna bankans voru færð til einkahlutafélags í eigu bankans.“ Í reifun umboðsmanns Alþingis á bréfinu á heimasíðu embættisins segir síðan: „Er það afstaða umboðsmanns að skýringar bankans um lagaheimild til flutnings verkefnanna (til ESÍ innsk.blm) hafi ekki verið fullnægjandi. Umboðsmaður leggur áherslu á að auk þess sem fullnægjandi lagaheimild þurfi að vera fyrir hendi til slíks flutnings opinberra verkefna frá ríkisstofnun sé líka mikilvægt að þeir starfsmenn sem fjalli um þessi mál, viðsemjendur um þessar eignir og kröfur og almennir borgarar séu ekki í vafa um eftir hvaða reglum, svo sem um meðferð valds og upplýsinga, hæfi og málsmeðferð að öðru leyti, eigi að fara í þessum tilvikum.“ Velta má fyrir sér hvort það sé æskilegt að halda áfram með sölu eigna upp á hundruð milljarða króna ef umboðsmaður Alþingis telur það vafa undirorpið að lagaheimild hafi verið til staðar fyrir stofnun Eignasafns Seðlabanka Íslands.Trausti Fannar Valsson dósent í stjórnsýslurétti við lagadeild Háskóla Íslands.365/Þorbjörn ÞórðarsonESÍ ætti að fara sér rólega í eignasölu Kjarninn fjallaði um þetta í ritstjórnargrein sem svofelldum orðum: „Það verður að teljast undarlegt, að ESÍ telji sig geta stundað eignaumsýslu sem þessa í ljósi athugasemda sem komið hafa fram frá Umboðsmanni Alþingis. Hann hefur sagt, að Seðlabanki Íslands hafi ekki haft skýra lagaheimild til þess að flytja verkefni til ESÍ í upphafi. Ef þetta er rétt hjá Umboðsmanni, þá er ljóst að) ESÍ er á afar veikum lagagrunni að stunda tugmilljarða viðskipti með eignir almennings, og ætti frekar að fara sér rólega í þessari eignasölu en hitt, á meðan lagalegur grundvöllur stofnunar ESÍ er óljós." Trausti Fannar Valsson er dósent í stjórnsýslurétti við lagadeild Háskóla Íslands. „Það er verið að færa starfsemi opinbers aðila yfir í hlutafélagaform. Það er að öllu jöfnu eðlilegt að Alþingi taki ákvörðun um slíka þætti vegna þess að við gerum greinarmun á starfsemi hlutafélaga og ríkisins. Það gilda önnur grunnprinsipp. Það vita allir að hverju þeir ganga þegar þeir gera samninga við hlutafélag annars vegar og ríkisstofnun hins vegar. Þarna er verið að blanda ákveðnum hlutum saman og sakir skýrleika er eðlilegra að löggjafinn hafi mælt fyrir um það með einhverjum almennum lagaramma hvað menn mega búast við að séu reglurnar í þessum samskiptum og viðskiptum,“ segir Trausti Fannar. Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá Seðlabanka Íslands vegna þessarar fréttar. Haukur C. Benediktsson framkvæmdastjóri ESÍ svaraði ekki skilaboðum. Þá fengust þau svör að Jón Sigurgeirsson, formaður stjórnar ESÍ, væri ekki við. Bankaráð Seðlabanka Íslands óskaði eftir skýringum frá stjórnendum Seðlabankans eftir bréf umboðsmanns frá 2. október sl. Unnið er að greinargerð sem lögð verður fyrir bankaráðið.
Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent