Bjartsýnn á framtíðina eftir 43 milljóna tap Sæunn Gísladóttir skrifar 2. desember 2015 08:00 Guðmundur Jörundsson segir að félagið hafi verið í fjármögnun 2014. Fréttablaðið/Valli Tap var af rekstri hönnunarfyrirtækisins JÖR á árinu 2014 að fjárhæð 43,2 milljónir króna. Tap jókst milli ára, en árið 2013 nam það 15 milljónum króna. Eignir námu 54,5 milljónum króna í lok árs og hækkuðu um tæpar þrjár milljónir milli ára. Skuldir námu 82,4 milljónum króna og hækkuðu milli ára. Í árslok var eigið fé félagsins neikvætt um 27,9 milljónir króna. Árið 2013 var það hins vegar neikvætt um 13,8 milljónir króna. Hlutafé félagsins var 1,3 milljónir króna í árslok 2014. Í ársbyrjun voru tveir hluthafar en í árslok voru þeir þrír. Ekki var greiddur út arður til hluthafa á árinu 2015 vegna ársins 2014. Guðmundur Jörundsson, framkvæmdastjóri JÖR, segir að lagt hafi verið upp með að þetta yrði svona. „Félagið óx frekar hratt og við vorum í fjármögnun árið 2014, sem við kláruðum í lok árs.“ Hann segir að árið 2015 verði rekstrarniðurstaðan mjög breytt. „Við búumst við mun minna tapi en árið 2014. Árið í ár hefur farið í það að rétta okkur svolítið af og greiða niður skuldir og koma öllum ferlum betur af stað. Við erum að horfa til þess að árið 2016 verði félagið svo arðbært," segir Guðmundur. „Við erum að rétta þetta allt af, það er fókusinn í ár. Við erum að plana vöxt, bæði á netinu og erlendis. Það eru mjög stór plön með merkið, það voru taktískir fjárfestar fengnir til að fjárfesta í félaginu og það er til að komast inn á erlenda markaði. Þegar félag er stofnað er alltaf lagt upp með það að fara út. Í svona rekstri er yfirbyggingin svo stór alveg frá byrjun, en svo stækkar hún ekki rosalega mikið. Þegar þú ert með hönnunarteymi kostar jafn mikið að hanna fyrir eina búð og þrjú hundruð," segir Guðmundur. JÖR var stofnað á árinu 2012, en rekstur hófst ekki fyrr en verslunin var opnuð í apríl 2013. Guðmundur segir að verið sé skoða það að fjölga verslunum hér á landi. Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Tap var af rekstri hönnunarfyrirtækisins JÖR á árinu 2014 að fjárhæð 43,2 milljónir króna. Tap jókst milli ára, en árið 2013 nam það 15 milljónum króna. Eignir námu 54,5 milljónum króna í lok árs og hækkuðu um tæpar þrjár milljónir milli ára. Skuldir námu 82,4 milljónum króna og hækkuðu milli ára. Í árslok var eigið fé félagsins neikvætt um 27,9 milljónir króna. Árið 2013 var það hins vegar neikvætt um 13,8 milljónir króna. Hlutafé félagsins var 1,3 milljónir króna í árslok 2014. Í ársbyrjun voru tveir hluthafar en í árslok voru þeir þrír. Ekki var greiddur út arður til hluthafa á árinu 2015 vegna ársins 2014. Guðmundur Jörundsson, framkvæmdastjóri JÖR, segir að lagt hafi verið upp með að þetta yrði svona. „Félagið óx frekar hratt og við vorum í fjármögnun árið 2014, sem við kláruðum í lok árs.“ Hann segir að árið 2015 verði rekstrarniðurstaðan mjög breytt. „Við búumst við mun minna tapi en árið 2014. Árið í ár hefur farið í það að rétta okkur svolítið af og greiða niður skuldir og koma öllum ferlum betur af stað. Við erum að horfa til þess að árið 2016 verði félagið svo arðbært," segir Guðmundur. „Við erum að rétta þetta allt af, það er fókusinn í ár. Við erum að plana vöxt, bæði á netinu og erlendis. Það eru mjög stór plön með merkið, það voru taktískir fjárfestar fengnir til að fjárfesta í félaginu og það er til að komast inn á erlenda markaði. Þegar félag er stofnað er alltaf lagt upp með það að fara út. Í svona rekstri er yfirbyggingin svo stór alveg frá byrjun, en svo stækkar hún ekki rosalega mikið. Þegar þú ert með hönnunarteymi kostar jafn mikið að hanna fyrir eina búð og þrjú hundruð," segir Guðmundur. JÖR var stofnað á árinu 2012, en rekstur hófst ekki fyrr en verslunin var opnuð í apríl 2013. Guðmundur segir að verið sé skoða það að fjölga verslunum hér á landi.
Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira