Til verndar höfundum eða milliliðum? Ásta Guðrún Helgadóttir skrifar 1. desember 2015 09:27 Breytingar á höfundalögum eru í vændum og þá er vert að huga að þeim breytingum sem eiga sér stað. Endurskoðun laga um höfundarétt og afleidd réttindi hans er tímabær og einn hornsteina þeirra stjórnmálasamtaka sem ég tilheyri, Pírötum. Höfundaréttur er nefnilega dæmi um lög, sem voru sett út frá ákveðnum forsendum sem ekki eiga endilega við lengur. Það þarf að endurskoða forsendur þeirra. Innan höfundalaga eru tvær forsendur sem takast á: Annars vegar er það siðferðislegur réttur höfundar til að vera kenndur við verk sitt og stjórna fyrstu birtingu verka sinna. Hins vegar eru það efnahagsleg réttindi sem eru tryggð með afleiddum réttindum höfundaréttar. Siðferðislegur réttur höfunda byggist á þeirri hugmynd að sérhver sé höfundur orða sinna og verði það alltaf. Það getur enginn tekið orðin af manni. Þetta er grundvöllur alls höfundaréttar og sá hluti höfundaréttar sem ég vil standa vörð um. Þessi réttindi eru ekki framseljanleg. Það sama er ekki hægt að segja um afleidd réttindi. Afleidd réttindi höfundaréttar eru fjölmörg. Í máli lögfræðinga kallast þau rétthafaréttur. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera samtvinnuð efnahagslegum ávinningi tengdum verkum höfunda. Þetta eru einkaleyfi á því að flytja, dreifa, birta eða gefa út ákveðin verk, eftir samkomulagi við höfunda. Rétthafaréttur er ekki höfundaréttur í þeim siðferðislega skilningi sem grunnhugmyndin er byggð á. Hægt að rekja hann aftur til miðalda, til borgríkis Lundúna þar sem einkaleyfi voru gefin út til að fá að prenta bækur. Síðar samtvinnuðust þessi efnahagslegu réttindi við siðferðislegan rétt höfunda. Úr varð vafningur siðferðislegra og efnahagslegra réttinda þar sem erfitt er að greina hvað er hvað. Höfundalög geyma margslungin réttindi í íslenskum lögum. Í þeim má finna bæði grunnforsenduna að vera kenndur við verk sitt og afleidd réttindi hennar. Rétthafar eru þó ekki endilega höfundar. Sumir höfundar eru rétthafar, en ekki allir rétthafar eru höfundar. Höfundar framselja í ríkum mæli efnahagsleg réttindi sín, leyfi til að birta, dreifa og gefa út verkin. Oftar en ekki eru það útgáfufyrirtæki eða stærri einingar sem fara með þessi réttindi í nafni höfunda. Ólíkir hagsmunahópar Þetta er sá hluti höfundalaga sem ég set spurningamerki við. Höfundalög eiga að þjóna hagsmunum höfunda og styrkja þá í sambandi sínu við handhafa útgáfuréttarins og dreifingaréttarins. Rétthafarétturinn hefur fengið of sterkt vægi og honum er blandað um of við höfundaréttinn með því að setja hann inn í höfundalög. Þarna eru oft ólíkir hagsmunahópar. Nú stendur til að gefa innheimtusamtökum ríkari heimildir til þess að semja um innheimtugjöld fyrir hönd rétthafa innan ákveðinnar listgreinar, fyrirkomulag sem kallast samningskvaðaleyfi (á ensku extended collective licensing). Þetta þýðir að innheimtusamtök fái leyfi til þess að innheimta og útdeila gjöldum fyrir hönd rétthafa, þótt þeir standi utan þessara samtaka. Það getur vel verið að samningskvaðaleyfi séu hagkvæm fyrir land eins og Ísland, sem er lítið og takmarkað. Hins vegar er mikilvægt að höfundalög gæti fyrst og fremst hagsmuna höfunda. Með því að setja lög um samningskvaðir inn í höfundalög er verið að blanda saman réttindum innheimtusamtaka og höfunda. Það þarf að skýra línuna á milli þeirra. Eitt helsta vandamál núverandi höfundalaga er að höfundar hafa ekki nógu skýra og sterka rödd. Með því að setja ekki nógu skýr mörk á milli þessara réttinda veikjum við stöðu höfunda og styrkjum stöðu útgáfufyrirtækja, dreifingaraðila, sem hafa einhver réttindi sem eru ýmist aðkeypt eða afsöluð af höfundum með lélegum samningum. Hagsmunir höfunda og rétthafa fara ekki alltaf saman, hvað þá hagsmunir innheimtusamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Guðrún Helgadóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Breytingar á höfundalögum eru í vændum og þá er vert að huga að þeim breytingum sem eiga sér stað. Endurskoðun laga um höfundarétt og afleidd réttindi hans er tímabær og einn hornsteina þeirra stjórnmálasamtaka sem ég tilheyri, Pírötum. Höfundaréttur er nefnilega dæmi um lög, sem voru sett út frá ákveðnum forsendum sem ekki eiga endilega við lengur. Það þarf að endurskoða forsendur þeirra. Innan höfundalaga eru tvær forsendur sem takast á: Annars vegar er það siðferðislegur réttur höfundar til að vera kenndur við verk sitt og stjórna fyrstu birtingu verka sinna. Hins vegar eru það efnahagsleg réttindi sem eru tryggð með afleiddum réttindum höfundaréttar. Siðferðislegur réttur höfunda byggist á þeirri hugmynd að sérhver sé höfundur orða sinna og verði það alltaf. Það getur enginn tekið orðin af manni. Þetta er grundvöllur alls höfundaréttar og sá hluti höfundaréttar sem ég vil standa vörð um. Þessi réttindi eru ekki framseljanleg. Það sama er ekki hægt að segja um afleidd réttindi. Afleidd réttindi höfundaréttar eru fjölmörg. Í máli lögfræðinga kallast þau rétthafaréttur. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera samtvinnuð efnahagslegum ávinningi tengdum verkum höfunda. Þetta eru einkaleyfi á því að flytja, dreifa, birta eða gefa út ákveðin verk, eftir samkomulagi við höfunda. Rétthafaréttur er ekki höfundaréttur í þeim siðferðislega skilningi sem grunnhugmyndin er byggð á. Hægt að rekja hann aftur til miðalda, til borgríkis Lundúna þar sem einkaleyfi voru gefin út til að fá að prenta bækur. Síðar samtvinnuðust þessi efnahagslegu réttindi við siðferðislegan rétt höfunda. Úr varð vafningur siðferðislegra og efnahagslegra réttinda þar sem erfitt er að greina hvað er hvað. Höfundalög geyma margslungin réttindi í íslenskum lögum. Í þeim má finna bæði grunnforsenduna að vera kenndur við verk sitt og afleidd réttindi hennar. Rétthafar eru þó ekki endilega höfundar. Sumir höfundar eru rétthafar, en ekki allir rétthafar eru höfundar. Höfundar framselja í ríkum mæli efnahagsleg réttindi sín, leyfi til að birta, dreifa og gefa út verkin. Oftar en ekki eru það útgáfufyrirtæki eða stærri einingar sem fara með þessi réttindi í nafni höfunda. Ólíkir hagsmunahópar Þetta er sá hluti höfundalaga sem ég set spurningamerki við. Höfundalög eiga að þjóna hagsmunum höfunda og styrkja þá í sambandi sínu við handhafa útgáfuréttarins og dreifingaréttarins. Rétthafarétturinn hefur fengið of sterkt vægi og honum er blandað um of við höfundaréttinn með því að setja hann inn í höfundalög. Þarna eru oft ólíkir hagsmunahópar. Nú stendur til að gefa innheimtusamtökum ríkari heimildir til þess að semja um innheimtugjöld fyrir hönd rétthafa innan ákveðinnar listgreinar, fyrirkomulag sem kallast samningskvaðaleyfi (á ensku extended collective licensing). Þetta þýðir að innheimtusamtök fái leyfi til þess að innheimta og útdeila gjöldum fyrir hönd rétthafa, þótt þeir standi utan þessara samtaka. Það getur vel verið að samningskvaðaleyfi séu hagkvæm fyrir land eins og Ísland, sem er lítið og takmarkað. Hins vegar er mikilvægt að höfundalög gæti fyrst og fremst hagsmuna höfunda. Með því að setja lög um samningskvaðir inn í höfundalög er verið að blanda saman réttindum innheimtusamtaka og höfunda. Það þarf að skýra línuna á milli þeirra. Eitt helsta vandamál núverandi höfundalaga er að höfundar hafa ekki nógu skýra og sterka rödd. Með því að setja ekki nógu skýr mörk á milli þessara réttinda veikjum við stöðu höfunda og styrkjum stöðu útgáfufyrirtækja, dreifingaraðila, sem hafa einhver réttindi sem eru ýmist aðkeypt eða afsöluð af höfundum með lélegum samningum. Hagsmunir höfunda og rétthafa fara ekki alltaf saman, hvað þá hagsmunir innheimtusamtaka.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun