Ný Honda Civic Coupe í LA Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2015 08:45 Honda Civic Coupe. Honda kynnti nýtt útlit Civic Coupe á bílasýningunni í Los Angeles seint í síðasta mánuði. Þessi bíll er með tveimur hurðum og mjög sportlegur í útliti. Hann verður með sama val í vélbúnaði og fjögurra hurða útgáfa Civic, eða 1,5 lítra vél með forþjöppu og 2,0 lítra vél sem einnig brennir bensíni. Honda lofar að nýr Civic verði lang flottasti og best tæknilega búni Civic í 43 ára sögu bílsins. Honda mun einnig bjóða Civic í fimm hurða stallbaksútgáfu, sem og í Si öflugari útgáfu og ofuröflugri Type R útgáfu. Þeim bíl verður fyrsta sinni beint einnig að kaupendum í Bandaríkjunum. Honda sýndi einnig nýja vetnisbíls sinn, Clarity FCV, en hann var áður sýndur á bílasýningunni í Tókýó í fyrr í síðasta mánuði og sá bíll verður einnig í sölu í Bandaríkjunum. Honda ætlar sér greinilega stóri hluti þar vestanhafs, enda salan þar í hæstu hæðum um þessar mundir. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent
Honda kynnti nýtt útlit Civic Coupe á bílasýningunni í Los Angeles seint í síðasta mánuði. Þessi bíll er með tveimur hurðum og mjög sportlegur í útliti. Hann verður með sama val í vélbúnaði og fjögurra hurða útgáfa Civic, eða 1,5 lítra vél með forþjöppu og 2,0 lítra vél sem einnig brennir bensíni. Honda lofar að nýr Civic verði lang flottasti og best tæknilega búni Civic í 43 ára sögu bílsins. Honda mun einnig bjóða Civic í fimm hurða stallbaksútgáfu, sem og í Si öflugari útgáfu og ofuröflugri Type R útgáfu. Þeim bíl verður fyrsta sinni beint einnig að kaupendum í Bandaríkjunum. Honda sýndi einnig nýja vetnisbíls sinn, Clarity FCV, en hann var áður sýndur á bílasýningunni í Tókýó í fyrr í síðasta mánuði og sá bíll verður einnig í sölu í Bandaríkjunum. Honda ætlar sér greinilega stóri hluti þar vestanhafs, enda salan þar í hæstu hæðum um þessar mundir.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent