Ekki allir sáttir við auglýsingu Dekkverks: Viðbrögðin koma eiganda verkstæðisins á óvart Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. desember 2015 15:13 Auglýsingin umdeilda sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Auglýsing dekkjaverkstæðisins Dekkverks í Fréttablaðinu í morgun hefur vakið mikla athygli netverja en á henni má sjá dekk í líki nakins kvenlíkama. Auglýsingunni hefur verið deilt í hópum á Facebook á borð við Beauty Tips 30+ og Markaðsnörda en sitt sýnist hverjum um markaðssetninguna þar sem kvenmannslíkaminn er notaður til að vekja athygli á vöru. Einhverjir hafa lýst því yfir að þeir ætli að hætta að skipta við Dekkverk vegna auglýsingarinnar þar sem verið sé að hlutgera kvenlíkamann í enn eitt skiptið og það sé hallærislegt árið 2015. Guðmundur Örn Guðjónsson, eigandi Dekkverks, segist í samtali við Vísi ekki skilja hvers vegna auglýsingin hafi valdið svona miklum usla. „Við birtum þessa auglýsingu af því að þetta er flott mynd. Við sáum ekkert að henni. Það var ekki ætlunin að móðga neinn og við erum ekki viljandi að reyna að móðga fólk. Þessi viðbrögð koma mér mjög á óvart þar sem við vorum með sambærilega mynd af karlmanni í fyrra sem var búið að móta svona í dekk og fengum mjög góðar viðtökur við því. Ég skil ekki hver munurinn er á þeirri mynd og myndinni sem við birtum núna,“ segir Guðmundur.Verið að gera úlfalda úr mýflugu Hann segir myndina koma frá West Lake-dekkjaframleiðandanum og hún hafi verið birt í mun fleiri löndum en bara hér á landi. Guðmundur segir að hún hafi ekki verið gagnrýnd neins staðar nema hér. Undir orð hans tekur Astrid Daxböck sem starfar í bókhaldinu hjá Dekkverki. Hún sá bæði myndirnar af karlinum og konunni áður en þær birtust og segir þær báðar jafnflottar.Auglýsing dagsins. Hvaða ár er aftur? Stay classy Dekkverk. #6dagsleikinn pic.twitter.com/ms19JUD9Am— Dagny Aradottir Pind (@dagnyara) December 1, 2015 Ég ætlaði einmitt að kaupa negldan umgang á Súkkuna mína. Það verður ekki hjá Dekkverk. #6dagsleikinn #fokkiðykkur pic.twitter.com/arBQ6LUn7Q— Helga Þórey (@findhelga) December 1, 2015 S/O á Dekkverk fyrir að geta ekki með neinu móti metið tíðarandann.— Guðmundur Bjarki (@Gudmundurbjark) December 1, 2015 „Þetta er nokkurs konar dekkjalist og ég sá ekki neitt að þessu, hvorki að myndinni af karlmanninum né núna af konunni. Ég skil ekki alveg af hverju það er í lagi að birta mynd af karlmanni en svo núna þegar það er birt mynd af konu þá gerir fólk athugasemdir,“ segir Astrid. Hún segir að mikið fólki hafi hringt inn á verkstæðið í dag og kvartað. Guðmundur segir að þetta sé dæmi um það þegar úlfaldi sé gerður úr mýflugu. „Við hlæjum að þessu hérna á verkstæðinu, bæði konurnar og karlarnir sem vinna hérna. En við munum að öllum líkindum ekki nota myndir af konum í framtíðinni, bara körlum,“ segir Guðmundur.Sambærileg auglýsing með karllíkama sem Guðmundur segir að hafi birst í fyrra. Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Sjá meira
Auglýsing dekkjaverkstæðisins Dekkverks í Fréttablaðinu í morgun hefur vakið mikla athygli netverja en á henni má sjá dekk í líki nakins kvenlíkama. Auglýsingunni hefur verið deilt í hópum á Facebook á borð við Beauty Tips 30+ og Markaðsnörda en sitt sýnist hverjum um markaðssetninguna þar sem kvenmannslíkaminn er notaður til að vekja athygli á vöru. Einhverjir hafa lýst því yfir að þeir ætli að hætta að skipta við Dekkverk vegna auglýsingarinnar þar sem verið sé að hlutgera kvenlíkamann í enn eitt skiptið og það sé hallærislegt árið 2015. Guðmundur Örn Guðjónsson, eigandi Dekkverks, segist í samtali við Vísi ekki skilja hvers vegna auglýsingin hafi valdið svona miklum usla. „Við birtum þessa auglýsingu af því að þetta er flott mynd. Við sáum ekkert að henni. Það var ekki ætlunin að móðga neinn og við erum ekki viljandi að reyna að móðga fólk. Þessi viðbrögð koma mér mjög á óvart þar sem við vorum með sambærilega mynd af karlmanni í fyrra sem var búið að móta svona í dekk og fengum mjög góðar viðtökur við því. Ég skil ekki hver munurinn er á þeirri mynd og myndinni sem við birtum núna,“ segir Guðmundur.Verið að gera úlfalda úr mýflugu Hann segir myndina koma frá West Lake-dekkjaframleiðandanum og hún hafi verið birt í mun fleiri löndum en bara hér á landi. Guðmundur segir að hún hafi ekki verið gagnrýnd neins staðar nema hér. Undir orð hans tekur Astrid Daxböck sem starfar í bókhaldinu hjá Dekkverki. Hún sá bæði myndirnar af karlinum og konunni áður en þær birtust og segir þær báðar jafnflottar.Auglýsing dagsins. Hvaða ár er aftur? Stay classy Dekkverk. #6dagsleikinn pic.twitter.com/ms19JUD9Am— Dagny Aradottir Pind (@dagnyara) December 1, 2015 Ég ætlaði einmitt að kaupa negldan umgang á Súkkuna mína. Það verður ekki hjá Dekkverk. #6dagsleikinn #fokkiðykkur pic.twitter.com/arBQ6LUn7Q— Helga Þórey (@findhelga) December 1, 2015 S/O á Dekkverk fyrir að geta ekki með neinu móti metið tíðarandann.— Guðmundur Bjarki (@Gudmundurbjark) December 1, 2015 „Þetta er nokkurs konar dekkjalist og ég sá ekki neitt að þessu, hvorki að myndinni af karlmanninum né núna af konunni. Ég skil ekki alveg af hverju það er í lagi að birta mynd af karlmanni en svo núna þegar það er birt mynd af konu þá gerir fólk athugasemdir,“ segir Astrid. Hún segir að mikið fólki hafi hringt inn á verkstæðið í dag og kvartað. Guðmundur segir að þetta sé dæmi um það þegar úlfaldi sé gerður úr mýflugu. „Við hlæjum að þessu hérna á verkstæðinu, bæði konurnar og karlarnir sem vinna hérna. En við munum að öllum líkindum ekki nota myndir af konum í framtíðinni, bara körlum,“ segir Guðmundur.Sambærileg auglýsing með karllíkama sem Guðmundur segir að hafi birst í fyrra.
Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Sjá meira